Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 30
166 LÆKNABLAÐIÐ hafa verið dánarmein prentmyndasmiða, sem fæddir eru eftir 1904. Um er að ræða lítinn hóp, þar sem ekki koma fram tölfræðilega marktækar niðurstöður, ekki heldur þegar hópurinn var skoðaður með 20 og 30 ára huliðstíma. UMRÆÐA Færri bókagerðarmenn dóu á árunum 1951-1985 en búast mátti við. Samanburðarh ',purinn er, eins og fyrr segir íslenskir karlar á sama aldri, á sama tíma. Áhrif hraustra stafsmanna hafa verið rædd í fyrri dánarmeinarannsóknum sömu höfunda (22-24) og annars staðar (25). Þessara áhrifa gætir í óskiptum rannsóknarhópnum, þegar gerð er athugun án tillits til huliðstíma. Þegar litið er á undirhópana, verður þessa mest vart hjá bókbindurum, en þær niðurstöður eru þó ekki tölfræðilega marktækar. Alls höfðu 113 látist af hópnum og tókst að hafa upp á dánarvottorðum allra nema eins manns, sem samkvæmt frásögn ættingja hafði farist með skipi. Þessi maður bjó erlendis, en þarlend manntalsyfirvöld gátu ekki veitt upplýsingar um dánarmein hans. Samkvæmt munnlegum og skriflegum upplýsingum var dánarmein þessa manns talið drukknun í niðurstöðum þessarar rannsóknar. Rannsóknarhópurinn er lítill og fylgitíminn stuttur. Þetta leiðir til víðra öryggismarka, og niðurstöðurnar er erfitt að meta. Ekki er unnt að fullyrða, að starfsumhverfi bókagerðarmanna sé öruggt og heilsusamlegt. Aukin dánartíðni af völdum ákveðinna sjúkdóma hefur komið fram. Hér er átt við illkynja blóð- og ristilkrabbamein, þar sem dánarhlutfallið er hærra en 1,50 meðal bókagerðarmanna þegar á heildina er litið. Hátt dánarhlutfall úr illkynja blóðkrabbameinum kemur sérstaklega fram hjá bókbindurum, en þar er aðeins um eitt dauðsfall að ræða, og niðurstöðurnar verða ekki tölfræðilega marktækar. Þetta er þó í engu ósamræmi við niðurstöður erlendra rannsókna (11). Þar hefur fundist hækkuð dánartíðni úr illkynja blóðkrabbameini meðal bókbindara. Til þess að fá svör við spurningum, sem þessi rannsókn hefur vakið, er nauðsynlegt að fylgja hópnum eftir með nýrri athugun að nokkrum árum liðnum. Þakkir: Höfundar þakka Svani Jóhannessyni, bókbindara, Magnúsi Einari Sigurðssyni, setjara, fyrir ómetanlega aðstoð og Víði Kristjánssyni, efnafræðingi, fyrir upplýsingar um mælingar á mengun i íslenskum prentsmiðjum. SUMMARY A retrospective cohort study was carried out to determine the cause of death among 769 printers, bookbinders and photoengravers with a special reference to neoplasms of lymphatic and hematopoetic tissue. The subjects of the study group were all on record in the Book of printers and related workers, and they were at minimum exposed in their occupation for four years while they served their apprenticeship and they were all certified as bookbinders, printers and photoengravers. Information on death occurring between 1951 and 1985 was obtained through the Statistical Bureau of Iceland. The vital status could be ascertained for all subjects. Expected death rates were calculated, based on the national rates for males in the corresponding age groups and calendar years. The total number of deaths from all causes was less than expected for the whole study period (113 versus 123.75), SMR was 0.91 which was statistical significant at the 5% level. When restricting the cohort to bookbinders born after 1904 and making allowance for a latent period of 30 years, one death from leukemia was found against 0.04 expected, giving SMR 25.00, but this is not statistical significant. The results are consistent with those of previous studies of printers, bookbinders and photoengravers, however not statistical significant. The cohort is rather small and the follow-up time short giving a wide confidence limits, which means that the study can not be considered a negative study. HEIMILDIR 1. Andersen PE, Boserup B, Seedorff L, Sörensen F. Kemiske stoffer og produkter inden for den grafiske branche. Rapport. Medicinsk-Kemisk Institut. Köbenhavns Universitet. Köbenhavn 1979. 2. Thyboll G, Brodin L. Produktinformation för kemiska produkter anvánda inom grafisk industri. Grafiska Arbetsmiljökommittén. Stockholm 1978. 3. Thyboll G, Brodin L. Produktinformation II. Produktinformation för kemiska produkter anvánda inom grafisk industri. Grafiska Arbetsmiljökommitten. Stockholm 1983. 4. Kay Kingsley. Toxicologic and cancerogenic evaluation of chemicals used in the graphic arts industries. Clin Toxicol 1976; 9: 359-90. 5. International Agency for Research on Cancer. Some instustrial chemicals and dyestuffs. IARC monographs on the evaluation of the carcinogenic risk of chemicals to humans. Lyon 1982; 29: 93-148. 6. Vigliani E. Leukemia associated with benzene exposure. Ann NY Acad Sci 1976; 271: 143-9. 7. Infante PF, Rinsky RA, Wagoner JK, Young RJ. Leukæmia in benzene workers. Lancet 1977; 2: 76-8. 8. Hagmar L, Bellander T, Englander V, Ranstam J, Attewell R, Skerfving S. Mortality and cancer morbidity among workers in a chemical factory. Scand J Work Environ Health 1986; 12: 545-51. 9. Olsson H, Brandt L. Occupational exposure to organic solvents and Hodgkin’s disease in men. Scand J Work Environ Health 1980; 6: 302-5.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.