Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 14
154 1987; 73: 154-9 LÆKNABLAÐIÐ Þórir V. Þórisson, Þorkell Guðbrandsson ÁREYNSLUPRÓF Á ÞREKHJÓLI INNGANGUR Kransæðasjúkdómur er algengur og veldur miklum heilsufarsvanda hér á landi. Einkenni hans eru vel þekkt, einnig margbreytileiki. Einkennin geta stundum verið óljós og villandi. Sjúkdómsgreiningin byggir að mestu leyti á sjúkrasögu. Skoðun og venjulegar rannsóknir bæta þar einatt litlu við. Veigamikil viðbót á síðari árum varðandi rannsóknir á sjúklingum með kransæðasjúkdóm hefur verið áreynslupróf. Með því hefur bæði verið reynt að staðfesta og útiloka kransæðasjúkdóm. Hjartaöng (angina pectoris) framkölluð með áreynslu er yfirleitt merki þess að meiriháttar kransæð geti verið verulega þrengd (1). Annar greinahöfunda (Þ.G.) hefur frá því í október 1983 framkvæmt áreynslupróf á þrekhjóli á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Forvitni lék á að vita hvaða árangur hefði náðst við þessi próf, en áreynslupróf á þrekhjóli höfðu ekki verið gerð áður á þessum slóðum. AÐFERÐIR Athugunin náði yfir tímabilið 01/10/1983 til 01/03/1985 eða samtals 17 mánuði. Prófaðir voru 140 einstaklingar. Farið var í saumana á öllum áreynsluprófum frá þessum tíma, farið yfir sjúkraskrár og staðlaða útskrift á áreynsluprófum. Ef upplýsingar vantaði var haft samband við heimilislækna eða viðkomandi einstaklinga til að fá nánari atriði sjúkrasögu, upplýsingar um áhættuþætti með tilliti til kransæðasjúkdóms og ábendingar fyrir prófið. Áreynsluprófið fór þannig fram, að eftir stutt viðtal og skoðun var tekið hvíldarhjartalínurit og mældur hjartsláttarhraði og blóðþrýstingur. Einstaklingur var síðan tengdur við hjartaskjá, tólfleiðslu hjartalínurit og blóðþrýstingsmæli. Hann sté síðan á hjólið, sem var af gerðinni Dynavit Meditronic 40, með innbyggðri, rafstýrðri bremsu sem ákvarðaði vinnuna í wöttum. Hjólað var með jöfnum hraða og Lyflækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Barst 23/10/1986. Samþykkt 03/02/1987. mótstaða aukin í þrepum á sex mínútna fresti samkvæmt fyrirfram ákveðnum staðli (2), sjá mynd 1. Blóðþrýstingur og hjartsláttarhraði voru mæld á tveggja mínútna fresti. Stöðugt var fylgst með hjartslætti á hjartaskjá og hjartalínurit skráð á tveggja mínútna fresti og aukalega þegar þurfa þótti. Einstaklingar voru óspart hvattir áfram og reynt var að ná fram hámarksáreynslu þar sem því varð við komið. Var í því sambandi tekið mið af almennu ástandi þeirra og hámarkshjartsláttarhraða samkvæmt töflu miðað við aldur og kyn (3). Áreynsluprófinu var hætt ef fram komu alvarleg einkenni og/eða alvarlegar hjartalínuritsbreytingar. Prófniðurstaðan var metin jafnóðum af prófanda: a) Jákvætt próf með tilliti til kransæðasjúkdóms voru þeir taldir hafa sem fengu brjóstverki við áreynslu og/eða ST lækkun á hjartalínuriti meðan á áreynslu stóð eða fljótlega á eftir. Merki um kransæðasjúkdóm var talin ST lækkun 1 mm eða meiri ef samfara voru brjóstverkir eða 1,5 mm eða meiri án brjóstverkja. Mæling ST lækkunar var gerð 0,08 sekúndum eftir lok QRS útslagsins. b) Neikvætt próf höfðu þeir sem ekki voru taldir hafa merki um kransæðasjúkdóm í prófinu. c) Niðurstaða var talin óviss þegar mat var erfitt af tæknilegum orsökum eða einkenni voru óljós. Við mat á niðurstöðu prófsins var einnig haft til hliðsjónar áreynsluþol (4), púlssvörun og blóðþrýstingssvörun (5). Allir sem gengust undir áreynslupróf voru flokkaðir með tilliti til kyns, aldurs, búsetu, einkenna og ábendinga fyrir prófinu. Milli 01/03 og 31/03 1986 var síðan gerð eftirathugun á hópnum, en það var 12 til 30 mánuðum eftir að áreynsluprófið hafði farið fram. Hringt var í alla einstaklingana og spurst fyrir um einkenni með tilliti til kransæðasjúkdóms á tímabilinu. Náðist við þessa eftirathugun í 130 af 140 einstaklingum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.