Læknablaðið - 15.01.1987, Qupperneq 34
20
1987; 73: 20-2 LÆKNABLAÐIÐ
Sveinn Magnússon
SPÁ UM ATVINNUHORFUR FYRIR ÍSLENSKA
LÆKNA FRAM TIL ÁRSINS 2010
Erindi flutt á aðalfundi Læknafélags íslands á
Sauðárkróki 22.-23. ágúst 1986
Á vegum læknafélaga Norðurlandanna hefur frá
1976 starfað vinnuhópur undir heitinu
SNAPS-hópurinn (Samnordisk arbetsgrupp för
prognos och specialist utbildningsfrágor).
Vinnuhóp þessum hefur meðal annars verið ætlað
að vinna að reglulegum framtíðarspám um fjölda
lækna og atvinnuhorfur. Hafa nýjar spár verið
lagðar fyrir sameiginlega stjórnarfundi
læknafélaga Norðurlandanna sem haldnir eru
annað hvert ár. Síðasta skýrsla hópsins var lögð
fyrir samnorrænan stjórnarfund sem haldinn var
á Álandseyjum 16.-19. júní 1986 og voru þar með
í fyrsta skipti tölur fyrir ísland. Spáin nær 25 ár
fram í tímann eða fram til ársins 2010.
Samkvæmt læknatali voru í árslok 1985 starfandi
983 íslenskir læknar, þar af 693 starfandi á
íslandi og 290 erlendis. Skipting hópsins í kyn- og
aldursflokka sést á töflu I.
Út frá þessum fjölda var síðan áætluð fjölgun í
læknastétt. Eftirfarandi forsendur voru notaðar
við gerð þeirrar spár:
1. Áætlaður fjöldi útskrifaðra var 60 læknar
1986, 50 árin 1987 og 1988 en frá 1989 hafi
numerus clausus áhrif og upp frá því verði 36
útskrifaðir.
2. Áætlaður aldur við upphaf náms er 20 ár og
grunnmenntunin taki sex ár.
3. Eftirlaunaaldur verði óbreyttur við 70 ár.
4. Hlutur kvenna aukist í heildarfjölda og verði
30% af viðbótinni.
5. íslenskir læknanemar við nám erlendis verði
1-2 á ári.
6. 99,5% íslenskra lækna starfi áfram við störf
þar sem læknismenntunar er krafist.
7. Samnorrænar dánartölur voru notaðar, en
þær gera ráð fyrir að í þessum hópi látist fjórir
læknar árlega yngri en 70 ára.
Einnig var gert ráð fyrir að um svipaðan hóp
verði að ræða erlendis áfram, þ.e.a.s. um 300
læknar, umtalsverð stytting vinnutíma verði ekki
fram til ársins 2010. Að gefnum þessum
forsendum má sjá fjölda lækna fram til ársins
2010 á töflu II.
Erfitt er að áætla eftirspurn, þ.e.a.s.
stöðuaukningu á ári. í spánni er gert ráð fyrir að
stöðum fjölgi um 2,5% árlega sem telja verður
nokkuð bjartsýna áætlun. Samkvæmt því yrði
um talsvert offramboð að ræða á læknum, mest
um árið 1995 eða 150 læknar. Sjá töflu III.
Tafla I. fslenskir lœknar 31/12 1985.
Aldur Karlar Konur Alls Konur °7o
65-69 ................ 25 - 25
60-64 ................ 43 5 48 (10)
55-59 ................ 73 7 80 (9)
50-54 ................ 88 4 92 (4)
45-49................. 63 7 70 (10)
40-44 ................ 96 15 111 (14)
35-39 ............... 183 16 199 (8)
30-34................ 179 30 209 (14)
-29............... 109 40 149 (27)
Samtals 859 124 983 (13)
Tafla II. Spá fram til 2010. Starfandi lœknar á íslandi
yngri en 70 ára.
Ár Karlar Konur Alls Konur %
1985 ................. 610 75 685 (11)
1990 ................. 740 150 890 (17)
1995 ................. 820 205 1.025 (20)
2000 ................. 875 255 1.130 (23)
2005 ................. 910 305 1.215 (25)
2010 ................. 975 355 1.330 (27)
Gert er ráð fyrir 290 erlendis. Allir vinni fulla vinnu. Meiri háttar
stytting vinnu verði ekki.
Tafla III. Framboð á og eftirspurn eftir læknum á
fslandi fram til 2010.
Ár Framboð Eftirspurn Atvinnulausir
1985................. 685 685
1990................. 890 775 115
1995............... 1.025 875 150
2000............... 1.130 990 140
2005............... 1.215 1.120 95
2010............... 1.330 1.270 60