Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 47
LÆKNABLAÐIÐ 103 bæklunarlæknar reynt að samræma tækjakaup, og geta fengið lánuð áhöld til skurðlækninga þvers og kruss um landið. Vanti Borgarspítala nagla númer 4 og FSA númer 3, þá skiptast læknar á þessu þegjandi og hljóðalaust. Áhöld frá Borgarspítala sem kosta milljónir hafa verið lánuð til FSA og ekki þurft að borga annað en flutningsgjöld og tryggingar. Önnur áhöld frá FSA hafa verið í láni á öðrum sjúkrahúsum mánuðum og misserum saman, vegna þess að þar voru sjúklingar sem þurftu mest á þeim að halda. í framtíðinni kvaðst Halldór sjá fyrir sér fullvaxna bæklunardeild, að minnsta kosti helmingi stærri en þá 13 rúma deild sem nú er. Bæklunardeildin starfar í samvinnu við endurhæfingarstaði utan sjúkrahússins, sérstaklega varðandi tvo hópa sjúklinga. Annars vegar er um að ræða sjúklinga með liðagigt í mörgum liðum sem þurfa mikillar umönnunnar við og hins vegar gamalmenni. Endurhæfing gamalmenna, eða það að forða þeim frá því að verða öryrkjar fyrir tímann, er oft fólgin í skurðaðgerðum hvort sem það er út af sliti eða slysum. Endurhæfing gamalmenna er ekki til að lagfæra málin í eitt skipti fyrir öll heldur til að uppfylla þær skyldur sem felast í lögum um málefni aldraðra, það er að gera gömlu fólki kleift að geta búið sem lengst heima hjá sér og jafnframt átt kost á eðlilegri hjálp og aðstoð stofnana. FSA hefur ekki sérstaka endurhæfingardeild ennþá, né yfirlækni í þeirri grein. Sjúkraþjálfarar eru einnig of fáir og nokkuð skortir á aðstöðu fyrir þá. Bjarni Rafnar yfirlœknir á kvensjúkdómadeild og Þorkell Guðbrandsson yfirlœknir á lyflækningadeild Geðdeild: Sigmundur Sigfússon yfirlæknir á geðdeild, kvað það hafa vakið athygli sína á þessum fyrstu starfsmisserum, hve mikil samstaða ríkti um forgangsröð verkefna. Nú er móttökudeild geðdeildar lokið og það er algjör samstaða meðal lækna um að næsta stórverkefni skuli vera að ljúka röntgendeild. Það er gífurlega mikilvægt að fjárveiting fáist til að ljúka henni á næstu tveimur eða þremur árum. Geðdeildin nýja, sem er tíu rúma bráðageðdeild, var tekin í notkun fyrir þremur mánuðum og síðan hafa 15-20 sjúklingar verið útskrifaðir á mánuði. Þessi nýja geðdeild átti sér nokkurn aðdraganda. Geðdeild hefur verið starfrækt við FSA frá 1973. Fyrst undir handarjaðri lyflækningadeildar en árshlé varð á þeirri þjónustu frá 1983 til 1984. Núna er verið að byrja af endurnýjuðum krafti og töluverðum hug. Deildin fékk nær allar umbeðnar stöðuheimildir og árið 1985 fór nálega allt framkvæmdafé sjúkrahússins í að innrétta þessa nýju geðdeild. Deildin sinnir fleirum en bráðveikum sjúklingum. Ráðgjöf er veitt á öðrum deildum sjúkrahússins og á Heilsugæslustöðinni. Svolítil endurhæfing er stunduð á vegum deildarinnar og lýsti Sigmundur sérstakri ánægju með aðstöðu til iðjuþjálfunar sem er að Skólastíg 7. Áður var geðdeildin starfrækt í því húsnæði og gat tekið við sjö sjúklingum. Á geðdeild er brýnast að byggja upp þjónustu fyrir fólk með langvinna geðsjúkdóma. Slíkir sjúklingar skipta tugum ef ekki hundruðum á starfssvæðinu. Þar er þörf fyrir bæði meðferð og endurhæfingu. Þetta er verkefni sem tekur mörg ár að þróa. Ef vel ætti að vera þyrfti að vera lítil langlegudeild fyrir geðsjúklinga við sjúkrahúsið þar sem fram færi virk meðferð og endurhæfing í tengslum við þá iðjuþjálfunaraðstöðu sem bráðageðdeildin nýtur. Ennfremur er brýnt að fá barnageðdeild við sjúkrahúsið. Sigmundur benti á, að til þess að rækja sérgreinar á sjúkrahúsinu þyrftu að vera að minnsta kosti tveir sérfræðingar í hverri grein á staðnum. Þetta á við um geðlækningar engu síður en aðar sérgreinar. Svæfinga- og gjörgæsludeild tók til starfa i nýju húsnæði í október 1982. Sigurður K. Pétursson yfirlæknir á svæfinga- og gjörgæsludeild, sagði gjörgæsludeildina einu deild sinnar tegundar hér á landi sem er starfrækt í húsnæði sem er sérstaklega hannað og byggt til gjörgæslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.