Læknablaðið - 15.01.1987, Síða 47
LÆKNABLAÐIÐ
31
lögunum frá 1973 var og kveðið á um að
landsbyggðin skyldi hafa forgang um þessar
framkvæmdir og Reykjavík látin bíða með tilliti
til þeirra vandræða, sem þá ríktu í
heilbrigðismálum landsbyggðarinnar. Um þessa
stefnu hygg ég að hafi ríkt veruleg, bæði fagleg og
pólitísk eining. Menn hafa hins vegar deilt um
hvernig staðið hefur verið að framkvæmdinni og
margir talið að ná hefði mátt sama árangri með
minni tilkostnaði en það er önnur saga.
Mér er spurn, er þetta stefnan, sem kollegar mínir
eru að gagnrýna? Ber þessi stefna vitni um
»þekkingarleysi stjórnmálamanna, bæði á
Alþingi og í sveitarstjórnum»?
ÁSTANDIÐ 1 REYKJAVÍK
Og hvernig skyldi nú ástandið vera í Reykjavík,
en það virðist valda aðstoðarlandlækni,
borgarlækni og héraðslækni Austfirðinga
miklum áhyggjum?
í ágúst 1985 skilaði nefnd á vegum
heilbrigðisráðherra áliti um fyrirkomulag
heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu. Formaður
nefndarinnar var Davíð Gunnarsson, þá
aðstoðarmaður ráðherra. í skýrslunni er úttekt á
þessari starfsemi eins og hún er í dag. Þar kemur
í ljós, að heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu er
mjög víðtæk nú þegar. í skýrslunni er nefnd
margs konar starfsemi. Heimilislæknar,
heilsugæslustöðvar, heilsuverndarstöðvar
(berkla-, kynsjúkdóma-, áfengis-, tóbaks-,
fíkniefna- og ónæmisvarnir), læknavakt um
kvöld og helgar, slysavarðstofa opin allan
sólarhringinn, neyðarsjúkrabílar, skyndivaktir
barnadeilda Landspítala og Landakots,
göngudeildir sjúkrahúsa, öldrunarþjónusta,
röntgendeildir, rannsóknastofur,
sjúkraþjálfunarstöðvar, Krabbameinsfélag
íslands, Hjartavernd, gigtlækningarstöð
Gigtarfélagsins, sjálfstætt starfandi sérfræðingar,
lyfjaverslanir, tannlæknar o.fl.
Þannig eiga Reykvíkingar kost á mjög fjölbreyttri
þjónustu allan sólarhringinn alla daga ársins. Ég
dreg raunar í efa, að nokkur borg af svipaðri
stærð, hvar sem er í veröldinni, bjóði upp á
verulega betri þjónustu og má raunar bæta
landsbyggðinni við.
Og hvað segja neytendur þjónustunnar? Þar er
ekki hægt að vitna í annað en könnun á
heilbrigðisþjónustu, sem gerð var á vegum
landlæknisembættisins í febrúar 1985, þar sem
hátt í 90% aðspurðra telja framkvæmd
heilbrigðisþjónustunnar góða eða mjög góða og
aðeins um 8% að henni sé ábótavant.
HEILSUGÆSLA í REYKJAVÍK
En þarf þá enga heilsugæslu í Reykjavík? Jú, svo
sannarlega. Uppbygging þeirrar þjónustu hlýtur
samt að taka mið af þeim sérstöku aðstæðum,
sem fyrir hendi eru í Reykjavík og nefndar hafa
verið hér að framan. Það hlýtur að vera annað að
byggja upp þjónustu á þéttbýlissvæðinu hér en
t.d. á Egilsstöðum þar sem heilsugæslustöðin er
eina heilbrigðisstofnunin á svæðinu.
En hvernig á þá að byggja þessa þjónustu upp?
Það er skoðun mín að lögin frá 1973 hafi beinlínis
komið í veg fyrir að hægt hefði verið að koma
málum í gott horf. Það er raunar fáránlegt að
Reykvíkingar hafa setið með hendur í skauti öll
þessi ár og beðið eftir aðgerðum ríkisvaldsins.
Undirritaður er formaður heilbrigðisnefndar
Sjálfstæðisflokksins. Lausnir þessara mála hafa
verið mikið ræddar á þeim vettvangi.
Landsfundur flokksins hefur m.a. ályktað
eftirfarandi: »Kostir einkareksturs í
heilbrigðisþjónustunni verði betur nýttir. Stuðla
verður að einkarekstri og viðgangi
sjálfseignarstofnana þar sem því verður við
komið og leggja ber niður þá starfsemi ríkisins á
þessu sviði, sem betur er komin í höndum
einstaklinga og félaga. Þetta verður að hafa í
huga í uppbyggingu heilsugæslu í þéttbýli, sem nú
stendur fyrir dyrum«.
í samræmi við þessa skoðun gerði nefndin
tillögur um framkvæmdina:
1. Sjúklingar hafi um það frjálst val hvert þeir
leita.
2. Bæjarfélögin sjálf sjái um fyrirkomulag
þjónustunnar hvert á sínum stað.
3. Greiðsla þjónustunnar komi í gegnum
tryggingakerfið en hlutur sjúklinga verði aukinn
og getur verið mismunandi mikill eftir tegund
þjónustu.
4. Heimilislæknar sjái sjálfir um rekstur sinnar
starfsemi. Verði við það miðað að 3-5 læknar
sameinist um rekstur og verði þeim gert kleift að
útvega sér viðunandi húsnæði og aðstöðu.
Ennfremur geti þeir ráðið aðstoðarfólk þ.á m.
hjúkrunarfræðing og ritara.
5. Fólk velji sér heimilislækni, verði við það
miðað að 1750-2000 manns komi á hvern lækni.
6. Litið verði á heimilislækna sem sérfræðinga og