Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 54
186 LÆKNABLAÐIÐ þeirri skoðun sinni, að hann hafi með nefndri áminningu sinni til yðar farið út fyrir valdsvið sitt. Ragnhildur Helgadóttir (sign.) Páll Sigurðsson (sign.) Svo mörg eru þau orð. í febrúarmánuði 1986 ritaði ég að gefnu tilefni landlæknisembættinu og bar fram eftirfarandi fyrirspurnir. Telur embættið fjarvistarvottorð frá vinnu fullnægjandi, sem orðað væri þannig: 1. Hr. N.N. etc. var óvinnufær með öllu vegna sjúkdóms tímabilið frá til dags. JKJ læknir. og fram kæmi hjá lækninum aðspurðum, að skoðun hafi aldrei farið fram á meintu veikindatímbili. 2. Hr. N.N. etc. var óvinnufær tímabilið frá til vegna veikinda að eigin sögn. dags. JKJ læknir. Engin skoðun hefur farið fram, læknirinn skráir aðeins það sem viðkomandi tjáir honum en leggur ekkert mat á sannleiksgildi þess. 3. Hópur manna eða starfsstétt, sem á í vinnudeilu, lýsir sig alla veika ákveðna daga þegar þeir hefðu átt að mæta til starfa, læknisvottorð berast fyrir suma af þessum starfsmönnum og er þá orðuð eins og í dæminu hér að ofan, starfsmaðurinn er óvinnufær að eigin mati, læknirinn leggur þar ekkert til málanna. Jafnskjótt og kjaradeilan hefur verið leyst, bráðbatnar svo öllum starfsmönnunum. Telur landlæknisembættið ástæðu til að kanna betur slíkar uppákomur og þátt lækna í þeim? Engin svör bárust og því ítrekaði ég þessar spurningar í bréfi í september 1986 en viðbrögð hafa engin verið. Embætti landlæknis stingur undir stól spurningum er varða miklu fyrir launþega og launagreiðendur í landinu. Þó varða þær mestu fyrir læknastéttina í heild því það er ekki vanzalaust og sízt til virðingarauka að þrýstihópar í þjóðfélaginu geti veifað vafasömum læknisvottorðum þegar þeim hentar í kjaradeilum og síðan haft þá sömu lækna að háði og spotti fyrir einfeldni þeirra og þjónustulipurð. Verður þetta því einatt til að koma óorði á alla stéttina. Ég vil því að lokum skora á landlækni að svara ofannefndum fyrirspurnum, ef hann vill að menn taki mark á honum. Ég læt svo útrætt um þetta mál nema nýtt tilefni gefist. Jón K. Jóhannsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.