Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1986, Page 46

Læknablaðið - 15.04.1986, Page 46
106 LÆKNABLAÐIÐ músikalskur, og hafði enda lært til slíks og verið í tónlistarskóla hér heima jafnframt læknanáminu. A þessum tíma myndaðist traust ævilöng vinátta milli okkar þó að ekki yrðu samskipti okkar eins mikil síðar á ævinni og þessa fjóra mánuði, sem lestrarskorpan stóð yfir. Þegar að loknu 1. hluta prófi hófum við félagarnir samtímis verklegt nám á handlæknisdeild Landspítalans og kom þá í Ijós hvert krókur beygðist. Sigurður vann strax nótt og dag á spítalanum til þess að læra sem allra mest. Hann gerði sér þá þegar ljóst, að undirbún- ingurinn undir ævistarfið tæki langan tíma og gerði miklar kröfur, sem hann hlakkaði til að mæta. Sameiginlegir vinir okkar sænskir sögðu mér oft síðar af Sigurði og fádæma dugnaði hans og lagni við störf í Umeá. Hann var þar eins og hér hvers manns hugljúfi. Þrátt fyrir að áhugi Sigurðar væri að því er virtist allur á starfinu, hafði hann samt tíma til annarra iðkana og var mikill fagurkeri og fjölhæfur listamaður. Hann gat bæði spilað á hljóðfæri, samið lög og leikið ef svo bar undir. Hann hafði einnig mjög góðan smekk fyrir listmunum og voru margir sem dáðust að austurlenskum teppum hans, sem valin voru af mikilli kostgæfni. Sigurður var meðalmaður á hæð, nokkuð hnellinn, dálítið lotinn, en kvikur og kvikur í hreyfingum. Andlitssvipurinn var nokkuð ábúðarmikill, en þó glettinn og fjörlegur og þótti mér oft sem hann þyrfti að setja sig í stellingar til að sýna alvörusvip og ábyrgð. Hann var hlýr í viðmóti og hafði alltaf létt og vinsamleg orð á takteinum og greip oft til eigin gælunafna á vinum sínum. Framsetning hans var skýr og án málalenginga. Sigurður var skapmaður og vildi ekki láta gera á hlut sinn eða þess sem honum var kært, en kunni þó vel að stýra vagni sínum. Áhugi hans var mikill og vildi hann oft gleyma sér yfir áhugamálum sínum og gleymdi þá oft stað og stund og hefur þá vafalaust reynt á þolrifin í ýmsum. Sigurður var mikill lífi og starfi og ekki síður í einkalífi. Hann var giftur ágætri konu, Audrey Douglass, hjúkrunarfræðingi, sem lifir mann sinn. Við þekktumst lítið, en mér virtist hún hafa til að bera alla þá þolinmæði og umburðarlyndi sem þurfti til að stýra og styðja ofurhuga eins og Sigurði heitnum. Börn þeirra eru fimm, fjórar dætur og einn sonur. Mikill harmur er kveðinn að fjölskyldu og frændgarði Sigurðar, vinum hans og sam- starfsmönnum. En það er huggun harmi gegn, að minningin um góðan mann og lækni sem vildi láta gott af sér leiða og tókst það, lifir. Desember 1985 Tómas Helgason

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.