Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 42
176 LÆKNABLAÐIÐ fyrir íbúana. Um árangur er best að spyrja Seyðfirðinga sjálfa, hvort þeir séu ánægðir, það er kannski endanlegur dómur um hvernig til hefur tekist. Þetta er heppilegt fyrirkomulag að mörgu leyti, til dæmis gefst möguleiki til þess að vinna um tíma annars staðar, erlendis eða á stærri sjúkrahúsum hér og afla sér viðhaldsþekkingar. Það er einnig rétt að fram komi, að við fórum út í þetta einir og að okkar mati leit kerfið þetta fremur hornauga, þannig að ég veit ekki hvort þetta getur orðið fyrirmynd fyrir aðra. Að minnsta kosti held ég að kerfið komi ekki til með að hafa neitt frumkvæði í þá átt. TILHÖGUN í ÖÐRUM HÉRUÐUM Auðbergur Jónsson: Á Eskifirði erum við búnir að vera tveir í héraðinu í tvö ár. Það hefur orðið til þess að ég hef spurt mig hvað hafi valdið því að ég var að asnast þetta einsamall svona lengi. Það er alveg fáránlegt og ætti enginn maður að gera. Magnús Ásmundsson: Á Norðfirði höfum við nokkra sérstöðu. Við rekum lítið sjúkrahús og hér eru þrír læknar, lyflæknir, skurðlæknir og svæfingalæknir sem jafnframt vinna á heilsugæslunni. Ég álít að þetta hafi ýmsa kosti í för með sér. í fyrsta lagi getum við samnýtt vaktir á sjúkrahúsinu og i héraði. í öðru lagi getum við haft drög að verkaskiptingu í móttöku og í þriðja lagi kemur ekki upp afbrýðisemi á milli sjúkrahúslækna annars vegar og heimilis- og heilsugæslulækna hins vegar sem sums staðar að minnsta kosti hefur verið rót að alls konar leiðindum. Ég álít að þetta fyrirkomulag hafi gefist mjög vel og er spurning hvort mætti taka það upp víðar. Gunnsteinn Stefánsson: Vinnutilhögun sjúkrahúslækna í Neskaupstað er eðlileg þar sem íbúar í héraðinu og fjórðungnum í heild eru tiltölulega fáir, þannig að sjúkrahúsmönnun hlýtur að vera þungamiðjan. Ég er hins vegar ekki viss um að þetta sé fyrirmynd fyrir aðra staði. Sérfræðingarnir á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað eru mjög reyndir læknar og fjölhæfir og ég held að læknar sem hér starfa þurfi að vera það og ekki sérhæfðir á alltof þröngu sviði. Norðfirðingar hafa síðan vandað til vals á afleysurum, þótt erfitt sé að ganga í föt heimamanna varðandi sjúkrahúsþjónustu, hvað þá varðandi ýmis almenn vandamál utan sjúkrahússins. Eggert Brekkan: Við Magnús erum af þeirri kynslóð þegar menn voru ekki með þrönga sérmenntun. Við höfum báðir mjög breiða menntun á sjúkrahúsum. Við höfum verið í hinum og öðrum undirgreinum og sé litið á okkar pappíra erum við í raun og veru ekki bara sérfræðingar í skurðlækningum og lyflækningum, heldur höfum við almenna læknismenntun alveg sambærilega við þá lækna sem nú eru nefndir sérfræðingar í heimilislækningum. Svona læknar menntast ekki lengur vegna þess að menn hafa ekki tækifæri til þess. FJÁRMÖGNUN HEILBRIGÐISÞJÓNUSTUNNAR ER ÓTRYGG Stefán Þorleifsson: Hvað framtíðina varðar þá hef ég lang mestar áhyggjur af fjármálum heilbrigðisstofnana úti á landsbyggðinni. Verið er að undirbúa nýtt fjármögnunarkerfi fyrir rekstur þessara stofnana. Áætlunin er að setja þær á fastar fjárveitingar. Hingað til hefur Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað verið rekið á daggjöldum eins og flestar sjúkrastofnanir. Það hefur verið dálítið erfitt, en þó vil ég ekki skipta á því fyrirkomlagi og fastri fjárveitingu, miðað við löggjöfina sem ennþá stendur þar á bak við. Við á landsbyggðinni megum gæta okkar alveg sérstaklega verði þessar stofnanir settar inn á fjárveitingar án þess að stafur sé fyrir því í lögum, að fjárveiting á hverjum tíma skuli nægja fyrir eðlilegum rekstrarkostnaði. Þróunin getur orðið sú að farið verði að líta á fjárveitinguna sem rekstrarstyrk og vandanum verði smám saman ýtt yfir á sveitarfélögin eins og var áður en daggjaldakerfið var tekið upp 1969. Þá var rekstrarhallinn orðinn allt að 40% og sveitarfélögin urðu að bera hann. Að sjálfsögðu stöðvaðist öll framþróun, og viðhald og annað slíkt var í algjöru lágmarki. Þarna er hættan og þarna verðum við að knýja á löggjafann, að um leið og þessi breyting taki gildi, þá verði ákvæði sett inn í lögin, sem tryggi rekstur sjúkrastofnana úti á landsbyggðinni. Atli Árnason: Á aðalfundi Læknafélags Austurlands, sem var að ljúka, vorum við einmitt að ræða um fyrirhugaðar breytingar á rekstrargrunni sjúkrahúsa og höfum talsverðar áhyggjur af þessu. Breytingarnar fela í sér öfugþróun gagnvart landsbyggðinni og það er ekki nýtt því að í raun er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.