Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 1987; 73: 73-7 73 Hildur Harðardóttir, Reynir Tómas Geirsson, Stefán Hreiðarsson SÚLFATASASKORTUR í FYLGJU ÚTDRÁTTUR Sagt er frá súlfatasaskorti í fylgju (SSF) og greint frá fyrsta tilfellinu, sem staðfest hefur verið á íslandi. Hvatann súlfatasa vantar í fylgju og veldur það lágu östríóli í blóði móður. Hvatann vantar einnig í ýmis önnur líffæri, þar á meðal húð, en þar leiðir skorturinn til húðsjúkdómsins hreisturveiki (ichtyosis). Súlfatasaskortur erfist sem vikjandi eiginleiki á X-litningi. Með loftlitrófsgreiningu fannst margföld hækkun á forstigum östríóls í þvagi móður. SSF var síðar staðfestur með mælingu á virkni hvatans í fylgjuvef. Rætt er um steraefnaskipti í meðgöngu og aðferðir til greiningar SSF. Bent er á mikilvægi réttrar greiningar fyrir móður og barn. Lykilorð: Estríól, placental hormones, placental insufficiency, ichtyosis. Kvennadeild Landspítalans Reykjavík. Barst 19/08/1986. Samþykkt 12/11/1986. INNGANGUR Östrogen gegna mikilvægu hlutverki við aðlögun líkama móðurinnar að þungun og undirbúning fæðingar. Á siðari helming meðgöngu eykst östrogenmyndun mjög og við fulla meðgöngulengd eru östrogen í blóði móður orðin um fimmtugfalt meiri að magni en finnst hjá konum, sem ekki eru þungaðar (1). östrogenin (aðallega östríól) eru framleidd í fylgju úr forstigsefnum, sem að meira en 9/10 hlutum myndast úr kólesteróli í nýrnahettum fóstursins (Mynd 1). Aðalforstigsefnin eru dehýdróepíandrósterón (DHA) og niðurbrotsefni þess, svo sem andróstendíól, 16al-hydroxyDHA, 16-oxo-androstendíól og andrósten-3P-16a-17P-tríól. DHA og androstendíól umbreytast í fylgju í östrón og östradíól, en forstigsefni með súrefnisatóm í 16-stöðu, sem eru langalgengust, breytast í östríól. Til að flytjast um blóðrás fóstursins og til fylgjunnar eru forstigsefnin samtengd súlfat-hópi í lifur fóstursins. Umbreyting í östrogen í fylgjufrumum felur í sér að kljúfa þarf súlfatið af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.