Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1988, Side 9

Læknablaðið - 15.12.1988, Side 9
LÆKNABLAÐIÐ 393 Yfirlið vegna hjartasjúkdóms voru 11, þar af voru 7 karlar (63,6%). Meðalaldur í þessum hópi var 63,7 ár og aldursdreifing 22-88 ára. Af þessum 11 voru 9 yfirlið vegna hjartsláttartruflunar. Af þeim höfðu 5 sjúkan sínushnút. Einn hafði margvíslegar hjartsláttartruflanir vegna hjartavöðvakvilla. Tveir höfðu hjartsláttartruflun (gáttahraðtakt og slegilshraðtakt) vegna hjartavöðvabólgu. Þetta voru langyngstu sjúklingarnir í þessum hópi, 22 og 38 ára. Tveir þeirra sem féllu í yfirlið vegna hjartasjúkdóms voru ekki með hjartsláttartruflun heldur höfðu hindrun á flæði blóðs frá hjarta. Annar þeirra hafði ofþykktarhjartasjúkdóm, greindan með hjartaómun, hinn hafði ósæðarþröng á háu stigi, metið með hjartaþræðingu. Table I. Classification of syncopal episodes according to major causes. Number of Class patients °7o Vasovagal/hyperventilation.............. 36 32 Defecation, micturition and tussive syncopes............................. 11 10 Cardiovascular diseases................. 11 10 Orthostatic hypotension................. 23 20 Centrai nervous system diseases.......... 9 8 Metabolic causes......................... 3 3 Unknown causes.......................... 20 18 Table II. Diagnostic investigations performed to identify the underlying cause of syncope. Investigation Number History and physical examination........... 113 Blood count and basic chemistries ......... 113 Electrocardiogram.......................... 113 24 hour Holter monitoring................... 43 Ultrasound of the heart .................... 10 Exercise test................................ 8 CT of the head.............................. 17 Electroencephalogram........................ 13 Table III. Investigations that most often exposed the underlying cause of syncopal episode. Number of Indentifying investigation patients History and physical examination......... 76 Blood count and basic chemistries......... 3 24 hour Holter monitoring and cardiac monitoring............................. 8 Electrocardiogram ........................ 0 Other..................................... 6 Total 93 Blóðþrýstingsfall í standandi stöðu var orsök fyrir yfirliði hjá 23 einstaklingum. Þar af voru 11 (47,8%) konur. Meðalaldur þessa hóps var 64,8 ár og aldursbil 26-88 ára. Einungis einn þeirra, reyndar sá langyngsti, notaði engin lyf. Allir hinir 22 voru á lyfjum sem lækka blóðþrýsting, annað hvort sem aðal- eða aukaverkun. Algengast var að um væri að ræða þvagræsilyf og betablokkara notuð saman. í ljós kom að 7 sjúklingar voru á lyfjum, eingöngu til þess að meðhöndla háþrýsting. Eitt yfirlið kom í beinu framhaldi af fyrstu inntöku á lyfinu Prazosinum. Fimm sjúklingar féllu í yfirlið í framhaldi af inntöku nítróglyseríntaflna. Þrír sjúklingar voru á geðlyfjum Einn var á lyfjameðferð við Parkinsonsjúkdómi. Sjúkdómar í miðtaugakerfi voru orsök yfirliðs í 9 tilvikum. Þar af reyndust 8 hafa fengið krampa og höfðu þeir ekki fyrri sögu um krampakast. í tveimur tilvikum fundust ákveðnar orsakir fyrir krampanum, heilaæxli í öðru og í hinu meinvarp í heila frá magaæxli. Einn sjúklingur féll í yfirlið vegna blóðtappa í heilaæð. Þeir sjúklingar sem höfðu sögu um fyrri krampa eða krampakast séð af öðrum eru ekki taldir með í þessari rannsókn. Hjá 20 (17,7%) einstaklingum tókst ekki að finna orsök yfirliðs þrátt fyrir ítarlega leit. Meðalaldur þessa hóps var 61 ár. í töflu II er listi yfir þær rannsóknir sem helst voru notaðar til að finna orsök yfirliðs. í töflu III sést hvaða atriði skiptu sköpum við sjúkdómsgreiningu hjá þeim 93 einstaklingum þar sem orsök yfirliðs fannst. Vekur þar athygli að sjúkrasaga og skoðun bera af sem rannsóknaraðferðir. UMRÆÐA Á rannsóknartímanum voru 113 yfirlið greind eða að meðaltali tvö yfirlið á viku. Þetta staðfestir einungis að yfirlið eru algengt vandamál, jafnt hér á Borgarspítala sem á öðrum sjúkrahúsum sem reka slysadeild (7). Þó er vel þekkt að ekki leita næstum allir, sem falla í yfirlið, læknis. Samanburður á orsökum yfirliða leiddi í ljós að skreyjutaugarerting var algengust. í þeim hópi er yfirleitt yngra fólk og var meðalaldur þess 39,6 ár og greinilega lægri en meðalaldur heildarinnar (52,9 ár). Skreyjutaugarerting er vel þekkt sem algengasta orsök yfirliða í ungu fólki (8). Ellefu sjúklingar féllu í yfirlið vegna viðbragðs í skreyjutaug, framkallað af ýmsum athöfnum, svo sem að rembast við hægðir, þvaglát eða hósta og

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.