Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.1987, Side 7

Læknablaðið - 15.03.1987, Side 7
LÆKNABLAÐIÐ 75 Óstríól og helstuforstigsefni þess íþvagi, móðurblóði, legvatni og naflastrengsblóði hjá sjúklingi og Iþungun án SSF (með meðalfráviki). öll forstigsefni eru samtengd súlfati. Forstigsefni Þvag (n 24klst) Móðurblóð (n/ml) Legvatn (ng/ml) Naflastrengsblóð (jxg/ml) sjúklingur konur án SSF sjúklingur konur án SSF sjúklingur konur án SSF sjúklingur konur án SSF löœhydroxy DHA*).. 4.903 581 (390) 8 25 (15) 506 376 (426) 1.575 1.054(94) 16Bhydroxy DHA .. .. 747 244 (188) 1.013 237 (38) 16oxo-androstenediol. 5.714 163 (141) 8 10 ( 5) 210 215 (153) 3.563 119(21) Androstenetriol 6.354 376 (296) 17 3 ( 3) 175 48 (54) 526 103 (27) lóœhydroxy- pregnenolone 1.011 91 ( 72) 2 3(2) 115 51 ( 78) 708 230 (46) Östríól 952 5.000 *) DHA: dehydroepiandrosterone. að ræða fremur en fylgjuþurrð. Þá voru mæld forstigsefni östríóls í þvagi móður og reyndust þau verulega hækkuð og staðfestu SSF. Konan var útskrifuð á ný. Sótt byrjaði við 39 vikna meðgöngu og fæddi hún sveinbarn, 3226 g að þyngd og 52 cm að lengd, á eðlilegan hátt. Útvíkkun frá 4 cm var hröð. Fylgjuhluti, legvatnssýni, sermi úr naflastrengsblóði og móðurblóði voru tekin við fæðingu. Nokkrum mánuðum eftir fæðinguna greindist væg hreisturveiki hjá barninu. Greiningin var einnig staðfest við skoðun á eldri bróður barnsins. Aflað var upplýsinga um ættarsögu konunnar, en ekki var tilefni til að ætla að önnur tilfelli af hreisturveiki væru í ætt. Tveir bræður og tveir systrasynir konunnar voru skoðaðir og höfðu allir eðlilega húð. AÐFERÐIR OG NIÐURSTÖÐUR Til athugunar á forstigum sterahormóna var safnað sólarhringsþvagi og 10 ml sýni sent til Clinical Research Centre í Lundúnum. Mælingar voru gerðar með loft-litrófsgreiningu (gas-chromatography) (1). Forstig östríóls sem mæld voru reyndust há, en östríól útskilnaður lítill (taflan). Fylgjuhluti, legvatnssýni og sermi úr naflastreng og móðurblóði voru djúpfryst við -70° og send þannig til Clinical Research Centre í Lundúnum. í legvatni voru mæld sömu forstig og í þvagi (taflan), en að auki lóþ-hydroxyDHA og 16a- hydroxypregnenólón (loftlitrófsgreining). Öll forstigsefnin reyndust vera i um tvisvar til þrisvar sinnum meira magni hjá konunni en fundist hefur hjá konum sem ekki voru með SSF, að undanskildu 16-oxo-androstendiól, en svipað magn þess hefur fundist í legvatni hjá konum með og án SSF. Magn sömu forstigsefna í naflastrengsblóði (loftlitrófsgreining) var hækkað frá 1,5 sinnum upp í 30 falt (16-oxo-androstendíól) (taflan). í móðurblóði voru mæld sömu forstigsefni og í þvagsýninu (loftlitrófsgreining). Androstentríól eitt var hátt, 17 ng/ml, miðað við 3 ng/ml hjá konum án SSF (taflan). Virkni hvatans súlfatasa í fylgjuvef var athuguð með vatnsrofi á trítíum-merktu DHA-súIfati úr fylgjumyrju, sem höfð var í vatnsbaði við 20°C í eina klukkustund. Samanburður var við fylgjuvef frá fimm konum án SSF (vatnsrof frá 4,7-9,8*70, meðaltal 7,2%) og fjórum með SSF (vatnsrof frá 2,6-3,3%, meðaltal 2,8%). Viðmiðunarlausn án fylgjuvefs sýndi 2,3%. Vatnsrof í sýni því sem sent var reyndist 2,7%. Fylgjuvef konunnar skorti því súlfatasavirkni. Viðmiðunargildi fyrir konur með SSF (n = 6-11) og konur án SSF (n = 4-15) eru fengin frá Clinical Research Centre, Lundúnum (Taylor NF, persónulegar upplýsingar). Meðalfrávik fyrir öll forstigsefnin eru há bæði hjá konum með og án SSF, í legvatni og móðurblóði, en aðeins hjá konum með SSF hvað varðar gildi i naflastrengsblóði. UMRÆÐA Östrogen mælingar hafa verið notaðar um alllangt skeið til að meta fylgjustarfsemi og gefa vísbendingu um næringar- eða súrefnisskort hjá fóstrinu (12, 13). Hjá þessari konu var blóðþéttni östríóls mjög lág. Svipuð gildi sjást við fósturdauða, en einnig við heilaleysi (anencephaly), en þá vantar oft nýrnahettur i fóstrið. Við fóstur-fylgjuþurrð (feto-placental insufficiency) og meðfylgjandi vaxtarskerðingu fósturs, verður lækkun á östríóli í sermi sjaldan eins mikil og sést við SSF. Fenemal veldur aukningu á lifrarhvötum sem auka niðurbrot

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.