Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 38
172 LÆKNABLAÐIÐ Ef við komum til Færeyja þá stöndum við i forundran yfir því hvað við erum aftarlega á merinni í samgöngumálum. Færeyingar renna sér í gegnum hvert fjallið eftir annað með mörg hundruð metra og jafnvel kílómetra löng jarðgöng, en við höfum baksað við það að bora í gegnum tvö fjöll á íslandi, og það með miklum harmkvælum. Auðvitað hljótum við að tileinka okkur að gera jarðgöng og bæta samgöngur. Og þá verður þetta sem og annað miklu auðveldara, því að heilbrigðisþjónustan er ekki lítill þáttur í því að halda byggð í fjórðungnum, þótt útlitið sé ekki gott núna. Það er brýnt að læknar láti til sín heyra í sambandi við nauðsyn á bættum samgöngum, þannig að ekki séu settar reglur sem eru svo vitlausar að ekki er nokkur leið að vinna eftir þeim. Þar á ég aðallega við snjómokstursregluna sem felur í sér að moka má einn dag í viku. Nú getur verið brjálað veður þann dag en ágætis veður næsta dag, en þá má ekki moka. Náttúrlega er þetta ekki eingöngu þeim að kenna sem sjá um framkvæmdir, heldur er alltaf verið að spara. Þannig er farið með þessa lifæð okkar, þar skera menn peningana svo við nögl að ekki er nokkur leið að annast framkvæmdir sómasamlega. Gunnsteinn Stefánsson: Vissulega eru það sterk rök að hér þurfi að vera sjúkrahús fyrir flotann, hann þarf sína þjónustu og þá fyrst og fremst bráðaþjónustu í veikindum og í slysum. Sé hins vegar hugsað um Austurland í heild, þá held ég að staðsetning sjúkrahússins hafi aldrei verið rædd fyrir allan fjórðunginn. Það er augljóst að vegna staðsetningar hefur sjúkrahúsið takmarkað upptökusvæði. Best væri að sjúkrahúsið væri staðsett þannig að það væri eðlileg fyrsta viðkomustöð sjúklings. Þá þyrfti ekki að hringja á Norðfjörð og spyrja hvort hægt sé að sinna viðkomandi tilfelli, heldur færi sjúklingurinn fyrst á fjórðungssjúkrahúsið og læknar þar gætu metið hvort þeir gætu sinnt honum eða þyrftu að senda í burtu. Eggert Brekkan: Nú eru liðin 45 ár síðan landlæknir og annar læknir, sem var allra manna kunnugastur hér á Austurlandi, ræddu staðsetningu fjórðungssjúkrahúss á Austurlandi. Þeir kváðu upp úr með að fjórðungssjúkrahús ætti að vera staðsett á Reyðarfirði. Það má kannski segja um menntaskóla og fleiri stofnanir á Austurlandi, að þær væru best staðsettar á Reyðarfirði. En sjúkrahúsið er nú einu sinni hér og á meðan læknisþjónustu er sinnt eins og gert er, þá held ég að þessi rekstur standist. Á hinn bóginn eru gífurlegar breytingar framundan í læknisþjónustu, ég verð kannski dauður áður, en þið sem eruð yngri munuð sjá miklar breytingar næstu 20 árin. Magnús Ásmundsson: Vissulega er Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað dálítið illa staðsett. Það er í botnlanga og úr þjóðbraut og væri betur staðsett annars staðar. En dugnaður og áhugi heimamanna varð þess valdandi að hér lenti sjúkrahúsið og því verður ekki breytt fyrst um sinn. En engu að síður heftir þetta okkur að ákveðnu leyti. HVAR KREPPIR AÐ í SKIPAN HEILBRIGÐISMÁLA Á AUSTURLANDI? Stefán Þórarinsson: í allri umræðu um heilbrigðisþjónustu þurfum við að ákveða ekki aðeins hvernig á að reka stofnanir heldur hvað þær eiga að gera. Hvaða þjónustusvæði þær eiga að hafa og að hvaða markmiðum þær eiga að stefna í þjónustu. Þetta á ekki bara við um sjúkrahúsin heldur einnig heilsugæslustöðvarnar. Það er stórmál hvernig á að koma við virkri heilsuvernd. Hvaða íbúahópi á viðkomandi stöð eða stofnun að bera ábyrgð á að veita þjónustu, burtséð frá því hvort hún gerir það sjálf eða þarf að leita annað. Magnús Ásmundsson: Það er ekki hægt að annast öll sjúkdómstilfelli hér og það er staðreynd að úr fjórðungnum eru sendir fimmtán sjúklingar með sérstöku sjúkraflugi á mánuði. Það er einn sjúklingur annan hvern dag árið um kring. Þetta hefur auðvitað gífurlegan kostnað í för með sér og spurning hvort við getum annast meira af þessum sjúklingum hér í Neskaupstað. Það liggur mismikið á að senda sjúklinga til Reykjavíkur, en það er grundvallarviðhorf hjá okkur að sjúklinga eigi að senda með reglulegu áætlunarflugi, sé þess nokkur kostur. Það er ódýrast og öruggast og jafnframt er þar best aðstaða til að sinna sjúklingunum. En það er skemmst frá því að segja, að samstarf af hálfu Flugleiða er hneykslanlega lélegt. Þar örlar ekki á skilningi á sérstöðu okkar. Meira tillit er tekið til þess hvort þarf að koma smjörlíkiskössum og sjónvarpstækjum til skila. Yfirleitt er manni mætt með gremju og leiðindum, og alltaf er vísað á sjúkraflugvélarnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.