Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 10
150 LÆKNABLAÐIÐ Tafla III. Kinnbeinsbrot: Kyn- og orsakadreifing. Orsakir Slagsmál/ Umferð líkamsárásir Fall Vinna íþróttir Annað Alls N (%) N (%) Nx (*) N (W) N (%) N W N (Vo) Karlar .... ...36 16% 85 37% 30 13% 33 15% 32 14% n 5% 227 100% Konur ...21 30% 19 27% 22 31% 4 6% - 4 6% 70 100% Samtals 57 104 52 37 32 15 297 gegnum neðantóttargat (foramen infraorbitale) og fram- eða hliðarvegg kjálkaholu (sinus maxillaris) miðlægt við kinnar- og kinnkjálkasaum (sutura zygomatico-maxillaris) og á kinnboga (arcus zygomaticus) við kinnbogasaum (sutura zygomaticotemporalis (tafla IV). Hjá flestum þessara sjúklinga var kinnbeinið úr stað fært og hliðrað aftur á við, niður og inn að miðju. í sjúklingahópnum voru 66 einstaklingar (22%), þar sem lítil eða engin hliðrun var á brotendum og skurðaðgerð því ekki talin nauðsynleg. Þessir sjúklingar voru hins vegar innlagðir til aðgerða vegna annarra andlitsbrota. Meðferð á kinnbeinsbrotum. Skurðaðgerðir voru framkvæmdar hjá 231 sjúklingi (78%). Algengasta aðgerðin vegna kinnbeinsbrota var svonefnd »Gillies«-skurðaðgerð og henni næst bein vírun (osteosutura); þá »Caldwell-Luc«-aðgerð og að lokum ísetning beingræðlings eða gerviefnis (venjulega silíkon) fyrir brotinn augnbotn. Þar sem skurðaðgerðir voru framkvæmdar, var hjá 195 sjúklingum (84%) þörf einnar aðgerðartegundar, en í 36 tilvikum voru tvær eða fleiri aðgerðasamstæður nauðsynlegar (tafla V). Brot á kinnkjálka. Samtals voru í hópnum 64 einstaklingar brotnir á kinnkjálka (efri kjálka), karlar 42 (66%) og konur 22 (34%). Af þessum hópi höfðu 47 (73%) einnig hlotið önnur andlitsbeinbrot. Helstu orsakir þessara brota voru umferðarslys, vinnuslys og fallslys (mynd 1). Umferðarslys ollu samtals 47% brota á kinnkjálka og voru gangandi vegfarendur þriðjungur þess hóps, en ökumenn og farþegar bifreiða um Vi. Aldursdreifing sjúklinga með brot á kinnkjálka var þannig, að fjölmennastir voru einstaklingar á aldrinum 16-25 ára (28%). Nokkuð jöfn dreifing var síðan til sextugsaldurs. Um 12.5% hópsins voru þó 10 ára og yngri og voru allir utan einn, gangandi eða á hjóli, þegar slys bar að höndum. Tegundir brota á kinnkjálka og meðferð þeirra. Af 64 sjúklingum voru samtals 30 með svonefnd Le Fort-miðandlitsbrot, níu með Le Fort I (þverbrot á kinnkjálka), tíu með Le Fort II (brotin mætast í ennis- og nefsaumi), fjórir með Le Fort III (andlitsbein skilin frá hauskúpu) og sjö sjúklingar voru brotnir vítt og breitt um miðandlit, þannig, að úr urðu samsetningar af Le Fort-miðandlitsbrotum I, II og III (tafla VI). Tafla IV. Tegundir kinnbeinsbrota. Tegundir N Kinnbeins- og kinnkjálkabrotflækja öðru megin 235 Brot á kinnboga.............................. 37 Kinnbeins- og kinnkjálkabrotflækja beggja vegna..................................... 15 Augntóttarhöggbrot........................... 10 Samtals 297 Tafla V. Tegundir skurðaðgerða vegna kinnbeinsbrota. Fjöldi Aðgeröir sjúklinga Ein aðgerð Gillies........................... 152 Osteosutura........................ 25 Caldwell-Luc ...................... 12 Gerviefni/beingræðsla .............. 6 195 Tvœr eða fleiri aðgerðir Gillies, Caldwell-Luc.............. 10 Gillies, osteosutura............... 11 Caldwell-Luc, osteosutura........... 7 Osteosutura, Caldwell-Luc og gerviefni/beingræðsla........ 3 Osteosutura, gerviefni.............. 1 Gillies, gerviefni.................. 1 Caldwell-Luc, gerviefni............. 2 Gillies, Caldwell-Luc og gerviefni 1 36 Samtals 231
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.