Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 24
162 LÆKNABLAÐIÐ aftursýn hóprannsókn (retrospective cohort study). Fylgst er með dánartíðni í ákveðnum hópi í fortíðinni. í rannsóknarhópnum eru allir þeir bókagerðarmenn, sem fæddir eru árið 1900 og síðar, er numið hafa iðn sína hérlendis og tekið sveinspróf eða hlotið sveinsréttindi. í rannsóknarhópnum eru 769 karlar. Þeir koma inn í hópinn, þegar þeir hafa lokið prófi eða fengið iðnréttindi. Athugað var í Þjóðskrá Hagstofu íslands, hverjir þessara einstaklinga voru á lífi 1. desember 1985. Leitað var í Skrá yfir horfna að þeim, sem ekki fundust í Þjóðskránni. Hópurinn er ekki jafn stór allan rannsóknartimann, þar sem bókagerðarmönnum fjölgar með árunum, nýir sveinar bætast við, en hinir eldri deyja. Þeir, sem skráðir voru á lífi en búsettir erlendis, voru athugaðir nánar, þar sem ekki þótti víst að upplýsingar um lát þeirra hefðu borist til Hagstofunnar. Grafist var fyrir um afdrif allra þessara manna hjá nánum ættingjum og vinum, sem staðfestu, hvort þeir voru lífs eða liðnir. Upplýsingar um dánardag og dánarmein fengust af dánarvottorðum, sem geymd eru á Hagstofu íslands, en tvö dánarvottorð voru fengin erlendis frá. Dánarmein eins manns fékkst ekki staðfest með dánarvottorði. Hann fórst af erlendu skipi við strendur Ameríku, samkvæmt frásögnum ættingja og sonar. Þannig voru örlög allra í rannsóknarhópnum rakin. Dánarmeinin voru öll flokkuð til samræmis við 7. útgáfu Hinnar alþjóðlegu sjúkdóma- og dánarmeinaskrár (19). Þar sem staðfesting dánarmeina fyrir árið 1951 er ekki eins áreiðanleg og síðar, var byrjað að fylgjast með afdrifum hópsins frá því ári. Þeir, sem létust fyrr, voru felldir úr hópi dáinna, alls 10 manns. Reiknuð voru út mannár alls hópsins. Það er gert þannig, að talin eru saman þau ár, sem hver og einn er í hópnum frá sveinsprófi til 1. desember 1985 eða til dánardægurs. Mannárin eru lögð saman innan hvers 5 ára aldursflokks fyrir hvert ár og þannig mynduð mannáratafla. Samkvæmt gögnum frá Hagstofu íslands voru reiknaðar dánartölur fyrir hverja 100.000 íslenska karla. Út frá þeim og fjölda mannára í Table I. The time-weighted average (TWA), number of breathing-zone samples and duration of total time for different organic solvents measured in seven printing offices in 1986. Solvent TWA mg/m3 Number of Samples Time, minutes White spirit . 45.8 51 5677 Xylen 7.4 4 165 Toluen . 12.6 8 307 Isopropyl alcohol.... . 46.4 43 4100 1,1,1-trichloroethane . . 29.7 14 1910 N-propyl alcohol .... . 149.2 14 678 Ethanol . 554.6 9 892 Ethylacetat . 39.5 9 459 Methylene chloride .. . 37.4 14 796 Table II. Observed and expected number of deaths, standardized mortality ratio (SMR) and 95% confidence limits for 769 printers, bookbinders and photoengravers, through 1951-1985. Causes of death (ICD, 7th revision) Observed deaths Expected deaths 95% confidence limits SMR Lower Upper All causes (001-E985) . 113 123.75 0.91 0.66 0.97* Malignant neoplasms (140-205) . 26 24.18 1.08 0.70 1.58 -of stomach (151) 8 5.58 1.43 0.62 2.82 -of large intestine (152, 153) 3 1.50 2.00 0.41 5.82 -of trachea, bronchus and lung (162, 163) 4 4.07 0.98 0.27 2.52 -of kidney (180) 1 1.11 0.90 0.02 5.02 —of brain and other parts of nervous system (193) 1 1.22 0.82 0.02 4.57 Other neoplasms of lymphatic and hematopoetic tissue (202, 203, 205) 1 0.44 2.27 0.06 12.66 Other neoplasms [155, 156, 157, 177, 178, 194] 8 10.26 0.78 0.34 1.54 Cerebrovascular diseases (330-334) 8 7.44 1.08 0.46 2.12 Ischemic heart disease (420) . 32 35.42 0.90 0.62 1.28 Respiratory diseases (470-527) 8 4.97 1.61 0.69 3.17 Accidents, poisonings and violence (E800-E985) . 21 22.77 0.92 0.57 1.41 All other causes [260, 345, 350, 355, 364, 422, 442, 443, 451, 463, 466, 594, 600, 754, 792, 795] . 18 28.97 0.62 0.37 0.98* ') p< 0.05, two-tailed.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.