Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 40
96 LÆKNABLAÐIÐ milljónir króna. Ég þykist þess fullviss að það hefði lést brúnin á stjórnarmönnum hjá okkur við slíka búbót. Stöðin á Egilsstöðum er þó ekki dýr í rekstri vegna þess að hún er rekin með sjúkrahúsi. Fyrir rannsókna- og slysavarðstofukostnað fá heilsugæslustöðvar miklu minna greitt en sjúkrahús fá frá T.R. fyrir sömu þjónustu. Þá ber að hafa í huga að starfsemi heilsugæslustöðvar er miklu fjölþættari en það að vera einungis læknisstofa og heilsugæsluna þarf að borga og skipuleggja sérstaklega í einkarekstrinum. Á sama tíma og þeir sem reka heilsugæslustöðvar upp á punkt og prik eftir gildandi heilbrigðisþjónustulögum þurfa að leggja nefskatt á íbúa sína á bilinu 300 til 1300 kr. á íbúa á ári greiddi Reykjavíkurborg kringum 180 kr. á ibúa á ári vegna reksturs þeirra heilsugæslustöðva sem þar eru. Þetta segi ég hér til þess að sýna annarsvegar hvernig sá einkarekstur sem verið er að gera tilraunir með er í raun meira ríkisgreiddur en rekstur heilsugæslustöðva og hins vegar til þess að sveitarstjórnir hér fylgist með þróun þessara mála og reyni að gæta þess að þær sitji við sama borð peningalega og sveitastjórnir sem ef til vill kjósa annað rekstrarform en núgildandi lög gera ráð fyrir. Ég hef hér gert rekstrarmál utanspítalaþjónustunnar að nokkru máli en aðeins lauslega vikið að þjónustunni sem þessi starfsemi veitir. Ekki gefst tóm til að fara mikið út í það hér en ég vil aðeins geta þess að reynslan af þjónustu heilsugæslustöðvanna virðist í megindráttum vera góð og kostnaður við þetta kerfi ekki vera óeðlilegur. Ég er þeirrar skoðunar að heilbrigðisþjónusta okkar væri styrkari ef heilbrigðisþjónustulögunum væri framfylgt og við stæðum betur að vígi gagnvart verkefnum framtíðarinnar. Það er orðið brýnt að samræma þessi mál þannig að ein lög gildi í þessum efnum hér á landi. Koma þarf á þjónustu heilsugæslustöðva um allt land og hafa starfssvæði þeirra og ábyrgð vel skilgreinda. Einfalda þarf og samræma fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar og tengja saman faglega- og fjármálaábyrgð. Samkrull ríkis og sveitarfélaga um þennan rekstur ýmist beint og eða í gegnum T.R. hefur mistekist. Það sem ég hef sagt hér að framan er aðeins lítið brot af því sem fram þarf að koma til þess að málin verði skilin til fulls. Ég hef sagt hvernig þessi mál koma mér fyrir sjónir en þau hafa margar hliðar og menn eru ekki allir sammála hér því sínum augum lítur hver á silfrið. Hafi mér tekist að vekja áhuga eða skilning á umræðuefninu þá er tilganginum náð. HEIMILDIR 1. Helseplan for 80 - árene. Jan Grund o.fl. Gyldendal forlag 1983. 2. Könnun á heilbrigðisþjónustu. Landlæknisembættið 1985. 3. Óbirtar upplýsingar frá T.R. 4. Kostnaður við heilbrigðisþjónustu í Reykjavík á tímabilinu 1970-1981. Skrifstofa borgarlæknis, október 1982. 5. Skýrsla byggðanefndar þingflokkanna. Alþingi 1985.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.