Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 75 Óstríól og helstuforstigsefni þess íþvagi, móðurblóði, legvatni og naflastrengsblóði hjá sjúklingi og Iþungun án SSF (með meðalfráviki). öll forstigsefni eru samtengd súlfati. Forstigsefni Þvag (n 24klst) Móðurblóð (n/ml) Legvatn (ng/ml) Naflastrengsblóð (jxg/ml) sjúklingur konur án SSF sjúklingur konur án SSF sjúklingur konur án SSF sjúklingur konur án SSF löœhydroxy DHA*).. 4.903 581 (390) 8 25 (15) 506 376 (426) 1.575 1.054(94) 16Bhydroxy DHA .. .. 747 244 (188) 1.013 237 (38) 16oxo-androstenediol. 5.714 163 (141) 8 10 ( 5) 210 215 (153) 3.563 119(21) Androstenetriol 6.354 376 (296) 17 3 ( 3) 175 48 (54) 526 103 (27) lóœhydroxy- pregnenolone 1.011 91 ( 72) 2 3(2) 115 51 ( 78) 708 230 (46) Östríól 952 5.000 *) DHA: dehydroepiandrosterone. að ræða fremur en fylgjuþurrð. Þá voru mæld forstigsefni östríóls í þvagi móður og reyndust þau verulega hækkuð og staðfestu SSF. Konan var útskrifuð á ný. Sótt byrjaði við 39 vikna meðgöngu og fæddi hún sveinbarn, 3226 g að þyngd og 52 cm að lengd, á eðlilegan hátt. Útvíkkun frá 4 cm var hröð. Fylgjuhluti, legvatnssýni, sermi úr naflastrengsblóði og móðurblóði voru tekin við fæðingu. Nokkrum mánuðum eftir fæðinguna greindist væg hreisturveiki hjá barninu. Greiningin var einnig staðfest við skoðun á eldri bróður barnsins. Aflað var upplýsinga um ættarsögu konunnar, en ekki var tilefni til að ætla að önnur tilfelli af hreisturveiki væru í ætt. Tveir bræður og tveir systrasynir konunnar voru skoðaðir og höfðu allir eðlilega húð. AÐFERÐIR OG NIÐURSTÖÐUR Til athugunar á forstigum sterahormóna var safnað sólarhringsþvagi og 10 ml sýni sent til Clinical Research Centre í Lundúnum. Mælingar voru gerðar með loft-litrófsgreiningu (gas-chromatography) (1). Forstig östríóls sem mæld voru reyndust há, en östríól útskilnaður lítill (taflan). Fylgjuhluti, legvatnssýni og sermi úr naflastreng og móðurblóði voru djúpfryst við -70° og send þannig til Clinical Research Centre í Lundúnum. í legvatni voru mæld sömu forstig og í þvagi (taflan), en að auki lóþ-hydroxyDHA og 16a- hydroxypregnenólón (loftlitrófsgreining). Öll forstigsefnin reyndust vera i um tvisvar til þrisvar sinnum meira magni hjá konunni en fundist hefur hjá konum sem ekki voru með SSF, að undanskildu 16-oxo-androstendiól, en svipað magn þess hefur fundist í legvatni hjá konum með og án SSF. Magn sömu forstigsefna í naflastrengsblóði (loftlitrófsgreining) var hækkað frá 1,5 sinnum upp í 30 falt (16-oxo-androstendíól) (taflan). í móðurblóði voru mæld sömu forstigsefni og í þvagsýninu (loftlitrófsgreining). Androstentríól eitt var hátt, 17 ng/ml, miðað við 3 ng/ml hjá konum án SSF (taflan). Virkni hvatans súlfatasa í fylgjuvef var athuguð með vatnsrofi á trítíum-merktu DHA-súIfati úr fylgjumyrju, sem höfð var í vatnsbaði við 20°C í eina klukkustund. Samanburður var við fylgjuvef frá fimm konum án SSF (vatnsrof frá 4,7-9,8*70, meðaltal 7,2%) og fjórum með SSF (vatnsrof frá 2,6-3,3%, meðaltal 2,8%). Viðmiðunarlausn án fylgjuvefs sýndi 2,3%. Vatnsrof í sýni því sem sent var reyndist 2,7%. Fylgjuvef konunnar skorti því súlfatasavirkni. Viðmiðunargildi fyrir konur með SSF (n = 6-11) og konur án SSF (n = 4-15) eru fengin frá Clinical Research Centre, Lundúnum (Taylor NF, persónulegar upplýsingar). Meðalfrávik fyrir öll forstigsefnin eru há bæði hjá konum með og án SSF, í legvatni og móðurblóði, en aðeins hjá konum með SSF hvað varðar gildi i naflastrengsblóði. UMRÆÐA Östrogen mælingar hafa verið notaðar um alllangt skeið til að meta fylgjustarfsemi og gefa vísbendingu um næringar- eða súrefnisskort hjá fóstrinu (12, 13). Hjá þessari konu var blóðþéttni östríóls mjög lág. Svipuð gildi sjást við fósturdauða, en einnig við heilaleysi (anencephaly), en þá vantar oft nýrnahettur i fóstrið. Við fóstur-fylgjuþurrð (feto-placental insufficiency) og meðfylgjandi vaxtarskerðingu fósturs, verður lækkun á östríóli í sermi sjaldan eins mikil og sést við SSF. Fenemal veldur aukningu á lifrarhvötum sem auka niðurbrot
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.