Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.1987, Qupperneq 21

Læknablaðið - 15.01.1987, Qupperneq 21
LÆKNABLAÐIÐ 1987; 73: 11-14 11 Kristján Þórðarson, Ingimundur Gíslason ARFGENGT SJÓNUROF Á ÍSLANDI ÚTDRÁTTUR Þetta er í fyrsta skipti sem fjallað er um tilvist þessa sjúkdóms á íslensku. Tilgangur með grein þessari er að kynna arfgengt sjónurof í íslenskri ætt hér á landi, og gera grein fyrir tilvist sjúkdómsins, þar sem auðvelt er að misgreina eða missa af greiningu ef útlit og einkenni eru ekki höfð í huga. Niðurstöður eru sambærilegar við erlendar rannsóknir. INNGANGUR Arfgengt sjónurof (juvenile retinoschisis) er fremur sjaldgæfur sjúkdómur. Höfundar hafa ekki fundið eldri heimildir en frá árinu 1932 (1, 2). Líklega var þessum sjúkdómi lýst fyrst 1913 (Pagenstecher HE: Uber eine unter dem Bilde der Netzhautablösung verlaufende erbliche Erkrankung der Retina. Graefe Arch Opthalmol 1913; 86: 457-62) en ekki hefur tekist að fá þessa grein. Allnokkrum tilfellum hefur verið lýst síðan, sérstaklega á árunum 1960 til 1970, flest frá Finnlandi (3-5), en þó einnig frá öðrum Iöndum (6-8). Það er nú í fyrsta skipti sem heilli ætt með þennan sjúkdóm er lýst hér á landi. Sjúkdómnum hefur áður verið Iýst hjá tveimur íslendingum (9), en ekki er vitað til að þeir tengist á nokkurn hátt þessari fjölskyldu sem hér er fjallað um. Nú er vitað að sjónurof erfist kynbundið og er víkjandi og kemur fram í sjónu við fæðingu eða á unga aldri. Sjónskerðing er oft mjög mikil í byrjun og fer vaxandi með aldrinum og nær oft hámarki um þrítugsaldur og versnar ekki eftir það. Sjúkdómseinkenni er minnkuð sjón, en útlit sjónu getur verið mjög breytilegt. í vefjasýnum kemur þetta fram þannig að sjónulög klofna. Það gerist aðallega í taugatrefjalaginu, þar sem smá blöðrur myndast. Síðan hrörnar þetta taugalag. Blöðrurnar geta runnið saman og jafnvel opnast inn í glerhlaupið (7, 10, 11). Frá augndeild St. Jósefsspítala, Landakoti. Barst 13/10/1986. Samþykkt 22/10/1986. SJÚKLINGAR OG AÐFERÐIR Fjallað er um arfgengt sjónurof hjá fjölskyldu af Vestfjörðum, og nær athugun þessi yfir fjóra ættliði hennar, í allt 102 einstaklinga. Vitað hefur verið um fjölskyldu þessa um árabil og einstaklingar innan hennar verið skoðaðir hjá ýmsum augnlæknum bæði hér og erlendis. Skoðaðir hafa verið 21 einstaklingur á augndeild Landakots og fengnar upplýsingar um sjö aðra fjölskyldumeðlimi frá öðrum augnlæknum. Við hverja skoðun einstaklinganna var athuguð sjónskerpa, sjónsvið, litaskyn (Ishihara), gerð augnspeglun, og smásjárskoðun augnbotns. Ef grunur lék á sjónurofi, þá voru augnbotnar myndaðir. Á ættartrénu sést að þetta líkist kynbundnum víkjandi erfðum. Konurnar bera genið, en sjúkdómurinn kemur fram á karlmönnunum. Vitað er að ættfaðirinn 1-2 sem fæddist 1890 sá illa alla ævi. Hann eignaðist 8 börn (fimm stúlkur og þrjá drengi). Sjúkdómurinn hefur verið greindur hjá einu eða fleiri börnum hverra fjögurra dætra hans. Sjónskerðingin er breytileg, bæði milli hægra og vinstra auga hvers einstaklings og eins milli einstaklinga. Sjónskerpa er á bilinu 6/12 og til þess að aðeins greinist handhreyfingar fyrir framan augað. Niðurstöður sjónsviðsmælinga voru sambærilegar við sjónurof í augnbotni einstaklinganna. Litaskyn var eðlilegt. III-5. 40 ára karlmaður. Ekki hefur verið unnt að skoða þennan sjúkling, þar sem hann býr erlendis. Vitað er að hann hefur augnbotnabreytingar sem svara til þessa sjúkdóms og einnig mikla sjónskerðingu. III-6. 38 ára karlmaður, sem hefur séð illa frá fæðingu. Sjón hans hefur farið versnandi með aldrinum en þó verið óbreytt síðustu árin.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.