Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 51
LÆKNABLAÐIÐ 107 tæki í stórum stíl, sérstaklega má þar nefna Lions, Kiwanis og Sonta. Mest hefur verið gefið til kvennadeildar og barnadeildar. Fyrstu speglunartækin voru gefin og síðan bætt stöðugt við þau. í heild má segja að Iangmestur hluti tækja sé keyptur fyrir framlög almennings í bænum og nágrannabyggðum. Á undanförnum árum hefur verið mjög erfitt að fá bæinn til að hlaupa undir bagga eða leggja sig fram um að veita sjúkrahúsinu brautargengi. Bæjarstjórn hefur haft tilhneigingu til að vísa á ríkið sem stendur straum af mestum kostnaði við sjúkrahúsið. ÓMAKLEG EINOKUN REYKJAVÍKUR Á FRÆÐSLUSTARFI Skipulag hjúkrunarkennslu hefur verið til umræðu að indanförnu og snerist talið inn á þær brautir. Halldór Baldursson sagði hart hve aðstaðan á FSA er illa nýtt til fræðslu læknanema og hjúkrunarnema. Sjúkrahúsið væri gott til að læra klíníska læknisfræði enda beri aðstoðarlæknar það sem starfað hafa á FSA. Gauti minnti á að yfirleitt er málum þannig háttað, að sá sem er ríkari og sterkari setur lögin og ætíð sér í hag. Eftir að ójafnvægið milli landshluta fór að ágerast á íslandi þá varð það smám saman (ó)siður að pamfílar í Reykjavík settu reglur um alla hluti eftir sínum hagsmunum og geðþótta og breyttu þeim þegar henta þótti. Þannig voru læknanemar teknir af FSA snemma á síðasta áratug, án þess að um það væri talað við nokkurn mann fyrir norðan. Nú hefur þessu verið kippt í lag og FSA hefur fengið læknanema á námskeið aftur og er vonast til að það haldist framvegis. Þegar eitthvað hefur verið tekið upp í Reykjavík sem ekki hefur verið til annars staðar á landinu, þá hefur það verið gert að skilyrði fyrir viðurkenningu í viðkomandi fræðigrein. Það hefði eins mátt setja sem skilyrði fyrir viðurkenningu í hjartaskurðlækningum, að menn hefðu hlotið þjálfun sína á Brompton. Þótt margt sé til í Reykjavík, þá er hún raunar of lítil fyrir læknakennslu og kannski fyrir alla kennslu. Lækna- og hjúkrunarkennsla í landinu má ekki við því að tiltækt kennsluefni sé ekki nýtt. Kennsla í þessum greinum fer að miklu leyti fram við sjúkrabeðinn. Þjóðin má ekki við því að helmingur sjúklinga sé ekki tiltækur fyrir þá sem eru að mennta sig á þessu sviði. Þeir sem hlotið hafa kennslu á FSA bera sjúkrahúsinu góða sögu, það sést líka á því að þeir vísa oft sjúklingum frá fjarlægum landshlutum til sjúkrahússins. Sjúkrahúsið væri ekki það sem það er nema vegna þess að það hefur lengst af haft stúdenta og hefur alltaf haft námskandídata. Það er sú kynning meðal verðandi lækna og unglækna sem tryggt hefur sjúkrahúsinu framhaldslíf, annars væri það ekki sérfræðisjúkrahús í þeim mæli sem það er, heldur héraðssjúkrahús eins og fyrir 30 árum. HJÚKRUNARKENNSLA Á AKUREYRI VERÐUR HEILLADRJÚG Hjúkrunarfræðingaskortur veldur miklum vandræðum í heilbrigðisþjónustunni og mönnum ætti að vera ljóst að námsbraut í hjúkrun við Háskóla íslands mun ekki útskrifa nægilega marga hjúkrunarfræðinga í fyrirsjáanlegri framtíð. Hjúkrunarfræðingar sem útskrifast nú og í náinni framtíð munu ekki vera nema um helmingur þess sem þarf til að halda í horfinu, hvað þá að fylla í þær 250 stöður sem telst að vanti á öll stóru sjúkrahúsin í landinu. Allt mögulegt er fundið upp sem rök gegn því, að háskólakennsla verði tekin upp á Akureyri. Sagt er að Háskóla íslands vanti peninga. Háskóli sem ekki vantar peninga er dauðvona, vegna þess að þar vantar þá hugmyndir og framtíðaráform. Vonandi kemst Háskóli íslands aldrei á það stig að hann vanti ekki peninga. Önnur röksemd er, að það sé eitt og annað í Reykjavik sem ekki er til úti á landi. Það er líka ýmislegt í London sem ekki er í Reykjavík. Gauti kvað það álit sitt að hjúkrunarbrautin í Háskóla íslands verði aldrei mjög áberandi deild í þeim skóla og aðdráttarafl hennar takmarkað. Hjúkrunarbrautin á Akureyri verður hins vegar líklegast eftirsóknarverðasta deild háskólaútibúsins á Akureyri. Þess vegna mun vegur hjúkrunarkennslunnar aukast við það að sett verði upp háskólaútibú á Akureyri. Einnig þarf að hafa í huga, að meðal þeirra ungmenna sem hafa sérstaka hneigð og hæfileika til þess að stunda líknarstörf eru tiltölulega margir sem ekki hafa mjög hvassa olnboga. Ungmenni sem ekki eru tilbúin til þess að flytjast búferlum hætta kannski við háskólanám að loknu stúdentsprófi á Akureyri, Sauðárkróki eða svæðunum í kring vegna þess að þau þurfa að fara suður til þess að stunda nám sitt. Ekki má heldur gleyma þeim sem hafa einhverja félagslega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.