Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.1987, Side 5

Læknablaðið - 15.03.1987, Side 5
LÆKNABLAÐIÐ 1987; 73: 73-7 73 Hildur Harðardóttir, Reynir Tómas Geirsson, Stefán Hreiðarsson SÚLFATASASKORTUR í FYLGJU ÚTDRÁTTUR Sagt er frá súlfatasaskorti í fylgju (SSF) og greint frá fyrsta tilfellinu, sem staðfest hefur verið á íslandi. Hvatann súlfatasa vantar í fylgju og veldur það lágu östríóli í blóði móður. Hvatann vantar einnig í ýmis önnur líffæri, þar á meðal húð, en þar leiðir skorturinn til húðsjúkdómsins hreisturveiki (ichtyosis). Súlfatasaskortur erfist sem vikjandi eiginleiki á X-litningi. Með loftlitrófsgreiningu fannst margföld hækkun á forstigum östríóls í þvagi móður. SSF var síðar staðfestur með mælingu á virkni hvatans í fylgjuvef. Rætt er um steraefnaskipti í meðgöngu og aðferðir til greiningar SSF. Bent er á mikilvægi réttrar greiningar fyrir móður og barn. Lykilorð: Estríól, placental hormones, placental insufficiency, ichtyosis. Kvennadeild Landspítalans Reykjavík. Barst 19/08/1986. Samþykkt 12/11/1986. INNGANGUR Östrogen gegna mikilvægu hlutverki við aðlögun líkama móðurinnar að þungun og undirbúning fæðingar. Á siðari helming meðgöngu eykst östrogenmyndun mjög og við fulla meðgöngulengd eru östrogen í blóði móður orðin um fimmtugfalt meiri að magni en finnst hjá konum, sem ekki eru þungaðar (1). östrogenin (aðallega östríól) eru framleidd í fylgju úr forstigsefnum, sem að meira en 9/10 hlutum myndast úr kólesteróli í nýrnahettum fóstursins (Mynd 1). Aðalforstigsefnin eru dehýdróepíandrósterón (DHA) og niðurbrotsefni þess, svo sem andróstendíól, 16al-hydroxyDHA, 16-oxo-androstendíól og andrósten-3P-16a-17P-tríól. DHA og androstendíól umbreytast í fylgju í östrón og östradíól, en forstigsefni með súrefnisatóm í 16-stöðu, sem eru langalgengust, breytast í östríól. Til að flytjast um blóðrás fóstursins og til fylgjunnar eru forstigsefnin samtengd súlfat-hópi í lifur fóstursins. Umbreyting í östrogen í fylgjufrumum felur í sér að kljúfa þarf súlfatið af

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.