Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 41
LÆKNABLAÐIÐ 175 Auðbergur Jónsson: Ég er ekki eins ánægður með mönnun á sjúkrastofnunum. Þar er fyrst að nefna afleysingalækna. Það hefur gengið illa að fá þá og venjulega hafa þetta verið stúdentar. Á síðasta ári ætluðum við til dæmis að taka frí skipulega í fjóra mánuði samfellt. Þannig fengist einn maður samfellt til afleysinga. En það fékkst enginn nema stúdent og sami maðurinn mátti ekki vera nema einn mánuð í senn. Við vorum rétt búnir að koma manninum inn í hlutina, þá var hann farinn aftur. Þetta er alveg hroðalegt kerfi. Sjúkraþjálfara vantar okkur alveg, los er á riturunum okkar og við erum með ljósmóður i hjúkrunarfræðingsstarfi. Þannig er engin ánægja hjá okkur og alls ekki létt að manna stöðina. í lögum um heilsugæslustöðvar stendur, að ríkið eigi að sjá okkur fyrir sjúkraþjálfara, en það gengur treglega eins og fleira sem þaðan á að koma. Þörf fyrir sjúkraþjálfun mun þó á fáum stöðum meiri en í kringum fiskverkunina og bónusinn sem er ríkjandi vinnsluaðferð á þessum fjörðum. Heilsugæslustarfsemin á Eskifirði er öll, þar með talin lyfsala, rekin í 150 fermetra húsnæði og á Reyðarfirði í 50 fermetra húsnæði, og við höfum svo sem enga aðstöðu fyrir sjúkraþjálfara þótt hann fengist til starfa. Á Eskifirði er aðstaðan þannig að heilsugæslulæknarnir tveir vinna sinn daginn hvor við sama skrifborðið. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvers konar ringulreið er, þegar við höfum ekki einu sinni skrifborð hvor fyrir sig. Ríkið og sveitarfélögin hafa ekki séð heilsugæslunni fyrir sæmandi húsnæði og af því stafa erfiðleikar í mönnun. Okkur vantar fyrst af öllu steinsteypu, mikla steypu og fljótt, þá leysist hitt allt á eftir. Heilsugœzlustöðin Eskifirði. SEYÐISFJARÐARTILRAUNIN Atli Árnason: Seyðisfjörður var gerður að H1 stöð með nýju heilbrigðislögunum 1974. Hins vegar hefur staðurinn búið við þann kost að þar er eitt elsta sjúkrahús á Austurlandi og þar hefur verið staða fyrir annan lækni. Áður en við Guðmundur hófum samstarf hafði einn maður gegnt báðum þessum störfum. En vegna þess að þarna voru tvær stöður bauð það upp á breytingu. Guðmundur I. Sverrisson: Þetta er okkar leið til að leysa vandamál einmenningshéraða. Ég hef verið á Seyðisfirði í fimm ár og það er eitt ár síðan Atli kom. Það hefur gífurlegt álag í för með sér að vera einn í svona héraði, þótt íbúarnir séu ekki nema um eitt þúsund. Vinnuálagið er ekki endilega mjög mikið, heldur er álagið fólgið í því að vera á vakt allan tímann og eiga aldrei frí. Það geta komið skorpur, þegar mjög mikið er að gera. Eins geta læknar veikst og þetta verður mjög langþreytandi. Sú leið sem mér datt i hug var að finna einhvern sem væri til í helmingaskipti með mér á starfinu. Ég gerði mér alveg grein fyrir því að ekkert þýddi að tala við ríkisvaldið um að breyta þessu í H2 stöð, nógu illa hafði gengið hjá Auðbergi á Eskifirði, þannig að við leystum þetta eins og mögulegt var og höfum reynt að bjarga okkur. Með þessu fyrirkomulagi erum við ekki nema hálft árið á vakt og höfum möguleika til þess að komast af staðnum ef nauðsyn krefur. Þessi tilraun hefur því komið ágætlega út, og ég er alveg viss um að hefði ég ekki farið út í þetta væri ég fluttur búferlum. Það er ekki hægt að halda svona gegndarlausa vinnu út lengi og eina lausnin í sambandi við einmenningshéruðin er að fá fleiri menn til starfa. Víða er til fjármagn sem hægt er að nýta til þessa, til dæmis þar sem sjúkrahús eða hjúkrunarheimili eru á staðnum. Annars staðar eins og á Vopnafirði og Fáskrúðsfirði eru apótek og það væri hægt að nýta fjármagn úr þeim til þess að greiða kostnað af öðrum lækni. Að mínu mati eiga einmenningshéruð ekki að vera til. Það er ekki hægt að bjóða mönnum upp á það að vinna við slíkar aðstæður nema stuttan tíma, og það er mjög óæskilegt að manna héruð stuttan tíma í einu. Atli Árnason: Vissulega hefði Guðmundur getað fengið afleysingu í fjóra mánuði á ári. En það er eitt sem ekki má vanmeta við það að vera tveir á svona stað, með því fæst samfella og meira öryggi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.