Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1988, Qupperneq 13

Læknablaðið - 15.12.1988, Qupperneq 13
LÆKNABLAÐIÐ 395 Þegar rannsóknin var gerð var ekki líkt og nú farið að framkvæma raflífeðlisfræðilegar athuganir á hjarta á Borgarspítala, en þær athuganir hafa reynst mjög gagnlegar við greiningu á yfirliðum vegna hjartasjúkdóma (12, 13). í erlendum rannsóknum hefur komið fram að horfur þeirra sem líður yfir og orsök finnst ekki eru mjög góðar (2-4, 6). Þegar athugað er nánar hvaða þættir skipta mestu máli við greiningu yfirliðs (Tafla III) sést að sjúkrasaga og skoðun skipta sköpum við greiningu hjá 76 einstaklingum en það eru 82% af þeim hópi þar sem greining fékkst. Þetta er sambærilegt við ýmsar erlendar rannsóknir (1, 4, 5). Þó skal lögð á það áhersla að taka verður ítarlega sjúkrasögu og jafnframt afla lýsingar hjá vitni þegar hægt er. Einnig verður líkamsskoðun að vera nákvæm og er mikilvægt að taka blóðþrýsting og hjartsláttarhraða, bæði liggjandi og standandi og nudda hálsslagæð á viðeigandi hátt. Þó að blóðrannsóknir hafi einugis breytt greiningu hjá þremur í okkar rannsókn er samt rétt að gera þær rannsóknir þar sem þær auka öryggi við greiningu. Þó að hjartalínurit skipti aldrei sköpum í rannsókn okkar er það engu að síður sjálfsögð rannsókn til útilokunar hjartadreps og staðfestingar takttruflana á hjartarafsjá. Hjartalínurit greinir hins vegar síður hjartsláttartruflanir í samanburði við sólarhrings hjartasírit. Aðrar rannsóknir svo sem hjartaómun, áreynslupróf, heilalínurit og tölvusneiðmynd af heila eru bæði dýrari og flóknari og virðast tiltölulega sjaldan breyta sjúkdómsgreiningu. Því er ekki rétt að gera þessar rannsóknir að hefð, heldur beita þeim einungis þegar ákveðnar ábendingar hafa komið fram sem réttlæta þær (5). Nokkuð öðru máli gegnir um sólarhrings hjartasíritun. Þó að þessi rannsókn sé nokkuð dýr og fyrirhafnarmikil er til mikils að vinna að greina þann hóp sem líður yfir vegna hjartsláttartruflunar. Nú er mögulegt með tilkomu raflifeðlisfræðilegra rannsókna af hjarta, að greina þá sjúklinga enn nákvæmar og bæta horfur þeirra með lyfjameðferð. Að lokum skal ítrekað að yfirlið eru algeng fyrirbæri og ljóst er að oftast liggur ekki alvarlegur sjúkdómur að baki og oft er um hliðarverkanir lyfja að ræða. Rétt er að leggja áherslu á nákvæma sjúkrasögu og líkamsskoðun, mælingu blóðþrýstings liggjandi og standandi ásamt lyfjasögu til greiningar undirliggjandi orsaka yfirliðs. Frekari rannsóknir ráðast síðan af niðurstöðum þeirra. í tíunda hverju yfirliði er hjartasjúkdómur orsakavaldur og þá sjúklinga er áríðandi að greina því horfur þeirra eru slæmar. Því ætti að gera hjartasírit hjá þeim sem grunaðir eru um að hafa hjartasjúkdóm og í vafatilfellum. Einnig þegar orsök er óþekkt og hjá miðaldra og eldri sjúklingum. SUMMARY A prospective study, investigating the cause and the frequency of syncopal attacks, was carried out at the Reykjavík City Hospital, spanning one year. All patients with syncope, coming or brought to the emergency department, were included. This is the only emergency department in the Greater Reykjavík area, serving over 100.000 inhabitants. A total of 113 syncopal episodes were observed in 111 patients. Their mean age was 52.9 years (range 10-91 years). The distribution between men and women was even. Vasovagal syncope or hyperventilation was the most common cause of syncope (32%) and the patients in this category were significantly younger (39.6 years) than the rest of the study population. Orthostatic hypotension was the second most common cause of syncope and the mean age was significantly higher, or 64.8 years. Cardiovascular causes were identified in 10% of the patients, mean age 63.4 years. Our results are similar to the results in two other recent large studies on syncope. A thorough history and physical examination was the single most important factor in finding the underlying cause of a syncopal attack, identifying 80% of those with known cause. 24 hour Holter monitoring was the second most helpful tool in our experience. We recommend that Holter monitoring should be obtained in all middle-aged or elderly patients with syncopal attacks, where the cause is unknown. HEIMILDIR 1. Day SC, Cook EF, Funkenstein H, Goldman L. Evaluation and outcome of emergency room patients with transient loss of consciousness. Am J Med 1982; 73: 15-23. 2. Eagle KA, Black HR, Cook EF, Goldman L. Evaluation of prognostic classifications for patients with syncope. Am J Med 1985; 79: 455-60. 3. Savage DD, Corwin L, McGee DL, Kannel WB, Wolf PA. Epidemiologic features of isolated syncope. The Framingham Study. Stroke 1985; 16; 626-9. 4. Silverstein MD, Singer DE, Mulley AG, Thibault GE, Barnett GO. Patients with syncope admitted to medical intensive care units. JAMA 1982; 248; 1185-9. 5. Kapoor WN, Karpf M, Maher Y, Miller RA, Levey GS. Syncope of unknown origin: the need for a more cost-effective approach to its diagnostic evaluation. JAMA 1982; 247; 2687-91. 6. Kapoor WN, Karpf M, Wieand S, Peterson JR, Levey GS. A prospective evaluation and follow up

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.