Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 33
LÆKNABLAÐIÐ 169 annast obbann af því sem til fellur og við eigum að halda áfram að gera það. Hvað varðar framtíðarhlutverk þessa sjúkrahúss, þá tel ég að það þurfi að efla það, þótt á brattann verði að sækja og þótt læknisfræðin sé orðin svo flókin og krefjist svo mikillar tækni og sérhæfingar að það sé erfitt og verði enn erfiðara að reka lítil sjúkrahús. Við verðum auðvitað að reyna að mæta því eins og hægt er og við þurfum að reyna að koma í veg fyrir að við lendum í fjársvelti. Kristinn ívarsson: Ég vil minna á að þetta sjúkrahús er staðsett við höfn. Hér við ströndina er oft á tíðum fjöldi fiskiskipa og sjómenn eiga hvað styst hingað ef um bráða aðgerð er að ræða. Fjórðungssjúkrahúsið var sett hér niður, ekki síst vegna þess að fyrir 1960 var gríðarlega stór floti við Austfirði þar á meðal allur íslenski síldarflotinn. Fjöldi sjúklinga kom af sjónum og yfirleitt er fært sjóleiðina, þótt við getum hvorki flogið né komist yfir Oddskarð. ÞJÓNUSTA FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSSINS í NESKAUPSTAÐ Gunnsteinn Stefánsson: Á Austurlandi þurfum við sjúkrahús sem gegnir tvenns konar hlutverki. Annars vegar verður það að sinna allri bráðaþjónustu. Hins vegar verður það að sinna eins miklu af völdum tilfellum og hægt er og það þarf að gera sér grein fyrir og skilgreina á hve háu stigi þessi valda þjónusta á að vera. Hverju á að vera hægt að sinna heima í héraði og hvað á að senda í burtu. Þessir tveir þættir skipta mestu. Við lítum til Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað annars vegar sem neyðarsjúkrahúss og hins vegar sem sjúkrahúss sem sinnir völdum sjúkdómstilfellum upp að vissu marki, með hliðsjón af þeirri getu sem hægt er að búast við af sjúkrahúsinu. Atli Árnason: Á Seyðisfirði höfum við annars vegar öldrunarsjúklinga og hins vegar möguleika á því að leggja inn bráðveika sjúklinga og meðhöndla, einkum á sviði lyflæknisfræði auk fæðingarhjálpar. Sjúklinga er þarfnast handlækninga sendum við yfirleitt frá okkur, og það fer eftir aðstæðum hverju sinni hvert þeir eru sendir. Þar skipta samgöngur miklu og þær eru erfiðar á Austurlandi. Það hljómar dálítið ankannanlega að þótt landfræðilega sé stutt á milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar þá er oft mikið fljótlegra og einfaldara fyrir okkur að senda sjúklinga suður til Reykjavíkur, og það sjúklinga sem hægt væri að sinna hér á Norðfirði. Það þurfum við að vega og meta hverju sinni. Auðbergur Jónsson: Undanfarin ár hef ég sent 80-90% af öllum sjúklingum sem fara á sjúkrahús yfir á Norðfjörð. Hér er þjónusta bæði hvað varðar lyflækningar og skurðlækningar. Vissulega skortir bæklunarlækningar og fleira, en sú þjónusta sem veitt er finnst mér vel fullnægjandi á því sviði sem hún er og sé ekki fyrir mér neina stórkostlega breytingu. Stefán Þórarinsson: Varðandi sjúkrahúsþjónustu og heilsugæsluþjónustu á litlum stöðum eins og við búum á, þá er þetta mjög mikið spurning um mannskap engu síður en stofnanir eða landafræði. Stofnanirnar standa og falla með þeim starfsmönnum sem þar eru. Og ég tel það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.