Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 8
76 LÆKNABLAÐIÐ stera, en sú aukning gat ekki skýrt östríól gildin sem fundust í þessu tilviki. Barksterar geta lækkað östríól verulega með áhrifum á nýrnahettustarfsemi fósturs og móður, en konan tók engin slík lyf. Þá geta mjög lág östriól bent til þess að fóstrið vanti eða hafi illa starfhæfar nýrnahettur. í þessu tilviki gáfu magn og tegundir forstigsefna ekki tilefni til að ætla að um slíkt væri að ræða. Ýmsar aðferðir hafa verið notaðar til að greina SSF fyrir fæðingu. Algengast hefur verið að nota óbeint próf, sem felst í því að móður er gefið DHA-súlfat. Síðan er athugað hvort östríólþéttni eykst í móður. Skorti súlfatasa gerist það ekki (1,4,14). Einnig má rækta fósturhúðfrumur úr legvatnssýni og mæla virkni súlfatasa í þeim. Einfaldast er hins vegar að mæla útskilnað forstigsefna östríóls í þvagi móður, eins og hér var gert. Greininguna þarf að staðfesta endanlega með mælingu á virkni hvatans í fylgju. Við grun um ichtyosis má staðfesta súlfatasaskort með mælingu á hvatavirkni í húðfrumum eða hvítum blóðkornum. Þrátt fyrir verulega skerðingu á östrogen-myndun í líkamanum virðast bæði meðganga og fósturþroski í þungun með SSF vera eðlileg. Talið hefur verið að afbrigðilegar fæðingar væru algengari hjá konunum (1, 2, 15), meðgöngur lengri og keisaraskurðir tíðari (1). Bandvefur í leghálsi mýkist ekki þegar östrogen skortir og leg svarar verr hríðarörvandi lyfjum vegna þess að östrogen hvetja myndun viðtaka fyrir oxýtócín í legi (16). Nýrri athuganir draga þó í efa að fæðingar gangi verr í þungun með SSF (9). Afturvirk athugun á 50 körlum með ichtyosis og lága súlfatasavirkni i hvítum blóðkornum, sýndi að fæðing yfir 90% þeirra hafði verið eðlileg (9). Kona sú sem hér er greint frá og hafði líklega SSF í tveim og jafnvel þrem meðgöngum fæddi alla syni sína á eðlilegan hátt. Á meðgöngu koma um 10% östrógenaefna frá móður og myndast í lifur, eggjastokkum og nýrnahettum hennar. Þetta magn hefur verið nægilegt hjá þessari konu til að tryggja eðlilegan gang fæðingar, auk þess sem östríól gildin voru hærri en oft sést hjá konum með SSF. Útskilnaður östriólforstigsefna í þvagi er mjög breytilegur, bæði í meðgöngu með SSF sem og öðrum. Aldrei verður þó skörun milli hópanna enda fer útskilnaður forstigsefnanna í eðlilegum meðgöngum ekki yfir 1 mg á sólarhring, en í meðgöngu með SSF er útskilnaður alltaf yfir 1 mg, allt upp í 16 mg a sólarhring (1). í eðlilegri þungun er magn östríólforstigsefna í legvatni og naflastrengsblóði afar breytilegt (há meðalfrávik) og í legvatni skarast gildin við þau sem finnast í þungun með SSF (1). Hjá þessari konu voru forstigsefnin sem mældust í þvagi hækkuð, allt frá tíföldu magni upp í þrjátíuogfimmfalt (taflan). Er það sambærilegt við það sem aðrir hafa fundið (1,9), að frátöldu 16-oxoandrostendíóli, sem var mun hærra. Sama efni fannst einnig í óvenjumiklu magni í naflastrengsblóði eða þrjátíuföld hækkun umfram það sem finnst í eðlilegri þungun, meðan önnur forstigsefni voru 1,5-4 sinnum hærri. Magn efnisins í legvatni var hins vegar jafnmikið og í þungun án SSF. Aðrir sem rannsakað hafa SSF hafa ekki lýst þessum mun. Viðhlítandi skýringu höfum við ekki. Eins og fram kemur í sjúkrasögu fundust ekki önnur tilfelli af SSF í fjölskyldunni. Verður þvi að álykta að um stökkbreytingu sé að ræða hjá móðurinni. Tengsl SSF við aðra sjúkdóma en hreisturveiki í börnum eru ekki fullkönnuð. Taylor fann að þessir drengir eru léttari en önnur sveinbörn við fæðingu (1). Aðrir hafa bent á tengsl SSF við cryptorchismus og krabbamein í eistum síðar á ævinni (17). Rétt greining SSF á meðgöngu hefur gildi fyrir móður og barn eins og sást í þessu tilfelli, þar sem komið var í veg fyrir ótimabæra gangsetningu fæðingar. Þá hefur greiningin gildi fyrir barnið, þar sem vitað er að það fær hreisturveiki, sem tryggir viðeigandi meðferð við þeim sjúkdómi. Loks hefur greiningin gildi vegna síðari þungana þessara kvenna. ÞAKKARORÐ Við þökkum Dr. Norman F. Taylor, Ph.D., Steroid Subdivision, Division of Clinical Chemistry, Clinical Research Centre, Watford Road, Harrow, Middlesex, Englandi, fyrir framkvæmd mælinganna. SUMMARY The first case of placental sulphatase deficiency (PSD) in Iceland is reported. The patient was 29 years old, in her third pregnancy. Serum oestriol was found to be extremely low and feto-placental insufficiency was suspected. All other investigations suggested normal fetal growth and a healthy fetus. A 24-hour urine collection was obtained and oestrogen precursors measured by gas-chromatography. Precursor substances were present in an excess of 10 to 35 times the amount found in normal pregnancy. Following vaginal delivery of a healthy male infant, sulphatase activity was measured in the placenta and found to be deficient.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.