Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.1987, Side 10

Læknablaðið - 15.05.1987, Side 10
150 LÆKNABLAÐIÐ Tafla III. Kinnbeinsbrot: Kyn- og orsakadreifing. Orsakir Slagsmál/ Umferð líkamsárásir Fall Vinna íþróttir Annað Alls N (%) N (%) Nx (*) N (W) N (%) N W N (Vo) Karlar .... ...36 16% 85 37% 30 13% 33 15% 32 14% n 5% 227 100% Konur ...21 30% 19 27% 22 31% 4 6% - 4 6% 70 100% Samtals 57 104 52 37 32 15 297 gegnum neðantóttargat (foramen infraorbitale) og fram- eða hliðarvegg kjálkaholu (sinus maxillaris) miðlægt við kinnar- og kinnkjálkasaum (sutura zygomatico-maxillaris) og á kinnboga (arcus zygomaticus) við kinnbogasaum (sutura zygomaticotemporalis (tafla IV). Hjá flestum þessara sjúklinga var kinnbeinið úr stað fært og hliðrað aftur á við, niður og inn að miðju. í sjúklingahópnum voru 66 einstaklingar (22%), þar sem lítil eða engin hliðrun var á brotendum og skurðaðgerð því ekki talin nauðsynleg. Þessir sjúklingar voru hins vegar innlagðir til aðgerða vegna annarra andlitsbrota. Meðferð á kinnbeinsbrotum. Skurðaðgerðir voru framkvæmdar hjá 231 sjúklingi (78%). Algengasta aðgerðin vegna kinnbeinsbrota var svonefnd »Gillies«-skurðaðgerð og henni næst bein vírun (osteosutura); þá »Caldwell-Luc«-aðgerð og að lokum ísetning beingræðlings eða gerviefnis (venjulega silíkon) fyrir brotinn augnbotn. Þar sem skurðaðgerðir voru framkvæmdar, var hjá 195 sjúklingum (84%) þörf einnar aðgerðartegundar, en í 36 tilvikum voru tvær eða fleiri aðgerðasamstæður nauðsynlegar (tafla V). Brot á kinnkjálka. Samtals voru í hópnum 64 einstaklingar brotnir á kinnkjálka (efri kjálka), karlar 42 (66%) og konur 22 (34%). Af þessum hópi höfðu 47 (73%) einnig hlotið önnur andlitsbeinbrot. Helstu orsakir þessara brota voru umferðarslys, vinnuslys og fallslys (mynd 1). Umferðarslys ollu samtals 47% brota á kinnkjálka og voru gangandi vegfarendur þriðjungur þess hóps, en ökumenn og farþegar bifreiða um Vi. Aldursdreifing sjúklinga með brot á kinnkjálka var þannig, að fjölmennastir voru einstaklingar á aldrinum 16-25 ára (28%). Nokkuð jöfn dreifing var síðan til sextugsaldurs. Um 12.5% hópsins voru þó 10 ára og yngri og voru allir utan einn, gangandi eða á hjóli, þegar slys bar að höndum. Tegundir brota á kinnkjálka og meðferð þeirra. Af 64 sjúklingum voru samtals 30 með svonefnd Le Fort-miðandlitsbrot, níu með Le Fort I (þverbrot á kinnkjálka), tíu með Le Fort II (brotin mætast í ennis- og nefsaumi), fjórir með Le Fort III (andlitsbein skilin frá hauskúpu) og sjö sjúklingar voru brotnir vítt og breitt um miðandlit, þannig, að úr urðu samsetningar af Le Fort-miðandlitsbrotum I, II og III (tafla VI). Tafla IV. Tegundir kinnbeinsbrota. Tegundir N Kinnbeins- og kinnkjálkabrotflækja öðru megin 235 Brot á kinnboga.............................. 37 Kinnbeins- og kinnkjálkabrotflækja beggja vegna..................................... 15 Augntóttarhöggbrot........................... 10 Samtals 297 Tafla V. Tegundir skurðaðgerða vegna kinnbeinsbrota. Fjöldi Aðgeröir sjúklinga Ein aðgerð Gillies........................... 152 Osteosutura........................ 25 Caldwell-Luc ...................... 12 Gerviefni/beingræðsla .............. 6 195 Tvœr eða fleiri aðgerðir Gillies, Caldwell-Luc.............. 10 Gillies, osteosutura............... 11 Caldwell-Luc, osteosutura........... 7 Osteosutura, Caldwell-Luc og gerviefni/beingræðsla........ 3 Osteosutura, gerviefni.............. 1 Gillies, gerviefni.................. 1 Caldwell-Luc, gerviefni............. 2 Gillies, Caldwell-Luc og gerviefni 1 36 Samtals 231

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.