Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 20
160 1987; 73: 160-7 LÆKNABLAÐIÐ Hólmfríður Gunnarsdóttir, Soffía G. Jóhannesdóttir, Vilhjálmur Rafnsson. DÁNARMEIN BÓKAGERÐARMANNA Á ÍSLANDI ÚTDRÁTTUR Þessi rannsókn á dánarmeinum íslenskra bókagerðarmanna var gerð til að athuga, hvort einhver sérstök dánarmein væru tíðari meðal þeirra en annarra íslenskra karla og þá sérstaklega með tilliti til blóðkrabbameina. Bókagerðarmenn nota við vinnu sína mörg efni, sem sum hver geta valdið krabbameini, og er það tilefni rannsóknarinnar. í heild höfðu færri dáið en búast mátti við þegar litið var á alla bókagerðarmenn á öllum fylgitímanum. Ekki kom fram tölfræðilega marktæk aukin dánartíðni úr neinu dánarmeini. Þegar rannsóknarhópnum hefur verið skipt eftir því hver verkefni menn höfðu er um að ræða litla hópa, þar sem ekki koma fram tölfræðilega marktækar niðurstöður. Dánarhlutfall er hækkað fyrir illkynja blóð- og ristilkrabbamein, þannig að nauðsynlegt er að fylgja hópnum eftir með nýrri athugun að nokkrum árum liðnum. INNGANGUR Bókagerðarmenn nota m.a. blý, prentsvertu, pappír, smurolíur, ljósmyndaefni og ýmis lífræn leysiefni við vinnu sína. Könnun á efnum í dönskum prentiðnaði árið 1978 leiddi í ljós, að þar voru notuð yfir 2000 efni (1). Tekið var fram, að frá 1950 hefði orðið ör tækniþróun á þessu sviði, og breytingarnar væru svo miklar, að athugun af þessu tagi gæfi aðeins augnabliksmynd af þeim efnum, sem þá voru notuð. Svíar hafa gefið út rit um efni í prentiðnaði með upplýsingum um innihald og áhættu við notkun þeirra (2, 3). Eiturefnafræðilegt mat á efnum og efnaflokkum í prentiðnaði leiddi til þeirrar niðurstöðu, að þar væru notuð krabbameinsvaldandi efni (4). Eitt þeirra er bensen, sem komið hefur fyrir í lífrænum leysiefnum, en í skýrslu Alþjóðlegu stofnunarinnar um krabbameinsrannsóknir (IARC) er talið, að nægileg rök hafi verið leidd að því, að það valdi krabbameini hjá mönnum (5). Frá Vinnueftirliti ríkisins. Barst 31/03/1987. Samþykkt til birtingar 07/04/1987. Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar erlendis á dánarmeinum bókagerðarmanna. Niðurstöður hafa ekki verið á einn veg. Erfitt er að bera þessar rannsóknir saman, því að aðferðirnar og hóparnir hafa verið mismunandi. Bókagerðarmenn eru ósamstæður hópur að því leyti, að efnamengun, sem þeir verða fyrir, aðstæður og álag í starfi, er mismunandi eftir því, hver verkefnin eru. í rannsóknum hefur verið sýnt fram á samband bensenmengunar og hvítblæðis (6), einkum mergfrumulýsu og einkjörnungalýsu (myeloid leukæmia og monocyt leukæmia) (7). Fleiri rannsóknir benda til tengsla lífrænna leysiefna og illkynja blóðsjúkdóma (malignant lymphoma/myelomatosis) eftir 10 ára huliðstíma (8) og lífrænna leysiefna og Hodgkinssjúkdóms (9) . Athugun á dánarmeinum dagblaðaprentara í Los Angeles leiddi í Ijós, að fleiri dóu úr hvítbæði, nýrnakrabbameini og vegna skorpulifrar en búast mátti við (10). Fundist hefur hækkuð dánartíðni í sjúkdómaflokkunum dreifðum mergfrumuæxlum (multiple myeloma), hvítblæði, Hodgkinssjúkdómi og ristilkrabbameini í rannsókn á bókagerðarmönnum (11). Nokkrar rannsóknir meðal bókagerðarmanna hafa bent til aukinnar tíðni lungnakrabbameins (12-15), en í öðrum hefur þetta ekki komið fram (16). Dánarmeinarannsóknir á bókagerðarmönnum hafa ennfremur leitt í ljós aukna tíðni allra krabbameina (14, 15), sjálfsmorða (14) og hjarta- og æðasjúkdóma (15). Nýverið fékk prentari í Stokkhólmi, sem greindur var með »non-Hodgkin’s-lymfom«, það viðurkennt hjá tryggingunum, að um væri að ræða atvinnusjúkdóm vegna langvarandi efnamengunar litarefna, tólúens, xýlens og tríklóretýlens (17).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.