Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 12
80 LÆKNABLAÐIÐ Population 43 years and older. Examined and refracted persons. Examined Refracted Age Population persons (°7o) persons (Vo) 43-52 years.............................................. 267 224 (83.9) 224 (83.9) 53-62 years.............................................. 262 202 (77.1) 198 (75.6) 63-72 years.............................................. 236 180 (76.3) 176 (74.6) 73-82 years.............................................. 117 102 (87.2) 93 (79.5) 83 years and older....................................... 43 43 (100) 39 (95.1) Allages 925 751 (81.2%) 730 (78.9%) Sjónskekkja: Við teljum sjónskekkju fylgja reglunni, þegar minus öxull er frá 160°-15° og vera á móti reglunni, þegar mínus öxull er frá 75°-105° og teljast þetta hvorutveggja rétthyrndar sjónskekkjur. Allt annað skilgreinum við sem skáhyrndar sjónskekkjur. Hornhimnan er ljósbrotsflötur, en lóðrétta sveigja hennar er yfirleitt öllu meiri á yngri árum en lárétta sveigjan, en þetta veldur sjónskekkju með reglunni. Á efri árum snýst þetta við þannig að lárétta sveigjan verður meiri og veldur sjónskekkju á móti reglunni (7). Síðan er auðvitað í sumum tilvikum sveigjan mest þar á milli. Sjónlag var kannað hjá 730 einstaklingum (1446 augu), en þar af voru 310 með sjónskekkju eða 42,5% einstaklinga, en af 1446 augum 536 eða 37,1% augna (mynd 3). Flestir voru með litla sjónskekkju eða 0,5D og ef þeim er sleppt, eru 202 augu eftir eða um 14% skoðaðra augna, en hjá Fledelius (8) er þessi tala 16%. Þessi hópur þarf á sjónskekkjuleiðréttingu að halda. Af ofannefndum 536 augum höfðu 357 sjónskekkju á móti reglunni eða 66.5%, 138 höfðu sjónskekkju með reglunni eða 25,8% og skáhyrnda sjónskekkju hafði 41 auga eða 7,7%. Einnig er ljóst i okkar rannsókn, að því fjær sem sjónlag er frá þvi að vera eðlilegt, þeim mun líklegra er, að einnig sé um sjónskekkju að ræða, en þessu var fyrst lýst af Kronfeld og Devney (9). Sjónlagsmunur augna sama manns: Sjónlag var kannað hjá 730 einstaklingum, og reyndust 152 einstaklingar hafa 0,5D eða meiri mismun milli augna eða 20,8%. Þar af höfðu 90 einstaklingar >0,75D mismun milli augna eða 12,3% og hefðu því ekki getað notað stöðluð stórmarkaðsgleraugu (mynd 4). Algengi sjónlagsmunar (anisometropia) var svipað í öllum aldurshópum nema 43-52 ára, þar sem það var öllu minna og kann að nokkru að skýrast af viðvarandi sæmilegri sjónstillingarhæfni augasteinsins í þessum yngsta aldurshópi. Starfræn sjóndepra: Starfræn sjóndepra (amblyopia) er skilgreind sem minnkuð sjónskerpa á öðru eða báðum augum vegna afrækslu, truflaðs samstarfs augna eða hvorutveggja, þar sem engin orsök tengd líffærastarfsemi finnst við rannsókn augans og er í flestum tilfellum hægt að laga þetta með réttri meðferð á réttum aldri (10). Þeir sem sáu <6/12 af ofannefndri ástæðu voru taldir hafa starfræna sjóndepru. Reyndust 23 hinna 730 einstaklinga hafa starfræna sjóndepru eða 3,2%, en augun voru 27, þ.e.a.s. um starfrænna sjóndepru á báðum augum var að ræða hjá fjórum einstaklingum. Algengasta orsök starfrænnar sjóndepru var mismunandi sjónlag augna einstaklingsins eða orsök í rúmlega helmingi tilfella, en næst algengast var sjónskekkja skilgreind > 1,5D, svo og sjúklingar með þetta hvorutveggja - um fimmtungur hvor. Stöðluð lesgleraugu nýtast ekki a.m.k. 32,1% einstaklinga vegna sjónlags þeirra (mynd 5). Fjarlægð milli ljósopa augna fyrir nærsjón var mæld hjá 555 ofannefndra 730 einstaklinga eða 76% þeirra (mynd 6) og var á bilinu 51-72 mm, meðaltal 60,7 mm, en hágildi var 60 mm. Við skoðun staðlaðra lesgleraugna hjá einstaklingum og í versluninni kom í ljós, að minnstu umgjarðir voru ^3 mm of víðar fyrir 14,2% þessara einstaklinga og hefði þetta væntanlega valdið augnþreytu og höfuðverk. UMRÆÐA Það eru ekki ýkja margir áratugir síðan það tíðkaðist hér á landi að hafa gleraugu til lestrar liggjandi frammi í kassa í lyfjaverslun eða annarri verslun. Menn völdu síðan vöruna sjálfir. Síðar komu sjóntækjafræðingar til aðstoðar á staðnum og þótti það framför. Við athugun á stöðluðum lesgleraugum frá fyrrnefndri stórverslun kom í ljós að styrkleikinn var + 1.25DS til +3.25DS á 0,25DS bili, styrkleiki talinn jafn í báðum glerjum í öllum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.