Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1987, Síða 40

Læknablaðið - 15.03.1987, Síða 40
96 LÆKNABLAÐIÐ milljónir króna. Ég þykist þess fullviss að það hefði lést brúnin á stjórnarmönnum hjá okkur við slíka búbót. Stöðin á Egilsstöðum er þó ekki dýr í rekstri vegna þess að hún er rekin með sjúkrahúsi. Fyrir rannsókna- og slysavarðstofukostnað fá heilsugæslustöðvar miklu minna greitt en sjúkrahús fá frá T.R. fyrir sömu þjónustu. Þá ber að hafa í huga að starfsemi heilsugæslustöðvar er miklu fjölþættari en það að vera einungis læknisstofa og heilsugæsluna þarf að borga og skipuleggja sérstaklega í einkarekstrinum. Á sama tíma og þeir sem reka heilsugæslustöðvar upp á punkt og prik eftir gildandi heilbrigðisþjónustulögum þurfa að leggja nefskatt á íbúa sína á bilinu 300 til 1300 kr. á íbúa á ári greiddi Reykjavíkurborg kringum 180 kr. á ibúa á ári vegna reksturs þeirra heilsugæslustöðva sem þar eru. Þetta segi ég hér til þess að sýna annarsvegar hvernig sá einkarekstur sem verið er að gera tilraunir með er í raun meira ríkisgreiddur en rekstur heilsugæslustöðva og hins vegar til þess að sveitarstjórnir hér fylgist með þróun þessara mála og reyni að gæta þess að þær sitji við sama borð peningalega og sveitastjórnir sem ef til vill kjósa annað rekstrarform en núgildandi lög gera ráð fyrir. Ég hef hér gert rekstrarmál utanspítalaþjónustunnar að nokkru máli en aðeins lauslega vikið að þjónustunni sem þessi starfsemi veitir. Ekki gefst tóm til að fara mikið út í það hér en ég vil aðeins geta þess að reynslan af þjónustu heilsugæslustöðvanna virðist í megindráttum vera góð og kostnaður við þetta kerfi ekki vera óeðlilegur. Ég er þeirrar skoðunar að heilbrigðisþjónusta okkar væri styrkari ef heilbrigðisþjónustulögunum væri framfylgt og við stæðum betur að vígi gagnvart verkefnum framtíðarinnar. Það er orðið brýnt að samræma þessi mál þannig að ein lög gildi í þessum efnum hér á landi. Koma þarf á þjónustu heilsugæslustöðva um allt land og hafa starfssvæði þeirra og ábyrgð vel skilgreinda. Einfalda þarf og samræma fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar og tengja saman faglega- og fjármálaábyrgð. Samkrull ríkis og sveitarfélaga um þennan rekstur ýmist beint og eða í gegnum T.R. hefur mistekist. Það sem ég hef sagt hér að framan er aðeins lítið brot af því sem fram þarf að koma til þess að málin verði skilin til fulls. Ég hef sagt hvernig þessi mál koma mér fyrir sjónir en þau hafa margar hliðar og menn eru ekki allir sammála hér því sínum augum lítur hver á silfrið. Hafi mér tekist að vekja áhuga eða skilning á umræðuefninu þá er tilganginum náð. HEIMILDIR 1. Helseplan for 80 - árene. Jan Grund o.fl. Gyldendal forlag 1983. 2. Könnun á heilbrigðisþjónustu. Landlæknisembættið 1985. 3. Óbirtar upplýsingar frá T.R. 4. Kostnaður við heilbrigðisþjónustu í Reykjavík á tímabilinu 1970-1981. Skrifstofa borgarlæknis, október 1982. 5. Skýrsla byggðanefndar þingflokkanna. Alþingi 1985.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.