Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1986, Page 26

Læknablaðið - 15.10.1986, Page 26
258 LÆKNABLAÐIÐ ATHYGLI OG REIKNIGETA 5 ( ) DRAGIÐ 7 FRA 100, HÆTTIÐ EFTIR 5 FRÁDRÆTTI (93, 86, 79, 72, 65) 1 STIG FYRIR HVERT RÉTT. ELLEGAR STAFIÐ ORÐIÐ »VERND« AFTUR Á BAK. MINNI 3 ( ) SPYRJIÐ EFTIR HLUTUNUM 3. 1 STIG FYRIR HVERT RÉTT SVAR. MÁL 9 ( ) LÁTIÐ SJÚKLING NEFNA PENNA OG ÚR (2 STIG) ENDURTAKA EFTIR FARANDI »ENGIN EF OG EÐA EN« (1 STIG) FYGJA 3 LIÐA SKIPUN: TAKTU BRÉF í HÆGRI HENDI, BRJÓTTU ÞAÐ Í TVENNT OG SETTU ÞAÐ Á GÓLFIÐ. (3 STIG) LESTU OG FRAMKVÆMDU EFTIRFARANDI: LOKAÐU AUGUNUM (1 STIG) SKRIFAÐU SETNINGU. (1 STIG) LÍKTU EFTIR FYRIRMYND (1 STIG) _____________SAMTALS STIG KL: MAT Á MEÐVITUND___________________________________________ VAKANDI, SYFJAÐUR, SOFANDI, MEÐVITUNDARLAUS LEIÐBEININGAR UM NOTKUN MMS-PRÓFS TIL MATS Á GLÖPUM Áttun 1) Spyrjið eftir dagsetningunni í dag. Síðan sérstaklega eftir þeim atriðum varðandi áttun er sjúklingurinn nefndi ekki. Eitt stig fyrir hvert rétt svar. 2) Spyrjið, hvar erum við. Fáið fram 5 atriði (t.d. land, sýslu, borg, borgarhluta, götu, hús, spítala, deild, stofu). Næmi Segið sjúklingnum að þið ætlið að fá að prófa minni hans. Nefnið svo einhverja þrjá óskylda hluti, og biðjið sjúklinginn að hafa það eftir. Fyrsta tilraun ákveður hversu mörg stig sjúklingurinn fær (0-3). Látið sjúkling síðan læra þessi atriði með því að endurtaka þau uns hann getur haft þau öll yFir. Ef hann getur ekki haft þau yfir verður minnið ekki prófað. Athygli og reiknigeta Látið sjúklinginn draga 7 frá 100, 7 frá 93 o.s.frv. 5 sinnum (93, 86, 79, 72, 65). Skráið fjölda af réttum niðurstöðum. Ef sjúklingurinn vill eða getur ekki reiknað látið hann stafa orðið »VERND« aftur á bak. Eitt stig fyrir hvern staf á réttum stað. Minni Spyrjið eftir orðunum þremur, sem þið létuð sjúklinginn muna í kaflanum næmi. Mál (málskilningur) Nefnið: Sýnið sjúklingi penna og úr og biðjið hann um að segja hvað þetta er. Eitt stig fyrir hvorn hlut rétt nefndan. Endurtaka: Látið sjúkling hafa eftir orðaröð. Ein tilraun. Eitt stig ef rétt. Þriggja liða skipun: Eitt stig fyrir hvern lið rétt framkvæmdan (0-3 stig alls). Lestur: Látið sjúklinginn fá blað þar sem stendur með stórum stöfum »LOKAÐU AUGUNUM«. Biðjið sjúkling um að lesa og framkvæma setninguna. Eitt stig ef sjúklingurinn lokar augunum. Hjá syfjuðum sjúklingi má nota setninguna »LYFTU UPP HÆGRI HENDI« eða e-ð sem er betur viðeigandi. Skrift: Biðjið sjúkling um að skrifa setningu á blað. Sjúklingur verður að velja hana sjálfur og setningin verður að hafa sögn og nafnorð og vera skiljanleg. Afritun: Láttu sjúkling horfa á fimmhyrning í fáeinar sekúndur og biddu hann svo um að teikna fimmhyrninginn eftir minni (Benton Visual

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.