Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 34
170 LÆKNABLAÐIÐ gríðarlega þýðingarmikið og hafi orðið Norðfirði til mikils framdráttar að hér er gott lið sérfræðinga sem sjúklingar treysta og við treystum. Væru afleysingamenn til dæmis áberandi lakari en föstu mennirnir, þá þýddi það að miklu erfiðara væri að nýta sjúkrahúsið. Uppbyggingin hér á Norðfirði hefur komið mjög vel út hvað það snertir, að sjúkrahúsið er vel virkt innan þeirra marka sem það ætlar sér að starfa. Óskar Reykdalsson: í sambandi við þjónustuna hér á Norðfirði, finnst mér mjög mikilvægt að geta leitað til sérfræðinga, þótt ekki þurfi að leggja sjúklinga inn og það hef ég nýtt mér þann tíma sem ég hef verið hér fyrir austan. Hér gætu verið sérfræðingar í fleiri greinum sem hægt væri að nýta á þennan hátt. Atli Árnason: Sjúkrahúsið í Neskaupstað þjónar okkur margvíslega. Ég hef oft hringt hingað og spurt hvort hægt sé að sinna ákveðnum sjúkdómstilfellum. Það vekur þá spurningu hvort hægt væri að gefa út lista yfir aðgerðir og annað sem tæki og aðstaða réttlæta að framkvæmdar séu hér á staðnum. Ef vantar sérhæfða aðstoð þá skiptir til dæmis miklu að vita á hvaða sviði meinatæknar sem hér vinna hafa sérmenntun. Oft eru talsverðar sveiflur á starfsfólki og i þetta litlum einingum skipta slík atriði miklu, þegar verið er að leita eftir ráðleggingum og aðstoð. Það væri til bóta ef þessi umræða í dag gæti leitt til þess að við skilgreindum þessa hluti og áttuðum okkur á möguleikunum. Ég minnist þess að fyrir fimm eða sex árum stóðum við hér og ræddum þessi mál, hálf feimnislega að mér fannst, en þetta framlag Læknablaðsins hefur gefið okkur tækifæri til að opna umræðuna á milli okkar. HELSTU VANDAMÁL FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSSINS í NESKAUPSTAÐ Stefán Þorleifsson: Vandamálin eru ekki mikil núna, þau voru einu sinni mikil og verða alltaf einhver, annars verður engin framþróun. Ég er mjög bjartsýnn á að heilbrigðisþjónustan hér eigi eftir að vaxa og fylgja þróuninni annars staðar. Auðvitað setjum við metnað okkar í það að fá nauðsynleg tæki til þess að geta veitt sæmilega þjónustu á sjúkrahúsinu, þótt þau verði ekki hin alfullkomnustu á markaðnum, og við munum ekki geta tekið hér á móti því sem er allra sérhæfðast, það hlýtur alltaf að verða unnið á einum eða tveimur stöðum á landinu. Það hefur alltaf verið metnaður okkar að hafa gott starfsfólk sem nýtur trausts og hafa lækna sem njóta trausts kolleganna. Þessu höfum við reynt að halda bæði með fasta starfsmenn og eins afleysingafólk. ER ÞÖRF FLEIRI SÉRGREINA Á NORÐFIRÐI? Magnús Ásmundsson: Ég álít að það þurfi að fá hingað fleiri sérfræðinga og brýnast sé að fá röntgenlækni. Röntgenlæknir getur hækkað staðal sjúkrahússins verulega og á einnig að geta þjónað nágrannabyggðunum. Hann gæti auðveldlega farið á milli og verið til dæmis einn dag í viku á Egilsstöðum og Seyðisfirði og ef til vill farið á milli heilsugæslustöðvanna. Eggert Brekkan: Þegar við íhugum hverju hægt væri að bæta við á Norðfirði, þá verður að hafa í huga, að í raun og veru er hámarksþjónustusvæðið sem við getum hugsað okkur um sjö þúsund manns. Það hlýtur að takmarka þá möguleika sem við höfum til að bæta þjónustuna. Kannski er engin grein í læknisfræði í jafn mikilli og örri þróun og sú sem kölluð hefur verið á íslensku myndgreining. Þegar við ræðum um slíka sérfræðinga, þá er ekki lengur verið að tala um venjulega röntgenlækna heldur röntgenlækna sem kunna almennilega að ómskoða og koma til með að nýta sér þróaðri tækni sem er raunar alveg við dyrnar. Þess vegna er það fyrsti sérfræðingur sem við myndum óska eftir að bættist hér við. Því miður er útbúnaðurinn sem slíkur læknir þarf afskaplega dýr. Samt er ég ekki að ræða um kaup á tölvusneiðmyndatæki eða segulendurómunartæki (magnetic resonance) til Norðfjarðar. Það væri ekki bara skemmtilegt fyrir okkur að fá góðan röntgenlækni hingað á Neskaupstað, heldur gæti hann gert Austfirðingum mikið gagn. En það þýðir ekkert að fá góða menn eina sér, þótt þeir séu skemmtilegir, þeir geta ekkert gert nema þeir hafi tækjabúnað og þótt við höfum nokkuð góðan tækjakost hér, þá er hann alls ófullnægjandi til þess að nútíma myndgreiningarsérfræðingur gæti unað við hann. Hvað aðra sérfræðinga varðar sem gott væri að fá hingað í húsið, þá höfum við rætt þetta mál áður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.