Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 12
152 LÆKNABLAÐIÐ andlitsbeinaáverka á árunum 1971-1975 (2). Á þessu fimm ára tímabili voru andlitsbeinbrot greind hjá 1027 einstaklingum. Séu niðurstöðurnar bornar saman við þær sem við höfum um innlagða sjúklinga, kemur í ljós, að aðeins þriðjungur sjúklinga er innlagður til aðgerða. Þannig eru nálægt 70 af hundraði andlitsbeinbrotinna meðhöndlaður á slysavarðstofu, göngudeildum eða stofum lækna. Samkvæmt heimildum frá Svíþjóð og Finnlandi eru um 45% andlitsbeinbrotinna í þeim löndum innlagðir til aðgerða. í Noregi eru 57% innlagðir árið 1970 en 67% árið 1980 (3, 4, 12). Ef miðað er við innlagða sjúklinga eingöngu, þá er tíðni andlitsbeinbrota hér á landi 30 sjúklingar á 100.000 íbúa árlega, en t.d. 27 í Finnlandi á árunum 1970-1980. Sé hinsvegar talinn með sá fjöldi sjúklinga, sem hlýtur beinbrot í andliti, en þarfnast ekki innlagnar, þá er heildartíðni hér á landi u.þ.b. 100 sjúklingar á 100.000 íbúa árlega. Um það bil þriðjungur brota í miðandliti orsakast af slagsmálum og barsmíðum. Þannig eru þessar orsakir valdar að 35% brota á kinnbeinum og 33% nefbeinsbrota. Hins vegar eru einungis tæp 8% brota á efri kjálka orðin til vegna barsmíða, en flest brot efri kjálkans (Le Fort I, II, III og framhluti kinnkjálka) voru af völdum umferðarslysa (47%) og vinnuslysa (14%), en jöfn dreifing var milli annarra orsakaþátta. í Finnlandi er svipuð tíðni barsmíðaslysa á miðandlitsbeinum, en þar í landi valda umferðarslys hins vegar um helmingi allra miðandlitsbeinbrota, en hér á landi eru 27% þessara brota orsökuð í umferðarslysum. í sambærilegri rannsókn frá Lundi í Svíþjóð kemur fram, að 35% sjúklingahóps þeirra slasast í umferð en 27% vegna barsmíða (1). Um andlitsbeinbrot vegna umferðarslysa hér á landi á árunum 1970-1980 hefur verið fjallað áður (8). Fallslys virðast hér all tíð (15%) og það sem vekur ef til vill meiri athygli er, að megin þorri þeirra sem brotna í téðum slysum, tilheyrir ekki eldri hópum sjúklinga heldur aldurshópnum 31-40 ára. Hjá konum valda fallslys liðlega 25% allra brota í andliti, næst á eftir barsmíðum (33%). Yfirgnæfandi meiri hluti brota af völdum fallslysa hjá konum sem körlum voru kinnbeinsbrot. Þegar borin er saman kyndreifing miðandlitsbeinbrotinna hér á landi og í nokkrum öðrum löndum Vestur-Evrópu, kemur í ljós, að hlutfall kvenna hér er hærra (1:2,7), en í Hollandi (1:2,9) í Finnlandi (1:3,3), í Bretlandi (1:4,3) og í Vestur-Þýskalandi (1:7,3) (5, 9, 10, 11). Sú heildarmynd, sem fæst þegar horft er til hlutfalls íslenskra kvenna af öllum andlitsbeinbrotnum, þar á meðal þeirra, sem brotna á neðri kjálka, er því all dökk (1:2,4), 29,4%, en eins og í fyrri grein kom fram, voru konur 33% (1:2) af innlögðum sjúklingum með brot á neðri kjálka árin 1970-1979 (7). Aldursdreifingu þeirra, sem brotna í miðandliti er þannig farið, að hlutfallslega eru flestir sjúklinganna á aldrinum 16-20 ára, en marktækur munur er ekki á tíðni slysa í þessum hópi og hinum næstfjölmennasta, sem er aldurshópurinn 21-25 ára. Almennt dreifast miðandlitsbrot meira á eldri aldurshópa en brot á neðri kjálka. í ljós hefur komið við skoðanir á kjálkabrotum, að aldurshópurinn 16-20 ára sker sig mjög úr og er marktækt fjölmennari en aðrir og miðað við rannsóknir frá öðrum löndum hvergi fjölmennari (7). Varðandi miðandlitsbeinbrot og i samanburði við aðrar þjóðir, eru allir yngstu aldurshóparnir að tvítugsaldri, einnig fjölmennari hér en annars staðar, þó að munurinn sé minni en við brot á neðri kjálka. Af okkar sjúklingum með miðandlitsbeinbrot eru til dæmis 25,5% tvítugir eða yngri, en í sambærilegri rannsókn hjá Finnum eru 15% í þeim aldurshópi (5). Þegar litið er yfir efniviðinn allan, orsakir beinbrota og aldur sjúklinga, kemur í ljós, að það er viss tilhneiging til brota ákveðinna andlitsbeina á tilteknu aldursskeiði við ákveðna orsök. Þannig eru umferðarslys og fallslys helstu orsakir brota hjá börnum að sextán ára aldri og beinin sem brotna helst eru kjálki og nefbein. Frá sextán ára til tvítugs taka slagsmál við sem helsti orsakavaldur, og reyndar eru slagsmál og barsmíðar tíðasta orsök andlitsbeinbrota áfram til fimmtugsaldurs. Það er hins vegar marktækur munur á því, hvaða bein brotna helst við slagsmál á 16-20 ára aldri og í aldurshópum eftir tvítugsaldur við. Kemur í ljós, að eftir slagsmál brotnar kjálkinn frekar hjá yngri hópnum, en kinnbeinsbrot eru tíðari eftir tvítugsaldur. Rétt er að geta þess, að auk slagsmála eru umferðarslys umtalsverður orsakavaldur andlitsbeinbrota hjá fólki á aldrinum 16-20 ára. Hefur meðal annars komið í ljós, að aldursdreifing andlitsbeinbrotinna í umferðarslysum er hin sama og aldursdreifing
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.