Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.1987, Page 42

Læknablaðið - 15.01.1987, Page 42
26 LÆKNABLAÐIÐ leið. Fyrirbæri sjúkdóma verður að skrá jafn harðan og þau birtast læknanemanum og læknisfræði þarf að læra af reynslu við sjúkrarúmið ekki síður en í kennslustofum, fundarherbergjum og af bókum. Hann vildi að grafskrift sín yrði á þessa leið: »Hann kom með stúdenta inn að sjúkrarúmunum.« Osler þótti skemmtilegra að kenna við rúmstokkinn en að flytja fræðsluerindi. Hann hafði engu að síður mikla trú á þýðingu læknafunda, málþinga og fræðsluerinda einkum til að þurrka ryk af heilanum. Hann kvað lækna vera kunnáttumenn, tæki þeirra væru bækur, mánaðar- og vikurit í læknisfræði og án þeirra hrörnaði læknirinn niður i lyfseðlamann, ekki einungis i læknisstarfi, heldur einnig í viðskiptaháttum og viðhorfum sínum. Hann sagði læknastúdentum, að endrum og sinnum væri besti hlutinn í starfi læknisins ekki fólginn í rannsóknum, lyfjagjöfum og meðferð heldur áhrifum hins styrka á hinn veika, hins réttláta á hinn rangláta, hins visa á hinn kjánalega. Raunar ber þá að hafa í huga hversu máttvana læknisfræðin var á hans tímum. Hann kvað læknisfræðina list, ekki viðskipti, köllun, ekki kaupsýslu, köllun sem reyndi jafnt á höfuð og hjarta. Hann virtist vera þeirrar skoðunar, að heppilegast væri að lækninum væri hvorki gefin auðlegð né fátækt, en veittur þeirra deildur verður. Kynslóðabilið skipti Osler ekki miklu máli. í öllum mannlegum samskiptum hafði hann þá víðtæku eðlisávísun, sem gerði honum kleift að segja réttu hlutina við yngsta stúdentinn og elsta kennarann. í hvert skipti var hann alltaf andlega jafn gamall þeim, sem hann ræddi við og talaði aldrei niður til eins eða upp til annars en setti sig ætíð í spor viðmælanda síns og sjónarmiða hans og fékk raunverulegan áhuga á þeim hlutum, sem athygli viðmælandans beindist að hverju sinni. Eins og mörgum öðrum var Osler fullljóst, að þekking og mannvit, kunnátta og dómgreind, máttur og þroski eru sitt hvað, en það misræmi er, eins og alkunna er, ógn og háski mannbyggðarinnar á kjarnorkuöld. Hann sagði aldrei að vinna gerði menn vitra. Hann vitnaði oftsinnis í þessi orð breska Ijóðskáldsins Williams Cowpers, sem lifði á árunum 1731-1800: »Þekking og mannvit eru fjarri því að vera eitt og hið sama og hafa oftlega ekkert samband. Þekkingin býr í höfðum, sem eru full af hugsunum annarra manna, mannvit dvelur í höfðum, sem gefa gaum að eigin hugsunum. Þekkingin stærir sig af að hafa lært mikið, mannvitið er auðmjúkt af því að það veit ekki meira en raun er á.« C. P. Snow, breski rithöfundurinn, hefur skilgreint dómgreind sem hæfni til að hafa mörg atriði í huga i einu í innbyrðis samhengi þeirra, tengdu eða afstæðu mikilvægi þeirra og afleiðingum. Höfundur Hávamála virðist líta á mannvit sem meðfæddan eiginleika. Sennilega renna stoðum undir mannvit eðlisávísun, tilfinning, víðsýni, hlutfallsskyn, íhygli. Osler lagði mikið upp úr jafnlyndi, kvað það ekki síður nauðsynlegt í meðbyr en mótvindi, svo og glaðlyndi og rósemi hugarins. Jafnlyndi er heiti á einu ritgerðasafni hans. Jafnlyndi Oslers var lítt bifanlegt. Hann setti sig aldrei úr færi að segja örvandi orð við þá sem hann átti samskipti við. Ekkert haggaði hinni óviðjafnanlegu lund hans. Hann áleit, að hægt væri að kæfa eigin reyk hið innra með sér, hagnýta sér gjöf þagnar og sáttar og umbera minni háttar skapraunir með jafnaðargeði. Þá var það þáttur í skapgerð hans, að honum var annt um, að aðrir fremur en hann sjálfur fengju heiðurinn af því sem vel var gert. Sá eiginleiki er sem betur fer ekki einstæður en nægilega sjaldgæfur til að skýra að nokkru leyti, hversu vel Osler farnaðist í mannlegum samskiptum. Mannhylli naut hann, svo að með fágætum var. Kennslu- og handbók Oslers í Iyflæknisfræði kom fyrst út 1892. Hún var hans magnum opus, hét »Frumatriði og iðkun læknisfræði« og var stór bók. Stíllinn á henni var bókmenntalegur og var bókin mjög læsileg og auðveld aflestrar. Algengustu sjúkdómar þess fólks, sem var ungt og miðaldra, voru sýkingar. Lækningar voru þá, eins og áður sagði, engar tilkomnar, að heita mátti. Læknar gátu greint sjúkdóma, sagt sjúklingum oftast nær frá eðli veikinda og horfum, veitt þeim ýmist von og trú á bata eða linað vanlíðan og þjáningar og séð þeim fyrir aðhlynningu eða hjúkrun. Leikmaður í starfsliði Johns D. Rockefellers eldri las bókina alla frá orði til orðs og átti þátt í þvi, að Rockefeller feðgar beindu fjármagni Rockefeller stofnunarinnar til rannsókna í læknisfræði. Osler taldi, að ekkert væri undursamlegra í lífinu en trúin, hin mikla lyftistöng í tilverunni, hið mikla hreyfiafl, sem við getum hvorki vegið, mælt eða prófað. Ótæmandi fjársjóðir trúar væru enn fyrir hendi. Með þeim mætti byggja musteri, kirkjur, kapellur, helgiskrín. Ótölulegar

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.