Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.1986, Side 30

Læknablaðið - 15.04.1986, Side 30
98 L/UKNABLAÐIÐ 1986; 72: 98 FUNDARGERÐ AÐALFUNDAR LÆKNAFÉLAGS REYKJAVÍKUR Aðalfundur Læknafélags Reykjavíkur var haldinn í Domus Medica miðvikudaginn 12. mars 1986. Kristján Baldvinsson, fráfarandi formaður L.R., setti fundinn og skipaði Hauk Þórðarson fundarstjóra og Halldór Jónsson fundarritara. Því næst var gengið til dagskrár. Formaður flutti ársskýrslu L.R. fyrir starfsárið 1985 til 1986. í upphafi minntist hann látinna félaga en fimm félagsmenn létust á árinu. Vottuðu fundarmenn minn- ingu þeirra virðingu sína með því að rísa úr sætum. Formaður rakti síðan efni skýrslun- nar sem dreift var fjölritaðri á fundinum ásamt reikningum félagsins. Ekki voru gerðar athugasemdir við skýrsluna en rædd nokkur atriði í samningi um sérfræðilækn- ishjálp frá 24. maí 1985. Svarað var fyrir- spurnum vegna hugsanlegra kaupa á orlofs- bústað við Hreðavatn og vegna mettaðs markaðs fyrir heimilislækna í Reykjavík og vandamála við endurnýjun i framtíðinni. Guðmundur I. Eyjólfsson, fráfarandi gjaldkeri, skýrði reikninga liðins starfsárs. Þeir voru síðan samþykktir athugasemda- laust. Friðrik Karlsson skýrði frá rekstri Domus Medica. Kjósa átti þrjá aðalmenn og þrjá meðstjórnendur til tveggja ára, tvo með- stjórnendur til eins árs og þrjá varamenn. Einugis lá fyrir tillaga stjórnar L.R. sem lögð var fram á fundi 19. febrúar 1986. Var tillaga stjórnar samþykkt. Aðalstjórn: Magni S. Jónsson formaður, Halldór Jónsson ritari, Atli Dagbjartsson gjaldkeri. Meðstjórnendur til tveggja ára: Haraldur Briem, Ólafur F. Mixa, Þorsteinn Gíslason, allir endurkjörnir. Meðstjórnendur til eins árs: Einar Stein- grimsson, Kjartan Örvar. Varamenn til eins árs: Eiríkur Jónsson, Ludvig A. Guðmundsson, Kristján Steins- son. Eftirtaldir læknar voru að tillögu stjórnar kjörnir fulltrúar L.R. á aðalfund L.í. sam- kvæmt félagslögum: Aðalfulltrúar: Jón H. Alfreðsson, Jón Níelsson, Kjartan Örvar, Ólafur F. Mixa, Ludvig A. Guðmundsson, Þórður Harðar- son, Tryggvi Ásmundsson. Varafulltrúar: Þorkell Bjarnason, Sig- urður Björnsson (onc.) Eiríkur Jónsson, Vigfús Magnússon, Þengill Oddsson, Hann- es Pétursson, Viðar Hjartarson. Stjórn félagsins tilnefnir síðan aðra sjö fulltrúa og varafulltrúa á fundinn. Kjósa átti tvo endurskoðendur og tvo til vara. Stungið var upp á sömu endurskoðend- um og fyrir voru, þ.e. Magnúsi Ólafs- syni og Þorgeiri Gestssyni og til vara Kjart- ani Pálssyni og Sigurði Sigurðssyni. Voru þeir allir endurkjörnir. Fráfarandi gjaldkeri lagði fram tillögu um óbreytt árgjald fyrir næsta starfsár, þ.e. 1.500 kr. Engar aðrar tillögur komu fram og var tillagan síðan samþykkt einróma. Fráfarandi formaður skýrði frá ákvörðun stjórnar um val tveggja nýrra heiðursfélaga L.R., þeirra Snorra Páls Snorrasonar og Þórarins Guðnasonar. Hann flutti síðan þakkir fráfarandi stjórnar til fyrrverandi og núverandi stjórnar L.Í., til framkvæmda- stjóra og starfsfólks L.R. og til Friðriks Karlssonar og starfsfólks D.M. Því næst tók til máls nýkjörinn formaður og þakkaði fyrrverandi stjórn gott starf. Var fundi síðan slitið. Fundinn sátu einungis sjö félagsmenn.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.