Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 32
90 LÆKNABLAÐIÐ megin en i 60,3% tilvika hægra megin. Þetta er ekki marktækur munur (x2 test). Tafla VII sýnir skiptinguna milli vinstra og hægra lunga. Könnuð voru einkenni við sjálfkrafa loftbrjósti, þar sem ekki var þekktur lungnasjúkdómur. Algengasta einkennið reyndist vera verkur. Tafla VIII sýnir skiptinguna eftir einkennum. Athugað var, hversu lengi einkenni höfðu staðið fyrir greininguna hjá sjúklingum með loftbrjóst af óþekktum orsökum í fyrsta skipti. Meðal tímalengd einkenna voru 4,8 dagar, en stysti tíminn voru tvær klukkustundir og lengsti tíminn 60 dagar. Þegar einkenni höfðu staðið lengi, var ekki greint á milli þess, hvort um ranga sjúkdómsgreiningu væri að ræða, eða hvort það var vegna þess, að sjúklingur leitaði ekki læknis fyrr. Upplýsingar vantaði um þrjá sjúklinga. Stærð samfalls var athugað hjá sjúklingum með loftbrjóst af óþekktum orsökum og var stuðst við lýsingar á röntgenmyndasvörum. Skipt var í þrjá flokka eftir stærð. Tafla IX sýnir þessa skiptingu. Tafla X sýnir hvað gert var við sjúklingana, þ.e. hvaða aðferðum var beitt. Reynd var þvinguð útöndun (exsufflation) hjá öðrum sjúklingi en þeim sem tekinn er í töflunni, en það dugði ekki til og hann þurfti siðar kera og sogmeðferð. Aðgerðir þurfti að gera hjá tíu sjúklingum með loftbrjóst af óþekktum orsökum í fyrsta skipti og var það í öllum tilfellum nema einu, vegna áframhaldandi loftleka og hjá þessum eina sást stór blöðrumyndun (bullae) á röntgenmynd. Engin meðferð var skráð hjá tveimur sjúklingum, en það voru sjúklingar með þekktan lungnasjúkdóm. Annar var með lungnakrabbamein á háu stigi, og dó sá sólarhring eftir greiningu, hinn hafði lungnaþan og kom inn í svæsinni öndunarbilun og dó þremur klukkustundum eftir komu. Virðist greiningin í því tilviki hafa verið gerð að sjúklingi látnum. Tafla XI sýnir meðferð á sjúklingum sem komu á Landspítalann með endurtekin loftbrjóst. Alls var um 24 skipti að ræða, en í töflunni er einungis sýnd meðferð tuttugu og eins sjúklings, því nokkrir sjúklinganna höfðu sögu um endurtekið loftbrjóst, sem hafði verið meðhöndlað á öðrum sjúkrahúsum eða erlendis. Tíðni endurtekinna loftbrjósta hjá sjúklingum með loftbrjóst af óþekktum orsökum var athuguð Tafla VII. Skiptingsjálfkrafaloftbrjóstaeftirþvíhvort þau núðu til vinstra eða hœgra lunga Vinstra lunga Hægra lunga Fjöldi (°7o) Fjöldi (%) Af óþekktum orsökum ... Þekktur lungnasjúkdómur 29 (39,7) 44 (60,3) 9 (42,9) 12 (57,1) Tafla VIII. Einkenni meðal sjötiu og þriggja sjúkiinga með sjálfkrafa loftbrjóst án þekktra orsaka Einkenni (%) Af hverju Fjöldi hundraði sjúklinga Verkur .... 67 (91,8) Mæði .... 38 (52,1) Hósti .... 7 ( 9,6) Vantar upplýsingar .... .... 1 ( 1,4) Án einkenna . .. . 0 - Tafla IX. Hlutfallslegt lungnasamfaU hjá sjúklingum með sjálfkrafa loftbrjóst Hluti lungans, sem fallinn var saman Fjöldi sjúklinga (*> <25 af hundraði ... 3 ( 4) 25-50 af hundraði ... 35 ( 48) >50 af hundraði ... 35 ( 48) Samtals 73 (100) Fjöldi tilvika Fjöldi sjúklinga með sjálfkrafa loftbrjóst á Landspítalanum 1950-1984 og önnur skráð tilvik 1960-1974.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.