Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 79 á betra auga allra karla og kvenna athuguð sérstaklega og voru niðurstöður sambærilegar hjá báðum kynjum, en í yngsta hópnum þ.e. 43-52 ára (n = 224), höfðu allir nema einn sjónskerpu > 6/6 eða 95,5%. Sá eini sem hafði lakari sjón sá aðeins einni línu lakar (6/9), en með auknum aldri fór sjónskerpu betra auga hrakandi og í hópnum 83 ára og eldri sáu aðeins 4,7% ^ 6/6 með betra auga, en um 14% sáu < en 6/60 með betra auga og teljast því lögblindir. Einnig er athygli vert að meðal 62 ára og yngri er enginn einstaklingur með sjón ^ 6/60 á betra auga og engir lögblindir. Sjónlag var athugað bæði hlutlægt (objective) með skuggaprófi án þess að sjónstilling væri lömuð með dropum og síðan huglægt (subjective), þ.e. prófun þar sem sjúklingur er látinn segja til um með hvaða gleri hann sjái best. Fjarsýnir voru taldir þeir sem höfðu > +0,75D og nærsýnir þeir sem höfðu > -0,75D og þurfa þess vegna gleraugu en eðlilegt sjónlag taldist frá + 0.50D til -0,50D. Notað var hnattlaga jafngildi (spherical equivalent) þ.e. hnattlaga gler að viðbættum hálfum styrkleika sjónskekkju glers (cylinder), þegar einnig mældist sjónskekkja (astigmatism). Ekki eru talin með augu þar sem augasteinn hafði verið fjarlægður, né augu, þar sem sjúkdómur eða skurðaðgerð voru talin hafa haft áhrif á sjónlag. Þannig eru skoðuð 1.446 augu og reyndust 56,6% fjarsýnir, 35,8% með eðlilegt sjónlag og 7,6% nærsýnir. Stöðluð lesgleraugu af þeim styrkleika, sem boðið er upp á, nýtast ekki einstaklingum, sem hafa s 3,50D sjónlagsgalla. Á mynd 2 hafa tveir yngstu aldurshóparnir verið sameinaðir, svo og tveir þeir elstu, af sömu ástæðum og í kaflanum um sjónskerpu. Þessar tölur eru svipaðar niðurstöðum Guðmundar Björnssonar (2) er hann skoðaði 1206 augu Borgfirðinga 40 ára og eldri, en þegar þær niðurstöður hafa verið umreiknaðar í hnattlaga jafngildi, reynast samsvarandi tölur 58,6% fjarsýnir, 31,5% með eðlilegt sjónlag og 9,8% nærsýnir. Fledelius (3) gerði rannsókn í Danmörku og fannst nærsýni hjá 66 ára og eldri í 14% tilvika, en í sama aldurshópi í Framingham-könnuninni í Bandaríkjunum er algengi nærsýni 14-22% án marktækra breytinga með vaxandi aldri (4). í rannsókn okkar er nærsýni 73 ára og eldri um 13% eða svipað og í tveimur síðastnefndu rannsóknunum, en hjá yngri en 73 ára er algengið í okkar rannsókn aðeins um helmingur þessa og er orsaka væntanlega að leita í nærsýni vegna aukins ljósbrots, sem er afleiðing breytinga, oft lítt sjáanlegra í kjarna augasteins, sem breytir ljósbrotsstuðli augasteinsins þannig að ljósgeislinn er brotinn meira en áður og afleiðing þess er nærsýni. Þetta er í raun merki um byrjandi drermyndun og er í samræmi við aukningu drermyndunar frá 70 ára aldri í sömu könnun (5). Slíkar breytingar eru vel þekktar hjá eldra fólki, þó hingað til hafi reynst erfitt að sýna fram á áhrif þeirra í faraldsfræðilegum rannsóknum (4,6). Fjarsýni er svipuð í öllum aldurshópum, þó minnst í yngsta aldurshópi, þ.e. 43-52 ára, en þar er aukning í þeim hópi, sem hefur eðlilegt sjónlag, væntanlega vegna þess að milli fertugs og fimmtugs er sjónstillingarhæfni augasteinsins enn allsæmileg og tekst því að yfirvinna minniháttar fjarsýni. Frequency in % VA of 43-62 yearsold(n = 852) -o- VA of 63-72 years old (n = 360) «- VA of 73 years and older (n = 290) Fig. 1. Visual acuity (VA) in ail eyes (n = 1502) Frequency in % 45 0 ----------------------1-[----1---1--1---1---1 a-3.5-3-2.5 -2 -1.5 -1 0 + 1 + 1.5 + 2+2.5+ 3a+3.5 Refractive value (D) spherical equivalent +- Refr. distrib. 43-62 years, (n = 842) •o- Refr. distrib. 63-72 years, (n = 348) m- Refr. distrib. 73 years and older (n = 256) Fig. 2. Distribution of refraction, all refracted eyes (n = 1446)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.