Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 49
LÆKNABLAÐIÐ 105 og nýta sem best það sem í verður lagt bæði af læknislist, hjúkrun og húsbúnaði. Innlagnir veikra gamalmenna hafa aukist frá því sem var og þótt reynt sé að gera eins vel og hægt er, reynist iðulega ómögulegt að útskrifa gamla fólkið úr bráðarúmum lyflækningadeildar. Lyflækningadeildin á FSA hefur um langt árabil verið mjög opin deild, en hún á orðið erfitt með að sinna því hlutverki vegna þess að plássin teppast. Vegna þessa er mjög brýnt fyrir lyflækningar, að öldrunarlækningar verði efldar og hjúkrunarrúmum fjölgað. Þá gæti lyflækningadeildin notið sín betur en nú er. Læknisfræðin þróast í þá átt að minni þörf er fyrir legurými heldur en áður var. Á hinn bóginn verður mannfjöldinn sem læknar þjóna bæði eldri og veikari og sérstaklega margveikari. Það Ieiðir til þess að hver sjúklingur þarfnast meira sjúkrarýmis og meiri þörf verður fyrir endurhæfingaraðstöðu. Halldór Baldursson kvaðst telja að á Akureyri ætti uppbygging endurhæfingar að vera forgangsverkefni. Örugglega væri hægt að bæta ástandið með því að setja upp skipulagða endurhæfingardeild með starfandi læknum og fulikominni aðstöðu til öflugrar sjúkraþjálfunar. Fleiri tóku undir að vantað hefði sérhæfða, þróaða endurhæfingu á FSA. Talsverður áhugi hefur verið fyrir því að FSA taki við rekstri Kristnesspítala og tryggi að Kristnes verði rekið sem öldrunarlækninga- og endurhæfingarsjúkrahús í tengslum við FSA. TENGSL FSA VIÐ HEILSUGÆSLUSTÖÐINA Á AKUREYRI Gauti gat þess að stefnan hérlendis virtist hin sama og víðar á Vesturlöndum, að draga frá sjúkrahúsunum og auka starfsemina utan þeirra. Yfirlýst markmið væri að koma í veg fyrir sjúkdóma í stað þess að lækna hina sjúku. Menn hafa gefið sér að þetta sé ódýrara en það er ósannað mál og ósennilegt að svo sé á núverandi þekkingarstigi læknisfræðinnar. Vandséð er með hvaða rétti frískir menn neita þeim um lækningu á sjúkrahúsi, sem hennar þurfa. Á hinn bóginn er markmið læknisfræðinnar að skilja svo vel eðli sjúkdóma og orsakir, að unnt verði að koma í veg fyrir þá sem eiga rætur að rekja til umhverfis og lifnaðarhátta, en uppgötva aðra og lækna áður en þeir ná að valda þjáningum og ótímabæru örkumli eða dauða. Til þess að tryggja samfellu í meðferð og samvinnu lækna utan sjúkrahúss og innan er spurningin ekki bara hvað hægt sé að gera inni á sjúkrahúsi og hvað utan. Spurningin er miklu fremur, hvort hægt sé að koma í veg fyrir að læknar fari sér og sjúklingum sínum að voða með því að fara opinberlega í hár saman um það hverju skuli sinnt á heilsugæslustöðvum og hverju á sjúkrahúsum. Það sem best reynist til að koma í veg fyrir deilur og illindi, er að fólk þekkist. Á Akureyri hefur hjúkrunarfólk reynslu af þvi að koma inn á sjúkrahúsið og hlaupa þar undir bagga. í Sovétríkjunum mun vera til kerfi svipað þessu fyrir lækna. Gauti taldi gott, ef unnt væri að koma svipuðu á hjá læknum á íslandi. Það væri vænlegt til þess að koma í veg fyrir að menn berjist hver úr sínum kastala þar til allir liggja dauðir. Núna koma heilsugæslulæknar á stofugang síðdegis á lyflækningadeild FSA og spurning er hvort þetta sé framkvæmanlegt og nægilegur áhugi sé fyrir hendi einnig á öðrum deildum. Halldór Baldursson ítrekaði að það væri grundvallaratriði að læknar tali saman og það hafa þeir gert á Akureyri. Að vísu lentu menn í smá hafvillum fyrir tveimur árum, en reynt var að rétta stefnuna með fundum um samskipti lækna, sem haldnir voru á vegum Læknafélags Akureyrar. Haldið var málþing á vegum félagsins og fengnir fyrirlesarar. Umræður urðu líflegar og leiddu til betra ástands á eftir. Læknar ræðast meira við en áður og hafa töluverða samvinnu. Einnig er þess vendilega gætt að svara alltaf fyrirspurnum og tilvísunum og iðulega senda sjúkrahúslæknar skriflegar upplýsingar um sjúklinga til viðkomandi heimilislækna, jafnvel þótt sjúklingar hafi leitað til sjúkrahúslækna án tilvísunar. Tilvísanir hafa líka batnað, þannig að nú eru almennt meiri upplýsingar í þeim. Á Akureyri ríkir samhugur á milli heimilislækna og sérfræðinga og er nauðsynlegt að vernda þetta ástand. Heilsugæslulæknar eru ætið velkomnir á Fjórðungssjúkrahúsið. Þeir eru velkomnir til samræðna og samráðs á skrifstofur sjúkrahúslækna og margir koma, einkanlega þó læknar sem starfa í nágrannabyggðum Akureyrar. Einnig eru þeir velkomnir á fræðslufundi sem haldnir eru á sjúkrahúsinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.