Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1988, Page 33

Læknablaðið - 15.12.1988, Page 33
LÆKNABLAÐIÐ 407 þó, að ekki virðist hér marktækt samband á milli aldurs við fyrstu heimsókn og þess hvort menn urðu síðar tannlausir í öðrum eða báðum gómum. Grabowski komst að annarri niðurstöðu í rannsókn sinni á fólki yfir 65 ára aldri á Sjálandi, þar sem fram kom, að fleiri voru tenntir af þeim, er fyrr höfðu farið til tannlæknis í æsku (1). Þess ber og að gæta, að án efa óx hluti Hjartaverndarkarla upp utan Reykjavíkur og átti því óhægara um vik að sækja sér þjónustu. í Ijós kom þó, að þeir, sem leituðu reglulega til tannlæknis meðan á skólagöngu stóð voru að jafnaði betur tenntir. Þetta sést berlega á því, að 82,8% þeirra, sem alls ekki segjast hafa leitað til tannlæknis á skólaskeiði eru tannleysingjar. Hér kemur fram sú rótgróna hugmynd íslendinga í fjölda ára, að tönnum sínum mundu menn glata hvort eð væri og að gervitennur væru óumflýjanlegar og jafnvel eftirsóknarverðar fyrir ungt fólk. Þær fengju menn í eitt skifti fyrir öll og þyrftu ekkert meira um það að hugsa. Þessi ranghugmynd hefur leitt af sér gífurleg vandamál, sem erfitt er að leysa, þegar illa farnar gervitennur eru notaðar lengi á kostnað aðliggjandi slímhúðar og stoðvefja. Tafla VIII. Eigið álit á því hvort tönnunum vœri eitthvað ábótavant. Eigin Eigin tennur tennur í báðum í öðrum gómum gómi Alls Eitthvað að tönnum N °7o N °7o N °7o Já..................... 75 (31) 20 (26) 95 (30) Nei................... 103 (43) 24 (32) 127 (41) í vafa................. 57 (24) 29 (38) 86 (27) Ósvarað................. 4 (2) 3 (4) 7 (2) Samtals 239 (100) 76 (100) 315 (100) Tafla IX. Eigið álit áþví hvort tannholdi væri eitthvað ábótavant. Eigin Eigin tennur tennur í báðum í öðrum gómum gómi Alls Eitthvað að tannholdi N °7o N °7o N °7o Já..................... 22 (9) 5 (7) 27 (9) Nei................... 141 (59) 33 (43) 174 (55) í vafa................. 71 (30) 32 (42) 103 (33) Ósvarað................. 5 (2) 6 (8) 11 (3) Samtals 239 (100) 76 (100) 315 (100) Ekki verður þó litið fram hjá því, hve fáir tannlæknar voru starfandi á landinu í æsku þessara manna eins og áður er að vikið. Félagslegar og landfræðilegar aðstæður hafa vafalítið haft sín áhrif. Rise hefur meðal annars bent á hliðstæður í rannsóknum sínum á ellilífeyrisþegum í Noregi (2). Spurt var, hvenær menn hefðu farið síðast til tannlæknis. Aðeins 44% segja meira en 2 ár frá meðferð, og rúm 35% telja meira en 5 ár um liðin. Samkvæmt danskri könnun, sem að því leyti var frábrugðin þessari, að spyrill spurði og skráði svörin, sögðu 48,9% tenntra og 11,4% tannlausra 65 ára og eldri að minna en 2 ár væru liðin frá seinustu heimsókn (1). Af Hjartaverndarkörlunum, sem fylltu út spurningalistann sjálfir, sögðu 70,4% tenntra og 18,3% tannlausra minna en 2 ár frá seinustu heimsókn. Yfirleitt fer heimsóknum fækkandi með aldrinum, enda eykst tannleysið gjarnan að sama skapi. Þó hefur Rise bent á, að fjöldi eigin tanna skiptir ef til vill ekki minna máli en aldur (1-3, 10). Hér ber samt að hafa í huga, að mönnum hættir oft til að vanreikna tíma, einkum ef lengra er frá liðið. Auk þess má ætla að einhverjir telji viðeigandi, að ekki sé of langt um liðið og svari samkvæmt því (4, 5, 16). Víða hefur eldra fólk lítið notfært sér tannlæknisþjónustu (2,4-7). Af hálfu heilbrigðisyfirvalda víða um lönd hefur ýmislegt verið gert til þess að breyta þessu. Aukin þekking á vandanum, menntun, bætt og sársaukaminni þjónusta, efnahagsleg velferð og almannatryggingar hafa stuðlað að auknum áhuga eldra fólks á þessum málum. Um öll Norðurlönd hefur sókn í tannlæknisþjónustu aukist, enda Ijóst, að fólk með fleiri tennur þarfnast meiri þjónustu en fólk með fáar eða engar tennur (1, 3, 8, 9). Aukin þjónusta skólatannlækninga á íslandi, sem og aukinn áhugi almennings á tannverndarmálum mun án efa leiða til þess, að fleiri halda tönnum sínum til efri ára. Því væri ekki úr vegi að hyggja að undirbúningi tannverndar og þjónustu aldraðra í tíma. Einungis 3,6% viðurkenndu talsverðan eða mikinn ótta eða kvíða við heimsóknir til tannlæknis þótt aðeins tveir einstaklingar teldu, að það kæmi í veg fyrir, að þeir leituðu sér

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.