Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 44
100 LÆKNABLAÐIÐ svæfingadeild og gjörgæsludeild ásamt fleiri deildum sem gera kleift að sinna margveikum og mikið veikum sjúklingum. FSA ER AÐALVARASJÚKRAHÚS LANDSINS Starfsemi FSA eykst stöðugt þótt erfitt sé að finna staðal til að vega hvernig meðalþyngd verkefna hefur vaxið á undanförnum árum. Oft hefur skort skilning hjá ráðamönnum, meira að segja á heimaslóðum. Fjórðungssjúkrahúsið gæti verið betur sett hefðu forystumenn sveitarfélaganna tekið ákveðnar á málum en raun varð. Nefnt var að menn virtust ekki ætíð hafa gert sér grein fyrir því, að til þess að hlúa að sjúkrahúsinu þá verður til dæmis að hlúa að samgöngum til og frá Akureyri. Menn skildu ekki mikilvægi Flugfélags Norðurlands á sínum tíma fyrir sjúkrahúsið, ekki heldur hvers vegna læknar voru að berjast fyrir því að Tryggvi Helgason fengi þær flugvélar sem hann þurfti. Athugunarleysi af þessu tagi hefur stundum verið FSA til trafala. Sjúkrahús þurfa að vera vaxandi í víðustu merkingu orðsins til þess að eiga tilvistarrétt, en sjúkrahús eiga sér einnig ákjósanlega stærð. Þau geta orðið of stór og úr sér vaxin. Gauti Arnþórsson vitnaði í bók eftir breskan taugalækni, Oliver Sacks að nafni, en bókin heitir »A leg to stand on«. Læknir þessi slasaðist í fjallgöngu í Noregi og var fluttur til Bretlands og skorinn þar upp. Hann segir: »1 suddenly felt what I have often felt intensely before, but never thought to apply to my own time in hospital: that one needs open-air hospitals, with gardens, set in country and woods - like some of the »Little Sisters« Homes I work in in rural New York; a hospital like a home, not a fortress or »institution«; a hospital like a home - and perhaps like a village.« Rósemislegt smábæjarandrúmsloft á Akureyri getur sjálfsagt svarað til lýsingar dr. Sacks á heppilegu umhverfi sjúkrahúss. Þótt FSA sé stórt sjúkrahús og margbrotið á íslenskan mælikvarða verður það ætíð lítið og »heimilislegt» mælt á erlenda stiku. Stundum er sagt að ísland sé svo lítið og þjóðin svo fámenn, að skynsamlegt sé að safna allri háþróaðri þjónustu á einn stað. Þá er látið í veðri vaka að suðvesturhorn landsins sé sjálfkjörin miðstöð allrar þjónustu við landsmenn. Þá gleymist að það er ekki nema rúmur helmingur landsmanna sem býr þar. Þar við bætist að þar um slóðir má kannski helst búast við stórslysum í öllum merkingum orðsins, vá sem gæti lamað alla starfsemi, allt frá eldgosum til hernaðaraðgerða. Minnst var á ræðu Jóhanns Sæmundssonar, prófessors í lyflæknisfræði, er hann flutti eitt sinn á hátíðisdegi stúdenta 1. desember. Hann lagði þá til að Keflavíkurstöðin yrði flutt þaðan sem hún er nú og henni komið fyrir á Kili, vegna þess að kjarnorkuárás eða önnur meiriháttar hernaðarárás á Keflavíkurflugstöðina myndi að öllum líkindum leggja mesta þéttbýli landsins í auðn. Vegna þessa sagði Gauti skipta miklu að það yrði lögfest að Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri sé varasjúkrahús landsins, ekki bara Reykjavíkur heldur varasjúkrahús islands. Menn verða að gera sér grein fyrir, að ekki er öðrum stöðum til að dreifa. Varasjúkrahús nýtist ekki nema þar sé starfsemi í fullum gangi og Eyjafjarðarsvæðið er eina þéttbýlið á landinu utan Reykjavíkur, sem er það mannmargt að það standi undir deildaskiptu, vel búnu sjúkrahúsi, sem hægt er að leita til hvenær sem vá er fyrir dyrum. Að öðrum kosti verður varasjúkrahús ámóta tiltækilegt og ryðguðu og rykföllnu lækningatækin og teppin sem ku vera geymd í jarðhýsum einhvers staðar í eða við Reykjavík. FSA FÆR EKKI AÐ RÁÐA NÆGILEGA MARGT STARFSFÓLK Stöðugt vantar FSA fé. Á síðasta ári var hallinn 27 milljónir króna og verulegur halli er Sigmundur Sigfússon yfirlœknir á geðdeild, Sigurður K. Pélursson yfirlœknir á svœfinga- og gjörgœsludeild og Gauti Arnþórsson yfirlceknir á handlcekningadeild
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.