Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 52
184 1987; 73: 184-5 LÆKNABLAÐIÐ BRé.p tiL BLacísins LANDLÆKNI SVARAÐ OG HANN ÁMINNTUR UM SANNSÖGLI Ólafur Ólafsson landlæknir sendir mér pistil í síðasta tölublaði Læknablaðsins og gleymir að setja nafn sitt undir, en við lesturinn leynir sér ekki hvaðan sendingin er1). Tilefnið er greinargerð um s.k. flugmannaveikindi er ég birti í Læknablaðinu 6. tbl. frá ágúst 1986, bls. 154. Þeir sem vilja geta flett upp þessu upp, en þar kemur fram að ritstjóri blaðsins sýndi landlækni bréf mitt áður en blaðið fór í prentun og hafði hann þá ekkert um málið að segja. í greinargerð minni kemur m.a. fram að þáverandi heilbrigðisráðherra Matthías Bjarnason óskaði þess við landlækni að hann drægi tilbaka áminningu til mín. Nú heldur landlæknir því hinsvegar fram löngu seinna að ráðherra hafi fallið frá þessari ósk sinni að athuguðu máli. Þetta er rangt. Ráðherra hefur aldrei fallið frá þeirri ósk og fer því landlæknir með rangt mál. í viðtali við Matthías Bjarnason 20.3. s.l. staðfesti hann þetta við undirritaðan og leyfði mér að hafa það eftir sér. Hið rétta er að skömmu eftir að þetta gerðist haustið 1984 var landlæknir á förum til Danmerkur og féllst ráðherra á að málið biði þar til hann kæmi tilbaka. Það dróst í 9 mánuði og gegndi dr. Guðjón Magnússon störfum landlæknis á meðan. Ekki var hægt að ætlast til þess að dr. Guðjón tæki á sig mistök Ólafs, en þegar hann kom aftur hafði málið sofnað »í kerfinu« eða réttara sagt, þá hafði Ólafi tekist að humma það fram af sér. Nú liggur mér í léttu rúmi hvort Ólafur Ólafsson hefur kjark til að viðurkenna mistök eftir að hafa 1) Þess skal getið að við umbrot féll niður nafn Ólafs Ólafssonar landlæknis þegar tilkynning sú er hann sendi Læknablaðinu var birt í 1. tbl. 1987 á bls. 34. verið bent á þau af yfirmönnum sínum. Verra er að hann virðist vera sneyddur rökréttri hugsun. Hann fer aftur með ósannindi um mætingu flugmanna eftir »veikindin«, hið rétta er að daginn eftir að samningar tókust mættu 28 flugliðar af 30 til starfa og kalla ég þetta að mönnum bráðbatni. Ólafur greindi frá því, að hann sjálfur hafi kennt vottorðaskrif í 5 ár við læknadeildina og segir síðan að lækni sé heimilt að rita í vottorð að sér hafi verið tilkynnt um veikindi sjúklings þótt svo að læknirinn hafi ekki skoðað hann í veikindunum. Auðvitað má rita hvað er er á vottorðseyðublað, en viti læknirinn ekki sönnur á því, þá er það ekkert vottorð og þetta viðurkennir Ólafur loks í lok pistils síns til mín þar sem hann fer í mótsögn við næstu málsgrein sína á undan og segir: »Samkvæmt læknalögum ber læknum einungis að votta það er hann (sic.) veit sönnur á«. Hér er ég loks sammála honum, þrátt fyrir málfræðivilluna. Vegna »áminningar« þessarar til min frá Ólafi Ólafssyni í Læknablaðinu, ritaði ég bréf til heilbrigðisráðherra þ. 4.3. sl. og spurðist fyrir um eftirfarandi: 1. Finnast gögn um það í Heilbrigðisráðuneyti að fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Matthías Bjarnason, hafi fallið frá ósk sinni um að landlæknir drægi áminningu til mín til baka? 2. Hefur landlæknir lagaheimild til útgáfu slíkra áminninga? 3. Ef svo er, má þá birta þær viðkomandi með þeim hætti sem landlæknir gerir í Læknablaðinu frá 15. janúar 1987? 4. Ef svo er ekki, hyggst ráðuneytið þá benda landlækni á að hann sé hér kominn út fyrir mörk og farinn að valda þarflausum miska? Svör ráðherra fara hér á eftir: Hr. læknir Jón K. Jóhannsson 24.3.1987 Reykjavík. Sem svar við fyrirspurnum yðar í erindi dags. 4. þ.m. vill ráðuneytið taka fram eftirfarandi: 1. Ekki eru gögn um það í ráðuneytinu, að Matthías Bjarnason hafi tilkynnt landlækni það bréflega, að fallið væri frá þeirri ósk, að landlæknir drægi til baka áminningu sína til yðar. 2. Landlæknir hefur ekki, sem slíkur, lagaheimild til að veita áminningu vegna atvika sem þeirra, er voru aðdragandi að umræddri áminningu. 3. Skýrist af svari við spurningu 2. 4. Ráðuneytið mun gera landlækni grein fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.