Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 151 Langflest þessara brota voru það viðamikil, að tveggja til þriggja aðgerðartegunda þurfti til við meðferð þeirra. Um 53% brota á kinnkjálka voru greind sem brot á fremri hluta kinnkjálka (premaxilla), tanngarði (processus alveolaris) eða brot annarrar hliðar kinnkjálkans. Við flest þeirra brota var notuð vír- og spangartenging á kinnkjálkann, svo og tenging á milli hans og kjálka. UMRÆÐA Eins og fram hefur komið í fyrri grein (7) um andlitsbeinbrot, þá varð umtalsverð aukning á fjölda innlagðra sjúklinga með brot á kjálka á tímabilinu 1970-1979, en sveiflur milli ára voru þó mest áberandi. Það sama gildir reyndar um miðandlitsbeinbrot, en mesta athygli vekur þó fjöldi þeirra ár hvert miðað við brot á neðri kjálka (7). í flestum rannsóknum á tíðni og dreifingu andlitsbeinbrota meðal annarra þjóða kemur í Ijós umtalsvert lægra hlutfall miðandlitsbeinbrota en hér er. Hlutfallstala þeirra sjúklinga hér á landi, sem innlagðir eru vegna brota á miðandlitsbeinum, borið saman við brot á neðri kjálka, er 70% miðað við 55% í Nijmegen i Hollandi og 46% frá Helsinki í Finnlandi, en í samantekt frá Hollandi höfðu van Hoof og fleiri fundið þar eina hæstu hlutfallstölu miðandlitsbrota í Vestur-Evrópu (11). Þær rannsóknir frá Hollandi og Finnlandi sem hér er sagt frá, byggjast eins og sú íslenska á gögnum yfir innlagða sjúklinga með andlitsbeinbrot. Fyrir seinna stríð voru miðandlitsbrot sjaldgæf. í samantekt yfir árin 1919-1948 fann Mallett, að brot á neðri kjálka voru 20 sinnum algengari en miðandlits- beinbrot (6). Eftir 1945 jókst fjöldi þeirra, einkum kinnbeinsbrota, vegna aukinnar tíðni slysa í umferð. Þetta kemur skýrt fram í tveimur rannsóknum Rowe og Killey yfir árin 1945-1954 og 1955-1964, en í fyrri rannsókninni voru 32,8% allra andlitsbeinbrota miðandlitsbeinbrot, en 44% í hinni síðari vegna aukinnar tiðni umferðarslysa (9). Að sömu niðurstöðu komast Schuchardt og samstarfsmenn, sem sýndu 25% hlutfallstíðni miðandlitsbeinbrota á árunum 1946-1957 en 41% árin þar á eftir (10). í þeirri rannsókn, sem hér birtist virðist því hlutfall miðandlitsbrota á íslandi all hátt (70%) (tafla VII). Á sama tíma og miðandlitsbeinbrot víðast hvar í Vestur-Evrópu eru á þessum árum að meiri hluta til af völdum slysa í umferð, þá eru þættir eins og Tafla VI. Tegundir brota á kinnkjálka. Fjöldi sjúklinga (%) Brot á framkjálka (premaxilla) og tanngarði (processus alveolaris) .... . 18 (28) Le Fort I og II . 16 (25) Le'Fort II . 10 (16) Le Fort I . 9 (14) Le Fort III . 4 (6) Samsetningar af Le Fort I, II og III .. . 7 (11) Samtals 64 (100) Tafla VII. Samanburður á hlutfallsdreifingu andlitsbeinbrota meðal innlagðra sjúklinga á íslandi, í Hollandi og i Finnlandi. Miðandlits- bcin Kjálki Kjálki og miðandlitsbein ísland 1970-1979 64% 30% 6% Holland 1960-1974(11) 44% 45% 11% Finnland 1969-1975 (5). 32% 54% 14% barsmíðar og fallslys helstu orsakavaldar hér. Stór hópur fólks, eða 221 sjúklingur er innlagður með einstæð kinnbeinsbrot. Þar að auki voru 76 sjúklingar brotnir samtímis á kinnbeinum og öðrum andlitsbeinum, einu eða fleirum, eða samtals 297 sjúklingar. Einstæð nefbrot eru hins vegar um helmingi færri, eða 122, enda er yfirgnæfandi meirihluti slíkra brota meðhöndlaður án innlagnar á sjúkrahús. Til dæmis að taka voru 665 nefbrot röntgengreind á Borgarspítalanum á árunum 1971-1975, en innan við 10% þeirra voru meðhöndluð með innlögn og skurðaðgerð á sjúkrahúsi (2). Séu einstæð nefbrot tekin út úr því uppgjöri sem hér birtist, þá eru sjúklingar með miðandlitsbeinbrot samt 63% af þeim heildarfjölda sem beinbrotnar í andliti. Á það skal bent, að miðandlitsbeinbrot utan nefbrota eru almennt þess eðlis, að þörf er innlagnar á sjúkrahús og aðgerða í svæfingu. Virðist lítill, ef nokkur munur vera á þeirri ráðstöfun milli landa. Með samanburði á niðurstöðum þessarar rannsóknar og rannsóknar frá Röntgendeild Borgarspítalans yfir árin 1971-1975 má komast nærri um heildartíðni andlitsbeinbrota hér á landi. Árið 1978 birtist í Læknablaðinu samantekt yfir öll röntgengreind andlitsbeinbrot sjúklinga, sem sendir voru frá slysadeild Borgarspítalans vegna gruns um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.