Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 47
LÆKNABLAÐIÐ 1987; 73: 179-83 179 Birna Þórðardóttir FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ í NESKAUPSTAÐ Blaðamaður notaði tímann sem gafst á meðan læknar sinntu aðalfundarstörfum og skoðaði Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað í fylgd Guðrúnar Sigurðardóttur hjúkrunaforstjóra. í för með okkur slóst Stefán Þorleifsson sem lét af framkvæmdastjórastörfum 1. mars 1986, en þeim hafði hann gegnt frá upphafi. Við störfum af Stefáni tók Kristinn ívarsson. GRUNDVALLARATRIÐI AÐ FÁ SKURÐSTOFUSJÚKRAHÚS Þegar ákveðið var að byggja sjúkrahús í Neskaupstað, sem var á sjötta áratugnum, var ástandið þannig, að á öllu svæðinu frá Akureyri til Vestmannaeyja var hvergi hægt að framkvæma uppskurði. Þess vegna var það grundvallaratriði að skurðlæknir starfaði á sjúkrahúsinu i Neskaupstað. Einn megintilgangurinn með framkvæmdunum var að byggja skurðsjúkrahús fyrir Austurland. Ekki má heldur gleyma að á þessum tíma var geysistór fiskiskipafloti úti fyrir Austurlandi, allur íslenski síldarflotinn ásamt stórum erlendum flota. Það var í raun ótækt annað en koma upp sæmilegri læknisþjónustu fyrir allan þann mannfjölda, enda eru slys á hafi úti oftar en ekki alvarlegs eðlis. Enn er stór floti úti fyrir ströndum og nauðsynlegt að hafa vel búið sjúkrahús á strandlengjunni. Árið 1958 var sjúkrahúsið i Neskaupstað gert að fjórðungssjúkrahúsi og var sú ákvörðun lögfest 1973 með lagasetningu er skikkaði eitt fjórðungssjúkrahús í hvern landsfjórðung. Á upptökusvæði sjúkrahússins búa um sjö til átta þúsund manns. Flestir sjúklinganna eru frá svæðinu er afmarkast í suðri af Djúpavogi og Neskaupstað í norðri, en einnig koma sjúklingar í nokkrum mæli frá Egilsstöðum. Alls geta 36 sjúklingar legið á sjúkrahúsinu í einu, þar af eru tvö rúm á fæðingastofu og tvö á gjörgæslustofu. Nú er verið að hefja breytingar á gömlu sjúkrahúsbyggingunni og er fyrirhugað að þar verði deild fyrir 14 langlegusjúklinga. Gamla bygging Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað. Til vinstri sést í nýja húsið. Breiðablik er í forgrunni hægra megin og sést vel tengigangurinn á milli húsanna. Myndir tók: Haraldur Bjarnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.