Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.1987, Side 47

Læknablaðið - 15.05.1987, Side 47
LÆKNABLAÐIÐ 1987; 73: 179-83 179 Birna Þórðardóttir FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ í NESKAUPSTAÐ Blaðamaður notaði tímann sem gafst á meðan læknar sinntu aðalfundarstörfum og skoðaði Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað í fylgd Guðrúnar Sigurðardóttur hjúkrunaforstjóra. í för með okkur slóst Stefán Þorleifsson sem lét af framkvæmdastjórastörfum 1. mars 1986, en þeim hafði hann gegnt frá upphafi. Við störfum af Stefáni tók Kristinn ívarsson. GRUNDVALLARATRIÐI AÐ FÁ SKURÐSTOFUSJÚKRAHÚS Þegar ákveðið var að byggja sjúkrahús í Neskaupstað, sem var á sjötta áratugnum, var ástandið þannig, að á öllu svæðinu frá Akureyri til Vestmannaeyja var hvergi hægt að framkvæma uppskurði. Þess vegna var það grundvallaratriði að skurðlæknir starfaði á sjúkrahúsinu i Neskaupstað. Einn megintilgangurinn með framkvæmdunum var að byggja skurðsjúkrahús fyrir Austurland. Ekki má heldur gleyma að á þessum tíma var geysistór fiskiskipafloti úti fyrir Austurlandi, allur íslenski síldarflotinn ásamt stórum erlendum flota. Það var í raun ótækt annað en koma upp sæmilegri læknisþjónustu fyrir allan þann mannfjölda, enda eru slys á hafi úti oftar en ekki alvarlegs eðlis. Enn er stór floti úti fyrir ströndum og nauðsynlegt að hafa vel búið sjúkrahús á strandlengjunni. Árið 1958 var sjúkrahúsið i Neskaupstað gert að fjórðungssjúkrahúsi og var sú ákvörðun lögfest 1973 með lagasetningu er skikkaði eitt fjórðungssjúkrahús í hvern landsfjórðung. Á upptökusvæði sjúkrahússins búa um sjö til átta þúsund manns. Flestir sjúklinganna eru frá svæðinu er afmarkast í suðri af Djúpavogi og Neskaupstað í norðri, en einnig koma sjúklingar í nokkrum mæli frá Egilsstöðum. Alls geta 36 sjúklingar legið á sjúkrahúsinu í einu, þar af eru tvö rúm á fæðingastofu og tvö á gjörgæslustofu. Nú er verið að hefja breytingar á gömlu sjúkrahúsbyggingunni og er fyrirhugað að þar verði deild fyrir 14 langlegusjúklinga. Gamla bygging Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað. Til vinstri sést í nýja húsið. Breiðablik er í forgrunni hægra megin og sést vel tengigangurinn á milli húsanna. Myndir tók: Haraldur Bjarnason.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.