Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.1986, Qupperneq 28

Læknablaðið - 15.04.1986, Qupperneq 28
96 LÆKNABLAÐIÐ Fjöldi sjúklinga M Rannsókn á efri hluta meltingarfæra E] Rannsókn á neðri hluta meltingarfæra Mynd 3. Meltingarfœrarannsóknir sem gerðar hafa verið á þeim 82 sjúklingum sem höfðu iðraólgu í Egilsstaðalœknishéraði 1982. iðraólgu er 45 á ári eða 8,2% samskipta vegna meltingarsjúkdóma. Eins og greinir i niðurstöðum eru geðsjúkdómar algengari meðal iðraólgusjúklinga en í þýðinu í heild og hjá viðmiðunarhópi. Tveir geðsjúkdómar skera sig þar úr, en þeir eru taugaveiklun og þunglyndi. Rúmlega helmingur iðra- ólgusjúklinganna hafa geðsjúkdóm, en það er nokkru minni tíðni en greint hefur verið frá í öðrum athugunum (4, 5, 6). Skýrist sá munur eflaust fyrst og fremst af mismunandi sjúklingahópum. Gera má ráð fyrir, að sjúklingar sem eru á snærum sér- fræðinga séu að jafnaði með sjúkdóm, sem er erfiðari viðfangs. Enda kemur í ljós, ef teknir eru þeir sjúklingar sem oftast leita sér læknishjálpar vegna þessa sjúkdóms, oftar en tíu sinnum á sex ára tímabili, reynast 66% þeirra hafa geðsjúkdóm. Hér hefur verið sýnt fram á tengsl iðraólgu og geðsjúkdóma. Þó erfitt verði að sanna að þau tengsl afhjúpi mikilvægan þátt í tilurð sjúkdómsins, hljóta læknar, sem við hann fást að hafa þau tengsl í huga. Ekki til að dæma sjúklinginn móðursjúkan af því að ristilmyndin var eðlileg heldur til að átta sig á vandamáli sjúklingsins í heild og hjálpa honum á þeim grunni. Sýnt hefur verið fram á gagnsemi sál- lækningar í meðferð iðraólgu (10, 11), svo og Iyfleysumeðferðar ásamt eftirliti (12). Við túlkun niðurstaðna verður að hafa í huga að eflaust fær verulegur fjöldi manna einkenni iðraólgu án þess að leita læknis (13). Enginn veit, hvert hlutfall geðsjúkdóma yrði meðal sjúklinganna, ef hægt væri að telja þann hóp með. Það sem þó skiptir máli er, að hjá þeim sem leita til lækna vegna iðraólgu, eru geðsjúkdómar algengari en hjá viðmiðun- arhópi. Hjá þeim sjúklingum gæti sállæ- kning ásamt notkun herpingslosandi Iyfja og e.t.v. geðlyfja, verið rökrétt. Eru tengsl iðraólgu og geðeinkenna á annan veg en vísað er til hér á undan? Kann að vera að geðsjúkdómar eða einkenni þeirra komi í ljós eða myndist vegna lang- varandi bagandi sjúkdóms? Svarið er trúlega nei. Miðað við fjölda læknissamskipta er þessi sjúkdómur að jafn- aði ekki það bagandi. Um það bil helmingur sjúklinganna hafði einungis skráð ein sam- skipti við lækna sína vegna iðraólgu á sex ára tímabili. Aðeins 17% eiga ein samskipti eða fleiri á ári. Miðað við þessar upplýsingar er erfitt að fullyrða að almennt sé sjúkdómur- inn þrálátur, einungis helmingur sjúklingan- na virðast hafa þrálátan sjúkdóm. Hér hefur, eins og áður segir, verið litið fram hjá þeim hópi fólks sem kann að fá einkenni iðraólgu án þess að leita læknis, en lögð áhersla á þann hóp sem leitar til heim- ilislæknis. Bráðri iðraólgu má e.t.v. líkja við hinn gamalkunna glímuskjálfta eða önnur líkamleg einkenni fylgjandi tímabundnu andlegu álagi, sem kannski er háð áhrifum einhvers álagshormóns. Ef til vill er þráláta formið fremur sjúkdómur í vöðvum og/eða taugaboðun meltingarvegarins og því um tvo sjúkdóma að ræða. í Egilsstaðahópnum höfðu 40% sjúkling- anna skráð efri meltingarvegseinkenni, sem er eilítið lægra hlutfall en lýst er í athugun Watson og félaga (14). Þar höfðu 51% iðraólgusjúklinga slík einkenni, en 13% í viðmiðunarhópi og 13% sjúklinga með vef- ræna þarmasjúkdóma.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.