Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 10
78 1987; 73: 78-82 LÆKNABLAÐIÐ Friðbert Jónasson, Kristján Þórðarson AUGNHAGUR 751 AUSTFIRÐINGS 43JA ÁRA OG ELDRI Á ÁRUNUM 1980-1984 Könnun á gagnsemi staðlaðra lesgleraugna ÚTDRÁTTUR Greint er frá niðurstöðum úr skoðunum i augnlækningaferðalögum til Eskifjarðar, Reyðarfjarðar og Neskaupstaðar á árunum 1980-1984. Kannað var meðal annars sjónskerpa, sjónlag og bil milli ljósopa. Frá 43ja ára aldri þarf fólk gjarnan á lesgleraugum að halda. Þann 01.12.1982 voru íbúar á athugunarsvæðinu í þeim aldurshópi 925 og var 751 þeirra skoðaður (81,2*^0). Sjónlag var kannað hjá 730 einstaklingum eða 71,9% og bil milli ljósopa hjá 555 einstaklingum eða 60%. Niðurstöðurnar eru notaðar til að meta gagnsemi staðlaðra lesgleraugna. Vegna sjónlagsgalla gátu 32,1 % einstaklinga ekki notað stöðluð lesgleraugu. Rúm 14% einstaklinga hafði bil milli ljósopa sem var verulega annað en það sem í boði var, þegar könnuð voru stöðluð lesgleraugu. Nær helmingur skoðaðra hefði þvi ekki haft gagn af eða haft mjög takmarkað gagn af þeim gleraugum sem í boði voru. Augnskoðanir samfara gleraugnamátun hafa haft í för með sér, að ýmsir alvarlegir augnsjúkdómar finnast snemma og það hefur flýtt fyrir meðferð og bætt árangur meðferðar. Ef verulega drægi úr komu til augnlækna eru því líkur á fjölgun innlagna á sjúkrahús og aukinni tiðni blindu. INNGANGUR í þessari grein eru birtar niðurstöður úr augnlækningaferðalögum, sem annar höfunda (FJ) fór 1980-84. Farnar voru þrjár ferðir á ári og fóru skoðanir fram á Eskifirði, Reyðarfirði og í Neskaupstað, en auk íbúa þessara staða er í sömu ferðum einnig skoðað fólk frá Mjóafirði, Norðfjarðarhreppi og Helgustaðahreppi. íbúar þessa svæðis voru þann 01.12.1982 samtals 3.678, en í þessari grein verður fjallað um íbúa 43ja ára og eldri, en þeir töldust vera 925 (1). Viðkomandi einstaklingar leituðu augnlæknis af eigin hvötum eða vegna ábendinga lækna á staðnum. Við munum í þessari grein einkum fjalla um sjónskerpu og sjónlag (refraction) með tilliti til gagnsemi staðlaðra lesgleraugna sem seld hafa verið í stórverslun í Reykjavik á síðustu árum. Því eru aldursmörk höfð 43ja ára og eldri, en sá aldurshópur þarf yfirleitt lesgleraugu. EFNIVIÐUR, AÐFERÐIR OG NIÐURSTÖÐUR í ofannefndum hópi var skoðaður 751 maður eða 81,2% íbúa. Alls var sjónskerpan mæld hjá 751 einstaklingi eða öllum skoðuðum og er í greininni alltaf átt við sjónskerpu með bestu glerjum. Nothæf mæling á sjónlagi fékkst einu sinni eða oftar á tímabilinu hjá 730 eða 78.9% íbúa í þessum aldurshópi, sjá töfluna. Sjónlag er mælt í ljósbrotseiningum (díoptríum), hér eftir kallað D, en linsa með brennipunkt í 1 m fjarlægð er talin hafa Ijósbrotsstyrkinn 1D. Hlutfall aldraðra er hátt enda eru dvalar- og hjúkrunarheimili fyrir aldraða í Neskaupstað og á Eskifirði. Sjónskerpa var mæld með Snellen-sjónprófunartöflu með staðlaðri lýsingu í 6 m fjarlægð. Sjónskerpa. ÖIl augu: 6/6 eða betra á Snellen-töflu telst eðlileg sjón. Mynd 1 sýnir meðal annars fjölda skoðaðra einstaklinga, en þar af eru skráðir með sjón < 6/60 sex einstaklingar, sem misst höfðu annað augað, allt karlmenn og höfðu allir misst augað af slysförum. Sjónskerpa var athuguð í 10 ára aldurshópum, en þar sem ekki var um marktækan mun að ræða voru til einföldunar tveir yngstu aldurshóparnir sameinaðir svo og tveir þeir elstu. Áberandi er öfugt hlutfall aldurs og sjónskerpu, þannig að innan við 20% skoðaðra augna í elsta aldurshópnum hafa sjónskerpu > 6/6, um 60% í miðhópnum, en yfir 90% í yngsta aldurshópnum. Rúmlega 14% augna í elsta aldurshópnum hafa sjónskerpu ^ 6/60, en um 2% i þeim yngsta (mynd 1). Gerð verður grein fyrir þeim sjúkdómum er valda sjóntapi í annarri grein. Betri augu: Við flestöll störf er fullnægjandi að hafa fulla sjón á öðru auga og því var sjónskerpa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.