Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1986, Page 61

Læknablaðið - 15.04.1986, Page 61
LÆKNABLAÐIÐ 115 mistókst vegna meðfæddrar þrákelkni min- nar. Ekki er mitt að dæma um, hvernig sálarhjálp mín hefir tekist við geðsjúka, en hafi hún mistekist, verð ég að álíta að heil- brigt fólk og kristin kirkja hafi sloppið vel, að ég skyldi ekki »vertera«, eins og það hét í þá daga. Þetta leiðir hugann að framtíð ykkar, ungu læknar, sem nú komið vígreifir og baráttufúsir inn í margfalt stærri læ- knahóp, en nokkrir aðrir. Eruð þið að kasta lífi ykkar og námi á glæ með starfsvalinu? Ekki er ég með öllu því samþykkur. Flestir okkar fengust við lækningar sjúkdóma. Yk- kar bíður lítt plægður akur í varnarbaráttu gegn ókomnum sjúkdómum, heilsuvörnum, Leitið og þér munuð finna — verkefni. Leyfist mér léttara hjal? Tölvuspekingar segja okkur að þótt mannfjöldi þjóðarinnar vaxi, þá sé okkur frá vissu tölfræðilegu sjónarmiði að fækka, með öðrum orðum, fjölgunin gangi æ hægar nú. Við hljótum að spyrja. Er ekki þessi stærðfræðilega fækkun nýtt læknisfræðilegt vandamál? Þurfa ekki læknavísindi að grípa hér inní? Ný þörf fyrir nýja sérgrein? Vantar okkur ekki fjölgunar- lækna? Hugleiðingar um nýjar sérgreinar vekja margar spurningar. Áður fyrr féll þjóðin hrönnum saman úr ófeiti. Nú er okkur tjáð, að smjörhlaðarnir, kjötfjöllin og jafnvel mjólkurtjarnirnar séu að stráfella okkur úr offeiti. Þurfum við ekki fitulækna, grenn- ingarlækna, jafnvel róttækan hóp, svelti- lækna? Enn eru ótaldir möguleikar á nýjum sér- greinum. Áleitinn smitsjúkdómur ógnar nú þjóðinni, offjölgun ráðherra og nýgervinga, sem telja má aðstoðarráðherra. Það eitt að koma þessum mönnum sómasamlega á fjórum hjólum í vinnu og aftur heim er orðið fjárhagslegt vandamál. Hlustaði enginn á aðvörunarorð Jóns Helgasonar, prófessors, þegar hann hrópaði í örvæntingu úr land- suðri fyrir allmörgum árum: »Ráðherratalan á íslandi og Englandi er bráðum orðin hin sama«. Björn á Löngumýri hefir þegar lagt okkur til greininguna: »ráðherrasýki«. Hvar ætti læknisfræðilega verkefnið heima í sér- greinaflokknum, þessi skæði »morbus mini- steralis«? Líklega meðal geðlækninga. Ærinn starfi, en ekki öfundsverður, kæru stétt- arbræður. Leyfið mér að slá á annan léttan streng og jafnframt syndga sem snöggvast með framhjáhaldi í móðurmálinu. Ég verð að nota tvö lítil orð í enskri tungu, »naval«, sem Engilsaxar nota um það sem sjóhernum heyrir til, og »navel«, sem einfaldlega þýðir nafli á íslensku. Ung glóhæra sat hjá lækni í samsæti og spurði, vitanlega á eigin tungu: »Hvaða sérgrein stundið þér læknir?« Hann svaraði: »1 am a naval surgeon.« »Ó, nafla- skurðlæknir,» hrópaði glóhæran hrifin. »En hvað þið eruð orðnir sérhæfðir, lækn- arnir.« Er þetta framtíðarspá? Kemur sá dagur þegar nýbakaður naflasérfræðingur opnar stofu og inn kemur rjóð verðandi feg- urðardrottning og biður: »Sjáðu sæta nafl- ann minn læknir. Ætli hann verði ekki alveg í lagi?« En drögum nú til baka í land alvörunnar. Ár minnar kynslóðar hafa runnið ótrúlega hratt, þegar önnum kafinn og ánægður læknir lítur til baka yfir liðið æviskeið. Á stundu sem þessari er rétt og skylt að tjá þakkir fyrir að hafa fengið að fylla hóp göfugrar starfstéttar, í svona mörg ár, hérlendis og erlendis. Gáfaðrar og mennt- aðrar stéttar sem sækir á ystu mið, allra átta til aukinnar þekkingar og mannvits allra landa og alda. Þessi stétt hefur, auk sérstarfa sinna, einnig lagt stund á ritlist, hljómlist og listir forms og lita ásamt ýmsum öðr- um göfgandi áhugaefnum. Og síðast en ekki sist hefir stéttin átt ótrúlega marga meistara gamanseminnar, »húmorsins«, sem ekki er einungis pipar og salt andlegs lífs, heldur einnig laukur þess og lífsblóm. Ungu læknar. Má ég benda ykkur á það, að það er ekki svo slæmt, sem maður hyggur á yngri árum, að sigla á vit áttunda áratug- arins. Þar getur særinn einnig blikað, þótt í kvöldátt sé litið. Öll æviskeið hafa nokkuð til síns ágætis, hin efri öryggi reynslunnar, hlutleysi og æðruleysi gagnvart tískusveif- lum fjöldans og sérvisku einstaklinganna. Vitanlega safnar hver okkar nokkrum öldr- unarsjúkdómum eða öðrum kvellidragbítum, er á æviskeiðið líður, sumum slæmum, öðrum með vissa kosti þrátt fyrir ógn þeirra. Kosti, sem að líkindum gera siglinguna gegnum brimskaflinn, sem ég nefndi áðan með orðum Tennysons, skjóta. Guðmund- ur Oddsson, minn ágæti líflæknir og vinur, hefir aldrei sagt mér það með beinum orðum, en eigi að síður hygg ég, að við séum sammála um það, að kransæðin verði á und-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.