Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 153 látinna í umferð hér á landi, og bendir margt til þess, að tíðni umferðarslysa á þessum aldri sé hærri en víðast annars staðar (8). Milli þrítugs og fertugs slást menn enn og brjóta helst kinnbein. Á þessum aldri er farið að bera meira á fallslysum. Milli fertugs og fimmtugs fækkar slagsmálum og líkamsárásum, en eru þó enn áhrifamesti orsakavaldur andlitsbrota ásamt því, að fallslys valda fjórðungi slysa í aldurshópnum og brjóta helst kinnbein. Milli fimmtugs og sextugs lægir loks öldu slagsmála og barsmíða en þó þannig, að fallslys og slagsmál valda 26% brota hvor orsakaþáttur en umferðarslys valda 28% brota í aldurshópnum, og helst brotnar kinnbein. Eftir sextugsaldur er helsta orsökin fallslys og afleiðingin kinnbeinsbrot. íþróttaslys og vinnuslys ollu 10% miðandlitsbeinbrota hvor þáttur. íþróttaslys, sem oft voru afleiðing hestamennsku, ollu tíðast kinnbeinsbrotum. Svo var einnig um vinnuslys. Vinnuslys og umferðarslys voru þeir orsakaþættir, sem helst ollu margbrotum í andliti. Það er eftirtektarvert, hve mörg fallslysin eru, en helstu skýringar, sem sjúklingar gefa í sjúkrasögu eru þær, að viðkomandi hafi dottið niður stiga, hrasað á baðherbergisgólfi, gengið á vegg, hurð o.s.frv. Rétt er að geta þess, að tæpur helmingur þeirra sem brotnuðu við fall, viðurkenndu áfengisnotkun fyrir slys. Athyglisvert er að um 40% þeirra, sem brotnuðu við fall voru konur, en þær eru hinsvegar ekki nema 27% af öllum hópnum. Að stærstum hluta er skýringa á fjölda miðandlitsbeinbrota hér á landi að leita til stórs hóps sjúklinga, sem kinnbeins- og nefbrotnar af völdum barsmíða og fallslysa af ýmsu tagi. Hins vegar getur við skoðun sem þessa verið ákaflega erfitt að fá nákvæma og sanna mynd af hinum eiginlegu tildrögum, aðdraganda, Iíkamsmeiðinga og fallslysa. Ofbeldi er víða umtalsverður orsakaþáttur andlitsbeinbrota. Rannsóknir á tildrögum slíkra slysa verða þó lítils virði nema að mál séu skoðuð með nákvæmari skýrslutöku í upphafi. Ákveðinn grunur um ofbeldi, þegar til dæmis fallslys er skráð sem ástæða slyss, ætti því að leiða til ítarlegri skoðunar allra málsatvika. HEIMILDIR 1. Afzelius LE, Rosén C. Facial fractures. A Review of 368 cases. Int J Oral Surg 1980; 9:25-32. 2. Brekkan Á, Björgvinsson E. Demographic distribution and causes of diagnosed facial fractures. The Icelandic Medical Journal 1978: 64/Suppl. 6: 81-7. 3. Lundin K, Rideil A, Sandberg N, öhman A. One thousand maxillo-facial and related fractures at the ENT-Clinic in Gothenburg. Acta Otolaryng 1973; 75: 359-61. 4. Lamberg MA. Maxillo-facial fractures. An Epidemiological and clinical study on hospitalized patients. Proc Finn Dent Soc 1978; 74: 113-35. 5. Lamberg MA. Site, type and causes of fractures in the middle third of the facial skeleton. Proc Finn Dent Soc. 1977; 73: 203-11. 6. Mallett SP. Fractures of the jaw. A survey of 2124 cases. J Am Dent Assoc 1950; 14: 657-73. 7. Ólafsson SH. Faraldsfræðileg rannsókn andlitsbeinbrota sjúklinga vistaðra á þremur sjúkrahúsum í Reykjavík árin 1970 til 1979. I. Brot á kjálka. Læknablaðið 1984; 70: 54-62. 8. Ólafsson SH. Andlitsbeinbrot vegna umferðarslysa. Tannlæknablaðið 1984; 2: 9-16. 9. Rowe NL., & Killey HC. Fractures of the facial skeleton. The Williams and Wilkins Company. Baltimore 1970: 857-76. 10. Schuchardt K, Schwenzer N, Rottke B, Lentrodt J. Ursachen, Haufigkeit und Lokalisation der Frakturen des Gesichtsschadels. Fortschr. Kiefer und Gesichtschir 1966; 11: 1-6. 11. Van Hoof RF, Merkx CA, StekeÐlenburg EC. The different patterns of fractures of the facial skeleton in four European countries. Int J Oral Surg 1977; 6: 3-11. 12. Voss R. The aetiology of jaw fractures in Norwegian patients. J Max-Fac Surg. 1982; 10: 146-8.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.