Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 81 tilvikum og engin sjónskekkjuleiðrétting. Ef styrkleiki þessara gleraugna er fyrst borinn saman við sjónlag í núverandi rannsókn og mismunur <0,75D talinn útiloka notkun staðlaðra lesgleraugna, þá kemur í ljós að 32,1% einstaklinga geta ekki notað þessi gleraugu og er þetta sama niðurstaða og hjá Fledelius (8). Við þetta bætast þeir, sem ekki fá umgerðir með réttu bili milli ljósopa augna, en upplýsingar þar að lútandi fengust ekki í versluninni og var fólki ráðlagt að prófa sjálft. Við mælingar staðlaðra umgjarða reyndist vanta stærðir fyrir þá, sem styst bil hafa á milli ljósopa, þannig að 14,2% skoðaðra fá ekki umgjarðir við hæfi. Ýmsir höfðu því valið of víðar umgjarðir og því miðpunkt sjónglers of utarlega, en slíkt veldur gjarnan augnþreytu og höfuðverk. Auk heldur var fjarlægð frá miðju umgjarðar til miðpunkts glers stundum jöfn til beggja hliða, en allt að 3 mm mismunur milli miðpunkts hægra og vinstra sjónglers mældist svo og hæðarmismunur. Sjóntækjafræðingar hafa í nágrannalöndunum sinnt gleráugnamátun að vissu marki, en auk heldur rekið eigin gleraugnaverslanir í ýmsum tilvikum. Aðalkvartanir viðskiptavina vegna slíks fyrirkomulags eru hátt verð annars vegar og að gleraugnanotkun sé ráðlögð og gleraugu seld mun oftar en ástæða er til hins vegar (11,12). Þannig reyndist í síðari rannsókninni (12) rúmlega þriðji hver einstaklingur með gleraugu ekki hafa þörf fyrir þau. Á fyrrnefnda atriðið verður ekki lagður dómur, en síðarnefnda atriðið á ekki við á íslandi, þar sem ráðleggingar og mælingar styrkleika nýrra gleraugna eru samkvæmt lögum alfarið í höndum augnlækna, en sala í höndum annarra aðila. Ljóst er að byrji sjúklingur á að prófa mismunandi gleraugu á eigin vegum vegna sjóndepru, líður lengri tími þar til raunverulegur kvilli finnst, heldur en þegar hann leitar strax til augnlæknis. Getur það seinkað meðferð og gert árangur hennar lakari. Sé gleraugnamátun eingöngu í höndum augnlækna finnst gláka snemma (13) og reynist þá í flestum tilfellum auðvelt að halda henni í skefjum. Sjónuskemmdir af völdum sykursýki finnast þá einnig snemma og hægt að meðhöndla þær með leysi, ef með þarf. Meiriháttar aðgerðir, svo sem glerhlaupsaðgerðir yrðu þá óþarfar og draga myndi úr blindu. Göt á sjónu með byrjandi sjónulosi og skemmdir á miðgróf sjónu finnast snemma í flestum tilfellum við augnskoðun og því er mögulegt að meðhöndla hvorutveggja með leysigeislum, það fyrra til að gera stærri aðgerð og sjúkrahúsdvöl óþarfa, það síðarnefnda til að draga úr algengi þessarar langalgengustu blinduorsakar á íslandi (14). Einnig finnst stundum hár blóðþrýstingur vegna breytinga á æðum sjónu og sjaldnar rýrnun í sjóntaug t.d. vegna heilaæxlis. í þeim löndum, þar sem augnlæknar skoða ekki alla sjúklinga sem þurfa á gleraugum að halda, hefur verið reynt að finna þessa kvilla með skipulögðum könnunum augnlækna (15). Ljóst er að sú aðferð er hvorki eins yfirgripsmikil né eins árangursrík og sá háttur sem hafður er á hér á landi. Stöðluð lesgleraugu valda ekki beint varanlegum skaða sjónar, en gætu gert það óbeint, ef við fórnum því eftirliti sem nú er. Við yrðum þá að koma á öðru eftirliti eða sætta okkur aftur við aukna tíðni sjónskerðingar og blindu. Af ofannefndu er ljóst, að ódýr stöðluð lesgleraugu eru ekki endilega sama og sparnaður fyrir einstaklinga né þjóðfélagið. Niðurstöður núverandi könnunar benda til þess, að stöðluð lesgleraugu séu spor afturábak vegna þess að í allt Number of persons 400 0.5D 0.75-1.0D1.25-1,5D 1.75-2.0D 2.25-3.0D 2:3.25 Astigmatism in diopters (D) (n = 536) Fig. 3. Astigmatism in diopters (D) (n=536) Anisometropy in diopters (n = 152) Fig. 4. Anisometropy in diopters (n = 152)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.