Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 50
106 LÆKNABLAÐIÐ Nú er kennt að mikið af sjúkdómum í samfélaginu eigi rætur að rekja til vandræða i umhverfi manna bæði andlegu og félagslegu. Þessu umhverfi er unnt að breyta, hæfa það að manninum, koma i veg fyrir að menn veikist og einnig að ná betri árangri í lækningum þeirra sem nú eru veikir með því að snúa sér einnig að umhverfisþættinum. En það verður ekki gert nema með því að heimilislæknar séu heimilislæknar og þekki heimilin og starfi með sérfræðingunum en læknar starfi ekki hver fyrir sig, einangraðir og án samvinnu. Sérfræðingar og deildir sjúkrahússins eiga í raun að vera verkfæri heimilislæknisins. Hann getur t.d. ómögulega verið jafn góður í kvenlækningum og kvensjúkdómalæknir og það hlýtur að vera betra fyrir konu, sem þarfnast slíkrar þjónustu, að fá hana veitta af kvensjúkdómalækni heldur en lækni sem gerir slíkt miklu sjaldnar og er kannski ekkert sérstaklega hneigður fyrir þann hluta lækningastarfsins. Það að nýta sjúkrahúsið og sérfræðinga þess sem verkfæri heimilislækna til að koma í veg fyrir sjúkóma eða lækna þá á byrjunarstigi tekst ekki nema komið verði i veg fyrir að læknar verði sem tveir andstæðir herir, sem berjast um völd, peninga og álit. AFMARKAÐIR SAMSTARFSÞÆTTIR Mæðravernd: Bjarni Rafnar yfirlæknir kvensjúkdóma- og fæðingardeildar sagði að sérfræðingar í bænum og læknar Heilsugæslustöðvarinnar hafi hvorir tveggja lýst því yfir að þeir vilja hafa samvinnu við sjúkrahúslækna um mæðraeftirlitið og það er að mörgu leyti æskilegt. Rétt er þó að nefna að konurnar hafa verið óánægðar með þetta og hafa fremur kosið að eftirlitið sé alfarið í höndum sjúkrahúslækna. Um er að ræða tiltölulega stuttan tima í ævi konunnar og varla ástæða til að dreifa eftirlitinu á margar hendur. Þetta er sérhæft starf og þess vegna eðlilegt að flytja það inn á fæðingardeildina og þar með sinntu fæðingarlæknar þessari þjónustu. Einnig væri eðlilegt að krabbameinsskoðun kæmi undir einn hatt og sjúkrahúsið sæi um þá þjónustu, þótt hún þyrfti ekki að vera staðsett innan veggja þess. Ungbarnaeftirlit: Magnús Stefánsson sérfræðingur í barnalækningum kvaðst telja að barnalæknar ættu að annast ungbarnaeftirlit, þannig að það væri undir umsjá sérfræðinga í greininni en ekki hluti af frumheilsugæslunni. Samstarf við heimilislækna er æskilegt á þessu sviði þótt ungbarna- og smábarnaeftirlit og jafnvel skólaeftirlit væri undir umsjá barnalækna. Vísir að svona samstarfi er á Akureyri. Barnalæknar önnuðust það frá upphafi og framtil 1980, en urðu þá að hætta vegna mannfæðar. Nú hafa þeir komist inn í þetta aftur með góðu samstarfi við heimilislækna. Bráðaþjónusta við börn á Akureyri er tvískipt. Annars vegar er hún framkvæmd á Heilsugæslustöðinni og hins vegar á barnadeild sjúkrahússins. Að undanförnu hefur aukist að bráðaþjónustan fari fram á barnadeildinni eða á hennar vegum á stofu sem læknar barnadeildar reka úti í bæ þar sem barnalæknir er til viðtals alla virka daga. Skýringin er trúlega sú að á síðasta ári hættu tveir af barnalæknum sjúkrahússins starfi sem heimilislæknar. Síðan hefur fólk leitað í mjög vaxandi mæli á stofu til barnalæknanna. Við barnadeildina hefur verið unnt að sinna endurhæfingu og þar hafa sjúkraþjálfarar sjúkrahússins getað fullnægt endurhæfingarþörfinni í nánast flestum tilvikum. Börn eru fljót að endurhæfast eftir slys, hins vegar hefur hæfingu á andlegu og félagslegu sviði lítið verið sinnt. Gott samstarf hefur verið á milli sjúkrahússins og sálfræðideildar skóla og eins Félagsmálastofnunar til þess að hjálpa börnum og unglingum sem hafa þarfnast aðstoðar til þess að takast á við lífið þegar þau fá aldur til. Þetta er hluti af hæfingu sem er fyrir hendi á Akureyri og hægt er að sinna. STUÐNINGUR BÆJARBÚA VIÐ FJÓRÐUN GSSJÚKRAHÚ SIÐ Læknar eru sammála um að Fjórðungssjúkrahúsið sé óskabarn bæjarbúa. Þetta kemur ekki síst fram í gjöfum til sjúkrahússins. Barnadeildin sem stöðugt hefur eflst frá 1961 hefur algerlega verið upp á kvenhöndina komin um tækjakost, eins og áður var nefnt. Tæki sem ráðuneytið hefur kostað til barnadeildar Fjórðungssjúkrahússins eru teljandi á fingrum annarrar handar. Rétt er að taka fram að fleiri áhugamannafélög en kvenfélögin á Akureyri hafa gefið sjúkrahúsinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.