Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1988, Qupperneq 27

Læknablaðið - 15.12.1988, Qupperneq 27
LÆKNABLAÐIÐ 403 Einar Ragnarsson, Sigurjón H. Ólafsson, Sigfús Þór Elíasson MUNNFERLI KARLA 52JA-79 ÁRA í HÓPRANNSÓKN HJARTAVERNDAR 1985-1986 SAMANTEKT Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna ýmis atriði varðandi heimsóknir til tannlæknis og álit fólks á tönnum sínum og tannholdi. Upplýsinganna var aflað með spurningalista hjá 516 52 ja-79 ára körlum, sem skoðaðir voru veturinn 1985-1986 á Rannsóknarstöð Hjartaverndar í Reykjavík. Ekki reyndist samband milli aldurs við fyrstu heimsókn til tannlæknis og tannleysis á efri árum. Aftur á móti virðast reglulegar heimsóknir á skólaaldri stuðla mjög að því, að menn haldi tönnum sínum fram á efri ár. Einnig kom í ljós, að mun fleiri hinna tenntu höfðu farið nýlega til tannlæknis. Ekki virtist ótti við tannaðgerðir koma í veg fyrir heimsóknir svo neinu næmi. Flestir karlanna töldu auðvelt að fá tíma og meiri hluti þeirra er unnu úti notaði vinnutímann til tannlæknisheimsókna. Flestir hinna tenntu álitu tannhold sitt í góðu lagi þótt þriðjungur teldi, að eitthvað kynni að finnast athugavert við tennurnar sjálfar. INNGANGUR Eitt af því, sem lítt hefur verið kannað meðal íslendinga, er munnferlið (mundsundhedsadfærden, oral behavior). Hér er átt við atriði eins og það, af hverju og hvenær menn leita tannlæknis, hvernig munnhirðu er háttað og hvert álit menn kunna að hafa á eigin tyggingarfærum og ástandi þeirra. Upplýsingar af þessu tagi varpa oft ljósi á aðra þætti, er annars liggja ef til vill ekki í augum uppi. Ýmsir hlutar atferlisins geta skýrt atriði eins og tíðni tannátu, tannholdssjúkdóma og tannleysi, svo að nokkuð sé nefnt. Á þennan hátt má því oft fá fram vísbendingar um það, hvernig best megi bregðast við ástandinu á hverjum tíma og hvert beina skuli upplýsingum og/eða áróðri. Einnig verða slíkar kannanir tiltækar til samanburðar síðar, þegar þörf kann að verða á því, að Barst 09/08/1988. Samþykkt 06/09/1988. endurmeta stöðuna. Athuganir af þessum toga eru algengar meðal nágrannaþjóðanna (1-9). Þótt upplýsingar um þessa hluti séu af skornum skammti hérlendis, þá er sínu minnst vitað um fullorðna einstaklinga. Því þótti við hæfi, að hluti þeirra upplýsinga, sem aflað yrði í yfirstandandi könnun hjá Rannsóknarstöð Hjartaverndar tæki til þessarra þátta (10). EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Upplýsinga var aflað með hefðbundnum spurningalista. Sérþjálfaður starfsmaður Hjartaverndar fór yfir listann að útfyllingu lokinni á sama hátt og lista stofnunarinnar. í þessum áfanga var hann lagður fyrir úrtak karla úr hóprannsókn Hjartaverndar, er boðaðir höfðu verið til skoðunar 1985-1986. Um var að ræða 516 karla af höfuðborgarsvæðinu, sem fæddir voru 1907-1934. (52 ja-79 ára þegar könnunin var gerð). Úrtakið var úr ferilrannsókn (longitudinal study), sem hófst árið 1967 (11, 12). í þennan áfanga rannsóknarinnar (V. áfanga) var boðið þriðja hverjum þeirra er á lífi voru af þessum 28 fæðingarárgöngum og höfðu verið búsettir á höfuðborgarsvæðinu 1. desember 1986. Vegna innköllunarkerfis Hjartaverndar má líta á þessa 516 sem tilviljanaúrtak (random sample) úr þeim hópi er þáði boð Hjartaverndar. Við tölfræðilegt mat á sambandi einstakra þátta var notað logaritmískt-línulegt líkan (loglinear model). Notuð voru BMDP forrit (13). Ávallt var tekið tillit til áhrifa aldurs og þess hvort menn voru tenntir í báðum gómum, öðrum gómi eða tannlausir. Við marktæknipróf var notað kí-kvaðrat líkindahlutfall (likelihood ratio chi-square) og miðað við 5% mark. NIÐURSTÖÐUR Fyrstu kynni. Tafla I sýnir aldur við fyrstu heimsókn til tannlæknis (eða læknis vegna tanna). Hér má sjá, að hinir eldri í hópnum voru margir hverjir komnir á fullorðinsár, er þeir fyrst nutu tannlæknisþjónustu af einhverju tagi.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.