Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1987, Side 40

Læknablaðið - 15.01.1987, Side 40
24 LÆKNABLAÐIÐ tók ekki bestu munnlegu eða skriflegu prófin, fékk þó bókagjafir í viðurkenningarskyni fyrir frammistöðu í grunngreinum læknisfræðinnar og einnig fyrir rannsóknir og frumleika í meinafræði. Árið 1875 varð hann prófessor við McGill háskólann, um tíma í meinafræði og síðan í lyflæknisfræði. Þá kom vel í ljós, að ástundunarsemi hans var gífurleg, og sagði hann oft sjálfur síðar í lífinu, að hún væri eini hæfileiki sinn. Árið 1884 varð hann prófessor í lyflæknisfræði við háskóla Pennsylvaniu fylkis í Philadelphiu í Bandaríkjunum. Hann varð svo prófessor í lyflæknisfræði við John Hopkins spítala og læknaskóla í Baltimore 1889. Árið 1892 giftist hann Mrs. G.W. Gross, bandarískri læknisekkju, áður Miss Grace Revere frá Boston. Þeim fæddist sonur 1893, sem dó vikugamall. Aftur fæddist þeim sonur 1896, hann lifði, var skírður Edward Revere og var einkabarn þeirra hjóna, því fleiri börn eignuðust þau ekki. Árið 1904 varð Osler Regius prófessor þ.e. konunglegur prófessor í lyflæknisfræði við háskólann í Oxford á Englandi. Árið 1917 féll Revere sonur þeirra hjóna í fyrri heimsstyrjöldinni. Osler lést úr afleiðingum pneumoniu, empyema pleurae, árið 1919, sjötugur að aldri. Árið 1925 kom út ævisaga Oslers eftir Harvey Cushing, bandarískan heilaskurðlækni i Boston, langt ritverk, hátt í 1.400 blaðsíður, í tveimur bindum. Það var tileinkað læknanemum í þeirri von, að kynna mætti lífsviðhorf Oslers þeim, sem ekki höfðu þekkt hann og einnig til þess, að það gleymdist ekki að hann gerði læknanemum kleift að vinna við rúm sjúklinga á sjúkradeildum í Bandaríkjunum. Þar skrifaði frægur læknir bók um frægan lækni. Osler og Cushing höfðu náin samskipti í 23 ár og bjuggu hlið við hlið í nokkur ár í Baltimore. Þeir voru menn ólíkrar gerðar. Cushing var í eðli sínu rannsóknamaður og var persónulegt framlag hans til framgangs læknavísindanna miklu meira en Oslers. Hins vegar dáði Cushing hann og það voru hinir mannlegu eiginleikar Oslers, vitsmunir hans, ást hans á bókum og einstæð afkastageta hans, sem dró Cushing, sem var 20 árum yngri, að honum. Því gaf hann jáyrði sitt þegar í stað, þá er ekkja Oslers gaf honum kost á því að skrifa ævisögu hans. Nánar tiltekið á Osler erindi til læknanema nú á dögum, með því að hann sýnir, að hin erfiðu, jafnvel hrollvekjandi skeið í læknisnámi og læknisstarfi þurfa ekki að fæla menn frá því starfi eða vera þrúgandi, ef þau eru milduð af hinni víðtæku mannhyggju Oslers, ást hans á lífinu og ást hans á bókmenntum. Og ennfremur sýnir hann fram á, að það er vinna, sem skiptir höfuðmáli i læknisfræði. Það sem menn vita um Osler í seinni tíð, eru einna helst orð og setningar, sem hann hefir sagt og skrifað. Hann kallaði lungnabólgu vin gamla fólksins, og á það vart við lengur nema í fáum tilvikum. Osler líkti námi í læknisfræði við nám í siglingafræði og sagði: »Að læra um sjúkdóma af sjúklingum án bóka er eins og að sigla um sjó, sem ekki hefir verið kortlagður, en að læra um sjúkdóma af bókum án sjúklinga er eins og að fara alls ekki á sjó.« Hann ráðlagði stúdentum sínum, að lifa á líðandi degi. »Lifðu í dagþéttum hólfum«, sagði hann. »Gerðu dagsverk þitt í dag. Byrði morgundagsins, sú sem bætist við byrði gærdagsins og er borin í dag, er svo þung, að hún sligar hina styrkustu menn.« Osler áleit, að aðalhlutverk okkar væri ekki að greina það sem væri óljóst í fjarlægri framtíð heldur gera það sem væri augljóslega hendi næst og ljúka því. Með því móti mætti draga úr áhyggjum vegna þess ókomna og iðrun þess liðna. í öðru ávarpi til læknanema sagði Osler: »Ég ætla að tala við ykkur um lykilorð í lífi og læknisfræði. Lykilorðið gefur hinum ungu von, hinum miðaldra sjálfstraust, hinum öldruðu rósemi hugarins. Það opnar allar dyr, það er hinn mikli jafnandi í heiminum, hinn sanni steinn heimspekingsins, sá er breytir grjóti í gull. Það er smyrsl meidds hugar, huggun hinna syrgjandi. Það er ábyrgt fyrir öllum framförum og framgangi í læknisfræði í 25 aldir. Lykilorðið í læknisfræði er vinna. Hún gerir hinn trega mann meðal ykkar skýran, hinn skýra stúdent snjallan, hinn snjalla stöðugan«. Gunnar Gunnarsson orðaði svipaða hugsun á þessa leið: »Ástundunin býr yfir undramætti.« Og kunnara en frá megi segja er þýska orðtakið: »Die líbung macht den Meister.« Og nútíma heilavísindamenn spyrja: »Er mannsheilinn því hæfara, því undursamlegra líffæri, því meira sem það er notað?« Osler taldi, að ekkert meiri háttar verk væri hægt að leysa af hendi án þrautseigju og úthalds í markmiði, án linnulausrar marksækni. Hann taldi að maðurinn væri í eðli sínu holdgun eða persónugervingur iðjuleysis og tregðu. Það væri í rauninni sjaldgæft, að fyrirhitta einstakling, sem leitaði í elju eins og aðrir leituðu í skemmtanir. Flestir okkar verða að glíma af öllu afli við hinn upprunalega Adam í eðli okkar og veitist ekki auðvelt að forsmá stundir afþreyingar og lifa þess í stað daga, sem eru fullir iðju og erfiðis. í einu

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.