Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 49
LÆKNABLAÐIÐ 181 en nú er gert. Það væri til dæmis hægt að safna sjúklingum af Austurlandi sem þyrftu ákveðna læknisþjónustu og veita hana tímabundið á Fjórðungssjúkrahúsinu. Þessi möguleiki er því miður ekki nýttur. Engin kona lá á fæðingastofu er Læknablaðið bar að garði, en fæðingar eru um 50 á ári og hefur heldur fækkað. Konur liggja yfirleitt sex daga eftir fæðingu og stundum lengur. Þá ber að taka með í reikninginn að oft eiga þær erfiða heimleið fyrir höndum, jafnvel um tvo fjallvegi. Á annarri hæð eru tekin hjartalínurit og blóðprufur. Þar er rannsóknastofa þar sem einn meinatæknir vinnur ásamt aðstoðarmanni, var rannsóknastofan áberandi snyrtileg. Sónartæki er í herbergi sem ætlað er fyrir heilsugæsluhjúkrunarfræðing, hvenær sem slíkur fæst á staðinn. Ágætis tæki eru til röntgenskoðunar og unnt að taka allar algengar myndir. Einnig eru speglunartæki fyrir hendi. í bóka- og fundaherbergi eru haldnir fræðslufundir svo oft sem hægt er. Nýlega hafði verið haldinn fræðslufundur um nálarstunguaðferð, Einar Jóhannesson læknir í Sviþjóð sá um hann og hafði að sögn stungið margan reykingarmanninn til að gefa upp nautn sína. HEILSUGÆSLUSTÖÐ í SJÚKRAHÚSINU Heilsugæslustöð er starfrækt inni í sjúkrahúsinu og eru allir læknar sjúkrahússins jafnframt starfandi við hana. Sjúklingar utan úr bæ geta því leitað á stofu til allra sjúkrahúslækna. Heilsugæslustöðin er opin frá 8 að morgni til 5 síðdegis. Þar er einnig sinnt ungbarnaeftirliti og mæðraskoðun. í næsta herbergi við móttöku heilsugæslustöðvarinnar er slysavarðstofa með nauðsynlegum búnaði, þannig að ekki þarf að fara langar leiðir um sjúkrahúsið með slasað fólk, til dæmis að næturlagi og raska þannig ró annarra sjúklinga. Gert var ráð fyrir tannlæknastofu inni í sjúkrahúsinu en enginn tannlæknir hefur fengist til Neskaupstaðar og er það stóralvarlegt að íbúar Norðfjarðar, um 1800, skuli vera án tannlæknaþjónustu og þurfa að sækja hana annað, jafnvel til Reykjavíkur. Vart þarf að orðlengja hvílíkan kostnað það hefur í för með sér. ENDURBYGGING GAMLA HÚSSINS Á undanförnum árum hafa verið gerðar nokkrar endurbætur á gömlu sjúkrahúsbyggingunni, einkum á legudeild þótt mikið verk sé þar óunnið. Á þeirri deild hefur verið komið upp borðstofu fyrir alla sjúklinga sem hafa fótavist og er það mikill munur frá því sem áður var, að allir þurftu að borða við sitt sjúkrarúm. Þar er einnig setustofa fyrir þá sjúklinga sem reykja og hefur gamla skurðstofan verið tekin til þeirra nota. í tengibyggingu milli eldra og nýja hússins er svo önnur setustofa, reyklaus. í báðum þessum setustofum er hægt að horfa á sjónvarp og myndbönd. Á efstu hæð sjúkrahússins er elli- og öryrkjadeild fyrir tólf manns. Guðrún tók fram, að þarna væri fremur heimili þeirra er þar vistast en sjúkrastofnun. íbúarnir eru frá hinum ýmsu byggðarlögum á Austurlandi, en ekki eingöngu bundnir við Norðfjörð. Á ellideildinni er borðstofa og lítil, hlýleg setustofa, sem jafnframt er bókasafn. Bókasafn er einnig í öðru herbergi á sömu hæð, en bókasafn sjúkrahússins er orðið all mikið að vöxtum. Lyfta gengur frá eldhúsi í borðstofu ellideildarinnar. Herbergin eru lítil og litum við inn í eitt þeirra. Þar brosti Vigdís Finnbogadóttir til okkar af veggnum og henni til hliðar voru þau Halldóra og Kristján Eldjárn. Guðrún Sigurðardóttir hjúkrunarforstjóri og Kristinn ívarsson forstöðumaður sjúkrahússins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.